Sky News segir að morðrannsókn sé hafin hjá lögreglunni í Bretlandi. Árásin var gerð í húsi við götuna Kingsheath Avenue í hverfinu Knotty Ash, austarlega í borginni.
Óþekktur árásarmaður á þar að hafa skotið úr byssu sinni, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu, þar sem biðlað er til fólks að koma myndefni úr öryggismyndavélum, sem kann að nýtast við rannsóknina, í hendur lögreglu.
Stúlkan var skotin í bringuna og var hún flutt á sjúkrahús þar sem hún lést af völdum sára sinna.