Drottningin undir sérstöku eftirliti lækna Atli Ísleifsson skrifar 8. september 2022 11:51 Elísabet drottning í Balmoral-kastala síðastliðinn þriðjudag. AP Elísabet önnur Bretlandsdrottning er nú undir sérstöku eftirliti lækna í Balmoral-kastalanum í Skotlandi. Ákvörðun þessa efnis var tekin í kjölfar þess að heilsu hennar hrakaði í morgun. Allir í nánustu fjölskyldu drottningar eru þegar komin til Balmoral eða eru nú á leiðinni þangað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bresku konungshöllinni. Þar segir að læknar hennar hafi áhyggjur af heilsu hennar hátignar og ráðlagt að hún verði áfram undir eftirliti. Drottningin er 96 ára gömul og hefur glímt við heilsuleysi síðustu mánuði, en hún greindist með Covid-19 í febrúar síðastliðinn. Breskir fjölmiðlar greina frá því að Karl Bretaprins og Camilla, eiginkona hans, séu stödd í Balmoral og að Vilhjálmur prins sé á leiðinni. Karl er fyrstur í röðinni til að erfa bresku krúnuna og Vilhjálmur annar í röðinni. Sömuleiðis eru önnur börn Elísabetar, þau Anna, Andrés og Játvarður, auk Harry prins og Meghan á leiðinni til Balmoral. A statement from Buckingham Palace:https://t.co/2x2oD289nL— The Royal Family (@RoyalFamily) September 8, 2022 Drottningin fundaði með þeim Boris Johnson og Liz Truss síðastliðinn þriðjudag, þar sem Johnson sagði formlega af sér embætti forsætisráðherra og Truss var skipuð í embættið. Þetta var í fyrsta sinn í rúmlega sjötíu ára valdatíð Elísabetar drottningar þar sem hún tók ekki á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll. Fréttir bárust svo af því í gær að Elísabet hafi hætt við að koma fram stafrænum fundi að ráðleggingum lækna. Truss og Sturgeon bregðst við Truss segir bresku þjóðina alla hafa áhyggjur af þeim fréttum sem hafi borist frá Buckingham-höll í hádeginu. Hugur hennar – og þjóðarinnar allrar – sé hjá Elísabetu og fjölskyldu hennar. The whole country will be deeply concerned by the news from Buckingham Palace this lunchtime.My thoughts - and the thoughts of people across our United Kingdom - are with Her Majesty The Queen and her family at this time.— Liz Truss (@trussliz) September 8, 2022 Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, tekur í svipaðan streng og segir að allir hafi áhyggjur vegna fréttanna af heilsu drottningarinnar. All of us are feeling profoundly concerned at reports of Her Majesty s health.My thoughts and wishes are with the Queen and all of the Royal Family at this time.— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) September 8, 2022 Elísabet hefur haldið til í sumarbústað sínum í Balmoral síðan í júlí síðastliðnum. Bretland Kóngafólk Skotland Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá bresku konungshöllinni. Þar segir að læknar hennar hafi áhyggjur af heilsu hennar hátignar og ráðlagt að hún verði áfram undir eftirliti. Drottningin er 96 ára gömul og hefur glímt við heilsuleysi síðustu mánuði, en hún greindist með Covid-19 í febrúar síðastliðinn. Breskir fjölmiðlar greina frá því að Karl Bretaprins og Camilla, eiginkona hans, séu stödd í Balmoral og að Vilhjálmur prins sé á leiðinni. Karl er fyrstur í röðinni til að erfa bresku krúnuna og Vilhjálmur annar í röðinni. Sömuleiðis eru önnur börn Elísabetar, þau Anna, Andrés og Játvarður, auk Harry prins og Meghan á leiðinni til Balmoral. A statement from Buckingham Palace:https://t.co/2x2oD289nL— The Royal Family (@RoyalFamily) September 8, 2022 Drottningin fundaði með þeim Boris Johnson og Liz Truss síðastliðinn þriðjudag, þar sem Johnson sagði formlega af sér embætti forsætisráðherra og Truss var skipuð í embættið. Þetta var í fyrsta sinn í rúmlega sjötíu ára valdatíð Elísabetar drottningar þar sem hún tók ekki á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll. Fréttir bárust svo af því í gær að Elísabet hafi hætt við að koma fram stafrænum fundi að ráðleggingum lækna. Truss og Sturgeon bregðst við Truss segir bresku þjóðina alla hafa áhyggjur af þeim fréttum sem hafi borist frá Buckingham-höll í hádeginu. Hugur hennar – og þjóðarinnar allrar – sé hjá Elísabetu og fjölskyldu hennar. The whole country will be deeply concerned by the news from Buckingham Palace this lunchtime.My thoughts - and the thoughts of people across our United Kingdom - are with Her Majesty The Queen and her family at this time.— Liz Truss (@trussliz) September 8, 2022 Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, tekur í svipaðan streng og segir að allir hafi áhyggjur vegna fréttanna af heilsu drottningarinnar. All of us are feeling profoundly concerned at reports of Her Majesty s health.My thoughts and wishes are with the Queen and all of the Royal Family at this time.— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) September 8, 2022 Elísabet hefur haldið til í sumarbústað sínum í Balmoral síðan í júlí síðastliðnum.
Bretland Kóngafólk Skotland Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sjá meira