Enginn stuðningsmanna andstæðingsins fær sæti í ríkisstjórn Truss Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. september 2022 07:34 Liz Truss mun funda með nýrri ríkisstjórn í morgunsárið. Getty/Christopher Furlong Liz Truss nýr forsætisráðherra Bretlands hefur skipað marga af sínum nánustu vinum, samstarfsmönnum og skoðanabræðrum í ríkisstjórn sína eftir að hún tók við embættinu af Boris Johnson í gær. Kwasi Kwarteng verður fjármálaráðherra, James Cleverly utanríkisráðherra og Suella Braverman tekur við af Priti Patel sem innanríkisráðherra. Þá hefur ein nánasta vinkona Truss, Therese Coffey, verið skipuð heilbrigðisráðherra og varaforsætisráðherra. Ríkisstjórnin kemur saman í dag áður en Truss mætir í þingið til að mæta í fyrirspurnartíma í fyrsta sinn sem forsætisráðherra. Enginn þeirra sem studdi við bakið á mótherja hennar, Rishi Sunak, í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins fékk ráðherrastól. Þar á meðal eru fyrrverandi kollegar hennar í ríkisstjórn eins og Dominic Raab, Grant Shapps, George Eustice og Steve Barclay sem allir þurfa að víkja úr ríkisstjórn. Upplýsingafulltrúi Truss hefur sagt að breytingarnar muni sameina Íhaldsflokkinn og benti á að fimm þeirra sem buðu sig fram gegn Truss í formannsslagnum hafi verið skipaðir í mikilvæg embætti fyrir flokkinn: Áðurnefnd Suella Braverman, Tom Tugendhat nýr öryggismálaráðherra, Kemi Badenoch nýr viðskiptaráðherra, Penny Mordaunt sem leiðtogi Íhaldsmanna í neðri deild þingsins og Nadim Zahawi ráðherra um eignir krúnunnar. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem fjögur valdamestu embætti breska framkvæmdavaldsins - forsætisráðherrann, fjármálaráðherrann, innanríkisráðherrann og utanríkisráðherrann - eru ekki skipuð hvítum karlmanni. Með fyrstu verkum Truss var að heyra í kollega sínum í Úkraínu, forsetanum Vólódímír Selenskí, en samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins hét hún honum áframhaldandi stuðningi. Þá hefur Truss einnig þegið heimboð frá Selenskí til Úkraínu. Eftir að hún ræddi við Selenskí ræddi Truss við Joe Biden Bandaríkjaforseta. Þau eru sögð hafa rætt mikilvægi þess að Bretland kæmist að samkomulagi við Evrópusambandið um viðskiptasamning við Norður-Írland. Hér má sjá heildarlistann yfir bresku ráðherrana. Bretland Tengdar fréttir Truss heitir skattalækkunum og tafarlausum aðgerðum í orkumálum Liz Truss hét því í dag þegar hún tók við embætti forsætisráðherra að lækka skatta og grípa til aðgerða strax í næstu viku til að létta byrðarnar á breskum almenningi vegna hækkandi orkuverðs. Hún er fjórði forsætisráðherra Íhaldsflokksins á sex árum. 6. september 2022 19:20 Liz Truss stelur stíl Védísar tíu árum síðar Védís Sigurðardóttir, sérfræðingur hjá Landsbankanum, rak upp stór augu þegar hún sá mynd af verðandi forsætisráðherra Bretlands í nákvæmlega sama kjól og hún átti. 6. september 2022 11:20 Mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti Liz Truss er nýr formaður Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Hún lofar skattalækkunum á sama tíma og óðaverðbólga er í landinu og er sökuð um að vera frekar umhugað um fyrirtækjaskatt en heimilin. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að með valdaskiptunum sé kominn mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti. 5. september 2022 22:54 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Kwasi Kwarteng verður fjármálaráðherra, James Cleverly utanríkisráðherra og Suella Braverman tekur við af Priti Patel sem innanríkisráðherra. Þá hefur ein nánasta vinkona Truss, Therese Coffey, verið skipuð heilbrigðisráðherra og varaforsætisráðherra. Ríkisstjórnin kemur saman í dag áður en Truss mætir í þingið til að mæta í fyrirspurnartíma í fyrsta sinn sem forsætisráðherra. Enginn þeirra sem studdi við bakið á mótherja hennar, Rishi Sunak, í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins fékk ráðherrastól. Þar á meðal eru fyrrverandi kollegar hennar í ríkisstjórn eins og Dominic Raab, Grant Shapps, George Eustice og Steve Barclay sem allir þurfa að víkja úr ríkisstjórn. Upplýsingafulltrúi Truss hefur sagt að breytingarnar muni sameina Íhaldsflokkinn og benti á að fimm þeirra sem buðu sig fram gegn Truss í formannsslagnum hafi verið skipaðir í mikilvæg embætti fyrir flokkinn: Áðurnefnd Suella Braverman, Tom Tugendhat nýr öryggismálaráðherra, Kemi Badenoch nýr viðskiptaráðherra, Penny Mordaunt sem leiðtogi Íhaldsmanna í neðri deild þingsins og Nadim Zahawi ráðherra um eignir krúnunnar. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem fjögur valdamestu embætti breska framkvæmdavaldsins - forsætisráðherrann, fjármálaráðherrann, innanríkisráðherrann og utanríkisráðherrann - eru ekki skipuð hvítum karlmanni. Með fyrstu verkum Truss var að heyra í kollega sínum í Úkraínu, forsetanum Vólódímír Selenskí, en samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins hét hún honum áframhaldandi stuðningi. Þá hefur Truss einnig þegið heimboð frá Selenskí til Úkraínu. Eftir að hún ræddi við Selenskí ræddi Truss við Joe Biden Bandaríkjaforseta. Þau eru sögð hafa rætt mikilvægi þess að Bretland kæmist að samkomulagi við Evrópusambandið um viðskiptasamning við Norður-Írland. Hér má sjá heildarlistann yfir bresku ráðherrana.
Bretland Tengdar fréttir Truss heitir skattalækkunum og tafarlausum aðgerðum í orkumálum Liz Truss hét því í dag þegar hún tók við embætti forsætisráðherra að lækka skatta og grípa til aðgerða strax í næstu viku til að létta byrðarnar á breskum almenningi vegna hækkandi orkuverðs. Hún er fjórði forsætisráðherra Íhaldsflokksins á sex árum. 6. september 2022 19:20 Liz Truss stelur stíl Védísar tíu árum síðar Védís Sigurðardóttir, sérfræðingur hjá Landsbankanum, rak upp stór augu þegar hún sá mynd af verðandi forsætisráðherra Bretlands í nákvæmlega sama kjól og hún átti. 6. september 2022 11:20 Mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti Liz Truss er nýr formaður Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Hún lofar skattalækkunum á sama tíma og óðaverðbólga er í landinu og er sökuð um að vera frekar umhugað um fyrirtækjaskatt en heimilin. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að með valdaskiptunum sé kominn mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti. 5. september 2022 22:54 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Truss heitir skattalækkunum og tafarlausum aðgerðum í orkumálum Liz Truss hét því í dag þegar hún tók við embætti forsætisráðherra að lækka skatta og grípa til aðgerða strax í næstu viku til að létta byrðarnar á breskum almenningi vegna hækkandi orkuverðs. Hún er fjórði forsætisráðherra Íhaldsflokksins á sex árum. 6. september 2022 19:20
Liz Truss stelur stíl Védísar tíu árum síðar Védís Sigurðardóttir, sérfræðingur hjá Landsbankanum, rak upp stór augu þegar hún sá mynd af verðandi forsætisráðherra Bretlands í nákvæmlega sama kjól og hún átti. 6. september 2022 11:20
Mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti Liz Truss er nýr formaður Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Hún lofar skattalækkunum á sama tíma og óðaverðbólga er í landinu og er sökuð um að vera frekar umhugað um fyrirtækjaskatt en heimilin. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að með valdaskiptunum sé kominn mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti. 5. september 2022 22:54