Innlent

Stór­bruni í Gufu­nesi

Kolbeinn Tumi Daðason og Agnar Már Másson skrifa
Eins og sjá má er töluverður eldur á svæðinu.
Eins og sjá má er töluverður eldur á svæðinu. Lúðvík Bjarnason

Mikill eldsvoði er í Gufunesi og er slökkviliðið með mikil viðbrögð. Reykur sést víða um höfuðborgarsvæðið. Slökkviliðið hefur ræst út allan sinn mannskap á vettvang. Sjá má beina útsendingu af vettvangi í vaktinni hér að neðan.

Klukkan 17:03 var tilkynnt um mikinn eld í skemmu við Gufunesveg í Grafarvogi.  Stigabíll slökkviliðs, dælubílar og sjúkrabílar mættu á vettvang skömmu síðar en þá blasti við eldhaf sem náði um tólf metra í loftið, að sögn sjónarvotts. 

Lögregla vill koma þeim skilaboðum til íbúa sem búa í nágrenni við Gufunesveg að loka gluggum. Mikinn reyk leggur frá skemmunni og leggur hann til suðurs. Íbúar í nærliggjandi hverfum lýsa mikilli brunalykt, svo sem í Grafarvogi og Árbæ. 

Fylgst verður með gangi mála í vaktinni hér að neðan.


Veistu meira um málið? Sendu okkur upplýsingar og myndir hérna.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×