Slökkvilið

Fréttamynd

Slökkvi­liðs­stjóri fer í fullt starf hjá al­manna­varna­nefnd

Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, hefur tekið við fullu starfi sem framkvæmdastjóri almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðisins, tímabundið til eins árs. Með ráðningu Jóns Viðars er markmiðið að efla starf og skipulag almannavarna höfuðborgarsvæðisins. Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri verður settur slökkviliðsstjóri á meðan.

Innlent
Fréttamynd

Slökkvi­lið kallað út vegna ammoníak­leka

Slökkvilið var kallað út að iðnaðarfyrirtæki í Hafnarfirði þegar ammoníak lak úr kælikerfi innandyra. Enginn þurfti aðhlynningu að sögn varðstjóra en nokkur hætta getur fylgt slíkum atvikum þar sem ammoníak er hættulegt heilsu fólks í miklu magni.

Innlent
Fréttamynd

Slökktu eld á Stór­höfða

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi þrjá dælubíla á Stórhöfða í Reykjavík á fjórða tímanum vegna tilkynningar um eld í iðnaðarhúsnæði.

Innlent
Fréttamynd

Al­var­legt slys á Suður­lands­braut

Alvarlegt slys varð við gönguljós á Suðurlandsbraut vestan við Reykjaveg um klukkan 10 í morgun þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Tveir sjúkrabílar voru sendir á svæðið samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði og var einn fluttur á slysadeild. 

Innlent
Fréttamynd

Mölvuð rúða snemmbúin og leiðin­leg jóla­gjöf

Skemmdir urðu utan á fjölbýlishúsi í Bríetartúni þegar kviknaði í sorphirðubíl fyrir utan húsið snemma morguns þann 17. nóvember. Rannsókn lögreglu á brunanum er lokið. Niðurstaða rannsóknar var að líklega hefði glussaslanga farið í sundur með þeim afleiðingum að glussaolía fór yfir heita vél og vélarhluti og eldur kviknaði.

Innlent
Fréttamynd

Um vikutöf á tæmingu djúp­gáma vegna bruna sorp­hirðu­bíls

Tæming djúpgáma við íbúðarhúsnæði í Reykjavík er um viku á eftir áætlun. Verktakar frá Íslenska gámafélaginu og Terra hafa aðstoðað Reykjarvíkurborg með tæmingu djúpgáma í íbúðarhverfum allt frá því að sorphirðubíll borgarinnar, sem notaður var til að tæma djúpgáma, brann þann 17. nóvember í Bríetartúni. 

Innlent
Fréttamynd

Al­var­legt um­ferðar­slys á Suður­strandar­vegi

Alvarlegt umferðarslys var á Suðurstandarvegi, rétt austan afleggjarans við Vigdísarvelli, í morgun. Tveir eru alverlega slasaðir og standa aðgerðir yfir á vettvangi. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór til móts við sjúkrabíl til að koma hinum slösuðu eins fljótt og hægt er á Landspítalann.

Innlent
Fréttamynd

Betra að skipta út gömlum seríum og of­hlaða ekki fjöl­tengin

Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóva, hvetur fólk til að fara yfir eldvarnir, og sérstaklega reykskynjara, í dag á Degi reykskynjarans. Samkvæmt könnun HMS eru fjögur prósent heimila ekki með uppsetta reykskynjara. Hrefna segir að í desember skapist aukin brunahætta vegna ljósasería og kerta á krönsum í kringum aðventuna.

Innlent
Fréttamynd

Al­elda bíll á Dalvegi

Eldur kviknaði í bíl á Dalvegi í Kópavogi rétt eftir klukkan eitt. Bifreiðin er á bílastæði Restor Car Bifreiðaverkstæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans

Málari í Setbergshverfinu í Hafnarfirði var rétt að festa svefn aðfaranótt sunnudags þegar hann heyrði hljóð sem vöktu athygli hans. Augnabliki síðar horfði hann út um gluggann þar sem vinnubíllinn hans stóð í ljósum logum. Hann grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans.

Innlent
Fréttamynd

Slökkviliðin og vin­sæll barna­bóka­höfundur leiða saman hesta sína

„Krakkarnir taka okkur alltaf mjög vel þegar við mætum,” segir Sigurður Þór Elísson eldvarnarfulltrúi og varðstjóri hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar eftir vel heppnaða heimsókn í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit, en árlegt eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hófst á fimmtudag í síðustu viku með þeirri heimsókn.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Þriggja fólks­bíla á­rekstur ná­lægt Blöndu­ósi

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið ræst út eftir að árekstur varð milli þriggja fólksbíla á Þverárfjallsvegi í Austur-Húnavatnssýslu upp úr klukkan 16 í dag. Tólf manns voru í bílunum. Einhverjir hafa verið fluttir undir læknishendur. Miklar umferðartafir eru á Norðurlandi vestra en annað bílslys varð á svæðinu á svipuðum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Bíll al­elda við Setbergsskóla í nótt

Eldur kviknaði í sendiferðabíl við Setbergsskóla í Hafnarfirði í nótt. Þegar slökkviliðsmenn bar að garði, um klukkan tvö, var bíllinn alelda en vel gekk að slökkva eldinn.

Innlent
Fréttamynd

Brutu dyrakarm til að bjarga heimilis­manni

Starfsmenn Hrafnistu brutu dyrakarm til að koma heimilismanni á hjúkrunarheimilinu við Sléttuveg í öruggt skjól þegar eldur kom upp. Rúm heimilismannsins hafi naumt komist út annars. Ríflega tuttugu íbúum var bjargað undan eldsvoðanum á innan við fjórum mínútum.

Innlent
Fréttamynd

Bílvelta og á­rekstur í hálkunni

Árekstur varð á gatnamótum Lyngáss og Hafnarfjarðarvegar á ellefta tímanum og þá valt bíll á Nesjalvallaleið við Eiturhól. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu varar við hálku í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Tók fjórar mínútur að koma heimilis­fólki á Hrafnistu í skjól

Það tók innan við fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í öruggt skjól þegar eldur kom upp á hjúkrunarheimilinu við Sléttuveg í gær. Heimilisfólkinu var nokkuð brugðið og býðst áfallahjálp eftir atvikið, en ríflega tuttugu íbúar dvelja nú í tímabundnum úrræðum á meðan unnið er að því að koma deildinni aftur í horf.

Innlent
Fréttamynd

Slökkvi­lið við hreinsun vegna á­reksturs á Hring­braut

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er við vinnu á Hringbraut í Vesturbæ Reykjavíkur vegna áreksturs. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi varðstjóra var enginn fluttur slasaður á spítala. Slökkvilið var aðeins fengið á staðinn til að hreinsa. Búast má við einhverjum töfum í umferð á meðan hreinsun fer fram.

Innlent
Fréttamynd

Tveir ekki í öryggis­belti

Ökumaður og fjórir farþegar voru fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Öxi í gærkvöldi. Aðeins þrír voru í öryggisbeltum og einn farþegi festist undir bílnum þegar hann valt. 

Innlent