Mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. september 2022 22:54 Eiríkur Bergmann var gestur í kvöldfréttum Stöðvar 2 til að ræða valdaskiptin í Downing stræti. stöð 2/skjáskot Liz Truss er nýr formaður Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Hún lofar skattalækkunum á sama tíma og óðaverðbólga er í landinu og er sökuð um að vera frekar umhugað um fyrirtækjaskatt en heimilin. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að með valdaskiptunum sé kominn mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti. Eiríkur var gestur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar var hann meðal annars spurður út í muninn á Liz Truss og forsætisráðherranum fráfarandi, Boris Johnson. „Það má kannski segja að hún sé mun venjulegri stjórnmálamaður en Boris Johnson var nokkurn tímann. Það voru sérstakar aðstæður sem báru hann inn í Downing stræti. Þannig hún er miklu líkari þeim leiðtogum sem við höfum áður séð í Íhaldsflokkinn. Við erum því komin á hefðbundnari slóðir í flokknum“ Ljóst er að Truss á ærið verkefni fyrir höndum; óðaverðbólga, Brexit-samningur og hækkandi raforkuverð eru aðkallandi vandamál sem verður að leysa. Í þakkarræðu sinni boðaði Truss skattalækkanir en Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins, sakar hana um vera frekar umhugað um skattalækkanir fyrirtækja en heimilin í landinu. „Hún tekur við á feykilega erfiðum tíma,“ segir Eiríkur varðandi árferðið. „Það eru mjög margir straumar að koma saman í efnahagslífinu sem að gera það að verkum að veturinn verður augljóslega mjög erfiður. Hún hefur lagt upp með það í kosningabaráttunni að lækka skatta og það fer svolítið illa saman með framrás verðbólgunnar.“ Útlit sé fyrir að verðbólgan í Bretlandi verði sú versta í 40 ár. „Þannig hún fær enga sérstaka hveitibrauðsdaga eins og nýir forsætisráðherrar fá oft eftir kosningar. Hún kemur ansi bratt inn á þennan völl og verður bara að hlaupa 100 kílómetra hraðar frá lendingu,“ segir Eiríkur að lokum. Bretland Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Sjá meira
Eiríkur var gestur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar var hann meðal annars spurður út í muninn á Liz Truss og forsætisráðherranum fráfarandi, Boris Johnson. „Það má kannski segja að hún sé mun venjulegri stjórnmálamaður en Boris Johnson var nokkurn tímann. Það voru sérstakar aðstæður sem báru hann inn í Downing stræti. Þannig hún er miklu líkari þeim leiðtogum sem við höfum áður séð í Íhaldsflokkinn. Við erum því komin á hefðbundnari slóðir í flokknum“ Ljóst er að Truss á ærið verkefni fyrir höndum; óðaverðbólga, Brexit-samningur og hækkandi raforkuverð eru aðkallandi vandamál sem verður að leysa. Í þakkarræðu sinni boðaði Truss skattalækkanir en Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins, sakar hana um vera frekar umhugað um skattalækkanir fyrirtækja en heimilin í landinu. „Hún tekur við á feykilega erfiðum tíma,“ segir Eiríkur varðandi árferðið. „Það eru mjög margir straumar að koma saman í efnahagslífinu sem að gera það að verkum að veturinn verður augljóslega mjög erfiður. Hún hefur lagt upp með það í kosningabaráttunni að lækka skatta og það fer svolítið illa saman með framrás verðbólgunnar.“ Útlit sé fyrir að verðbólgan í Bretlandi verði sú versta í 40 ár. „Þannig hún fær enga sérstaka hveitibrauðsdaga eins og nýir forsætisráðherrar fá oft eftir kosningar. Hún kemur ansi bratt inn á þennan völl og verður bara að hlaupa 100 kílómetra hraðar frá lendingu,“ segir Eiríkur að lokum.
Bretland Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Sjá meira