Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2026 14:24 Íslenskur fjárhundur á sólríkum degi við sjóinn. Ekki ósvipaðar aðstæður og mætti ætla að hafi verið tilfellið daginn örlagaríka. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Getty Images Kona hefur verið sýknuð af ákæru lögreglustjórans á Norðurlandi vestra fyrir að hafa skotið íslenskan fjárhund með haglabyssu við friðlýst æðarvarp sem hún var að gæta. Dómurinn leit meðal annars til hins mikla verðmætis sem fólst í æðarvarpinu á meðan virði hundsins væri mun minna. Dómur var kveðinn upp í liðinni viku við Héraðsdóm Norðurlands vestra. Konan var ákærð fyrir eignaspjöll og brot gegn vopnalögum þar sem skotleyfi hennar var ekki í gildi. Þá var gerð krafa um eignarupptöku á Franchi haglabyssu í eigu manns hennar. Bar fyrir sig neyðarrétt Atvikið átti sér stað föstudaginn 14. júní 2024 skammt frá æðarvarpi á Norðurlandi vestra. Fjölskylda sem átti hundinn, sem var tík af fjárhundakyni, og býr í nágrenni æðarvarpsins hafði tilkynnt lögreglu að honum hefði verið hleypt út um morguninn, verið eftirlitslaus í tíu mínútur en svo látið sig hverfa. Síðar um daginn hefði konan tilkynnt þeim að búið væri að aflífa hundinn, afhent hann í svörtum plastpoka og útskýrt að hefði hundurinn komist í varpið hefði hann getað valdið miklu tjóni. Konan bar fyrir sig neyðarrétti. Hún lýsti því að hún hefði séð tvo hunda koma hlaupandi í átt að varpinu þar sem útungun væri í fullum gangi og um þrjú þúsund kollur á hreiðrum. Hún kvaðst hafa kallað á hundana og reynt að reka þá burt; annar hefði snúið við en hinn haldið áfram „á fullri ferð“ að varpinu. Þá hefði hún gripið til þess „örþrifaráðs“ að skjóta til að afstýra tjóni. Hún og maður hennar lýstu jafnframt að þau hefðu ítrekað rætt við eigendur hundanna um að halda þeim frá varpinu. Æðardúnn upp á milljónir króna Í dóminum er rakið að æðarvörp séu afar viðkvæm á varptíma og að hundar geti valdið verulegu tjóni með truflun. Dómurinn taldi nægilega sýnt fram á að hundurinn hefði getað valdið verulegu tjóni. Konan lagði fram reikning fyrir sölu á 40 kílóum af æðardúni frá því fyrr um sumarið. Þau seldust á 74 þúsund evrur eða um ellefu milljónir króna. Konan benti á að hvolpur af sama fjárhundakyni kostaði 350 þúsund krónur. Dómurinn var því sammála að hagsmunir þeir sem konan verndaði væru mun meiri. Féllst dómurinn á að skilyrði neyðarréttar væru uppfyllt og háttsemin refsilaus. Dómurinn tók einnig afstöðu til vopnalagabrotsins og taldi sömu neyðarréttarsjónarmið leiða til sýknu þar sem notkun skotvopnsins hefði verið nauðsynleg við þær aðstæður þótt leyfið hefði ekki verið í gildi. Í gögnum málsins kom einnig fram að Matvælastofnun hefði boðað konunni stjórnvaldssekt upp á 230 þúsund krónur vegna dráps hundsins. Ekki fylgir sögunni hvernig því máli lauk. Fuglar Hundar Dómsmál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í liðinni viku við Héraðsdóm Norðurlands vestra. Konan var ákærð fyrir eignaspjöll og brot gegn vopnalögum þar sem skotleyfi hennar var ekki í gildi. Þá var gerð krafa um eignarupptöku á Franchi haglabyssu í eigu manns hennar. Bar fyrir sig neyðarrétt Atvikið átti sér stað föstudaginn 14. júní 2024 skammt frá æðarvarpi á Norðurlandi vestra. Fjölskylda sem átti hundinn, sem var tík af fjárhundakyni, og býr í nágrenni æðarvarpsins hafði tilkynnt lögreglu að honum hefði verið hleypt út um morguninn, verið eftirlitslaus í tíu mínútur en svo látið sig hverfa. Síðar um daginn hefði konan tilkynnt þeim að búið væri að aflífa hundinn, afhent hann í svörtum plastpoka og útskýrt að hefði hundurinn komist í varpið hefði hann getað valdið miklu tjóni. Konan bar fyrir sig neyðarrétti. Hún lýsti því að hún hefði séð tvo hunda koma hlaupandi í átt að varpinu þar sem útungun væri í fullum gangi og um þrjú þúsund kollur á hreiðrum. Hún kvaðst hafa kallað á hundana og reynt að reka þá burt; annar hefði snúið við en hinn haldið áfram „á fullri ferð“ að varpinu. Þá hefði hún gripið til þess „örþrifaráðs“ að skjóta til að afstýra tjóni. Hún og maður hennar lýstu jafnframt að þau hefðu ítrekað rætt við eigendur hundanna um að halda þeim frá varpinu. Æðardúnn upp á milljónir króna Í dóminum er rakið að æðarvörp séu afar viðkvæm á varptíma og að hundar geti valdið verulegu tjóni með truflun. Dómurinn taldi nægilega sýnt fram á að hundurinn hefði getað valdið verulegu tjóni. Konan lagði fram reikning fyrir sölu á 40 kílóum af æðardúni frá því fyrr um sumarið. Þau seldust á 74 þúsund evrur eða um ellefu milljónir króna. Konan benti á að hvolpur af sama fjárhundakyni kostaði 350 þúsund krónur. Dómurinn var því sammála að hagsmunir þeir sem konan verndaði væru mun meiri. Féllst dómurinn á að skilyrði neyðarréttar væru uppfyllt og háttsemin refsilaus. Dómurinn tók einnig afstöðu til vopnalagabrotsins og taldi sömu neyðarréttarsjónarmið leiða til sýknu þar sem notkun skotvopnsins hefði verið nauðsynleg við þær aðstæður þótt leyfið hefði ekki verið í gildi. Í gögnum málsins kom einnig fram að Matvælastofnun hefði boðað konunni stjórnvaldssekt upp á 230 þúsund krónur vegna dráps hundsins. Ekki fylgir sögunni hvernig því máli lauk.
Fuglar Hundar Dómsmál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira