Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Fleiri alvarleg heimilisofbeldismál rötuðu á borð lögreglunnar á síðasta ári miðað við árin áður. Verkefnastjóri afbrotavarna hjá ríkislögreglustjóra segir málum hafa fjölgað þar sem börn verða fyrir ofbeldi af hendi foreldra en aukin áhersla sé lögð á að stíga inn í slík mál. Innlent 23.1.2026 13:13
Játaði meira og meira eftir því sem á leið Framburður manns sem ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn barni sem hann mun hafa framið meðan hann starfaði á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík þótti að mati lögreglu samræmast frásögn barnsins af meintum brotum hans. Maðurinn játaði í skýrslutökum hjá lögreglu að hafa brotið tvívegis á barninu. Innlent 23.1.2026 09:56
Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Foreldrar sex ára gamallar stúlku höfðu enga vitneskju um að brotið hefði verið kynferðislega gegn henni fyrr en lögregla hafði samband. Karlmaður sem er ákærður fyrir brotið dreifði ljósmyndum á netinu sem komu lögreglu á snoðir um málið. Alþjóðlegt samstarf skipti sköpum. Innlent 22.1.2026 19:41
Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt tvo karlmenn í tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla samtals um 29 kílóum af marijúana til landsins. Þeir komu til landsins með flugi frá Toronto í Kanada í byrjun desember síðastliðnum. Innlent 21. janúar 2026 13:24
Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að nauðga konu á að morgni nýársdags árið 2024. Innlent 21. janúar 2026 11:54
Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Arion banki hefur verið dæmdur til að greiða tveimur fyrrverandi starfsmönnum sínum samtals tíu milljónir króna í vangoldin laun vegna ólögmætrar riftunar ráðningarsamnings eftir að starfsmennirnir luku störfum hjá Verði, dótturfélagi bankans, og hófu eigin rekstur. Innlent 20. janúar 2026 19:46
Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að nauðga sex ára stúlku tvívegis og eiginkonu sinni ítrekað. Hann sætir einnig ákæru fyrir að hafa ljósmyndað athæfi sitt og birt ljósmyndir af því á netinu. Innlent 20. janúar 2026 14:28
Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tvær hættulegar líkamsárásir, önnur þeirra gegn sambýliskonu sinni, og akstur undir áhrifum fíkniefna. Önnur líkamsárásin átti sér stað nokkrum sekúndum eftir að maðurinn varð sjálfur fyrir stunguárás. Innlent 19. janúar 2026 23:17
Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps, með því að hafa stungið föður barnsmóður sinnar ítrekað eftir að hafa brotist inn til hans að næturlagi í október í fyrra. Innlent 19. janúar 2026 13:31
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Þann 22. janúar næstkomandi munum við Elissa standa fyrir dómstólum fyrir að verja líf. Þar munum við sitja augliti til auglitis við Kristján Loftsson, manni sem hagnast á því að taka líf. Samt erum það við sem stöndum frammi fyrir refsingu. Skoðun 17. janúar 2026 14:30
„Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Lögmaður segir vegferð ákæruvaldsins til skammar vegna dómsmáls sem hann segir að hafi verið augljóst að myndi ekki leiða til sakfellingar frá byrjun. Skjólstæðingur hans var sýknaður í gær en lögmaðurinn segir illa farið með opinbert fé og tíma dómstóla. Innlent 17. janúar 2026 12:55
Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hálfbróðir Margrétar Löf sem var dæmd í 16 ára fangelsi fyrir að ráða föður sínum bana ætlar að halda áfram með kröfu um að hún verði svipt erfðarétti fyrir Landsrétti. Lögmaður hans segir málið ekki snúast um krónur eða aura heldur réttlæti. Það sé bæði lög- og siðfræðilega rétt að fallast á kröfuna. Innlent 16. janúar 2026 19:32
„Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Barböru Björnsdóttur héraðsdómarar í ærumeiðingamáli Margrétar Friðriksdóttur, segist telja ummæli Margrétar klárar ærumeiðingar. Hún kallaði Barböru meðal annars „lausláta mellu“. Þá gagnrýnir hann hversu nærri var gengið Barböru í vitnaleiðslu. Innlent 16. janúar 2026 16:52
Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Héraðsdómari taldi ekki sérstaka nauðsyn á því að Helgi Bjartur Þorvarðarson, sem ákærður er fyrir að nauðga tíu ára dreng í Hafnarfirði, yrði hnepptur í varðhald, þrátt fyrir að hann lægi undir sterkum grun. Hann er ákærður fyrir að nauðga drengnum með því að hafa við hann önnur kynferðismök en samræði og að reyna að hafa við hann samræði. Innlent 16. janúar 2026 15:14
Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Barbara Björnsdóttir héraðsdómari segir Sigríði Hjaltested, meðdómara hennar við Héraðsdóm Reykjavíkur, hafa lagt hana í einelti í rúma tvo áratugi. Sigríður hafi ritað Dómstólasýslunni bréf þar sem fullyrt er að þau Símon Sigvaldason, þáverandi dómstjóri, hafi átt í ástarsambandi. Valtýr Sigurðsson, eiginmaður Sigríðar og fyrrverandi ríkissaksóknari, hafi lekið bréfinu til verjanda Margrétar Friðriksdóttur, sem sætir ákæru fyrir meiðyrði í garð Barböru. Innlent 16. janúar 2026 14:31
„Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Margrét Friðriksdóttir, sem sætir ákæru fyrir meiðyrði í garð Barböru Björnsdóttur héraðsdómara, segir Barböru hafa framið á henni réttarmorð, með því að sakfella hana fyrir hótunarbrot. Hún hafið reiðst vegna þess og því ritað færslu á Facebook, þar sem hún úthúðaði dómaranum. Hún kveðst hafa opnað orðabók í leit að mildasta orðinu til þess að lýsa Barböru. „Viðbjóðslegur dómur og lauslát mella gefur sinn dóm,“ sagði hún meðal annars. Innlent 16. janúar 2026 11:34
Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Þann 22. janúar verða tvær konur dregnar fyrir héraðsdóm. Þær eru ákærðar fyrir að hafa hafa farið um borð í hvalveiðiskip Hvals hf og komið sér fyrir í útsýnismöstrum skipanna í byrjun september árið 2023. Skoðun 16. janúar 2026 07:01
Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Stjórnendur Deloitte á Íslandi segjast líta ásakanir á hendur Þorsteini Pétri Guðjónssyni, forstjóra fyrirtækisins, alvarlegum augum og hefur stjórn félagsins skipað Signýju Magnúsdóttur forstjóra til bráðabirgða. Innlent 15. janúar 2026 23:27
Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Samtök gegn kynbundnu ofbeldi segja alvarlegt að dómari hafi veitt ofbeldismanni skilorðsbundinn dóm fyrir brot gegn sambýliskonu og að ríkissaksóknari hafi kosið að áfrýja ekki. Maðurinn hefur nú verið ákærður fyrir að brjóta á stjúpdóttur sinni. Innlent 15. janúar 2026 20:30
Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Þorsteinn Pétur Guðjónsson, forstjóri Deloitte, segir það hafa verið honum mikið áfall að ákært hafi verið vegna ásakana á hendur honum um kynferðisbrot. Ásakanirnar eigi sér enga stoð í raunveruleikanum og hann hafi kært brotaþola fyrir rangar sakargiftir. Hann hefur þó stigið til hliðar sem forstjóri. Innlent 15. janúar 2026 15:47
Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Þorsteinn Pétur Guðjónsson, forstjóri Deloitte á Íslandi, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot. Honum er gefið að sök að hafa veist að ungri konu á hóteli á Suðurlandi vorið 2023. Brotið getur varðað allt að tveggja ára fangelsi. Innlent 15. janúar 2026 14:18
„Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Það er mat talskonu Stígamóta að dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hafi með dómi sínum ákveðið að leggja hagsmuni barnanna til hliðar þegar hann ákvað að skilorðsbinda fimm ára fangelsisdóm sem kveðinn var upp yfir manni á fertugsaldri vegna alvarlegra og ítrekaðra ofbeldisbrota hans gegn sambýliskonu. Innlent 15. janúar 2026 13:26
Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Karlmaður hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni þegar hún var sex til níu ára gömul. Sami maður hlaut fyrir tveimur árum þungan dóm fyrir kynferðisbrot gegn móður stúlkunar en sat aldrei inni, að sérstakri ósk móðurinnar. Innlent 14. janúar 2026 23:03
Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Karlmaður á höfuðborgarsvæðinu hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir endurtekin ofbeldisbrot í nánu sambandi gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni. Maðurinn játaði brot sín. Innlent 14. janúar 2026 11:00