Nafna Liz Truss hrekkir Íhaldsmenn og þjóðarleiðtoga Bjarki Sigurðsson skrifar 7. september 2022 14:26 Liz Truss (t.v.) og næstum því nafna hennar, Liz Trussel. Tolga Akmen/Twitter Eigandi notendanafnsins @LizTruss á Twitter er ekki nýr forsætisráðherra Bretlands, heldur bresk kona að nafni Liz Trussel. Fjöldi fólks hefur merkt Trussel í færslur á Twitter og hefur hún gripið gæsina og orðið heimsfræg í leiðinni. Nýr forsætisráðherra Bretlands, Liz Truss, er með notendanafnið @TrussLiz þar sem @LizTruss var nú þegar upptekið þegar hún stofnaði aðgang sinn. Það var kona að nafni Liz Trussel sem tók notendanafnið þremur mánuðum á undan. Í gegnum árin hefur Liz Trussel lent í því að fólk merki hana í færslur, bæði neikvæðar og uppbyggjandi, um Liz Truss. Hún hefur reglulega svarað fólki og grínast en þegar Truss valin sem leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi og þar með orðin forsætisráðherra urðu kveðjurnar sem rötuðu á vitlausan notanda mun fleiri. Can t hurt after Vegas — Liz Trussell (@Liztruss) September 6, 2022 Meðal þeirra sem hafa sent hamingjuóskir á vitlausa Liz er forsætisráðherra Svíþjóðar, Magdalena Anderson. Hún óskaði Liz Trussel til hamingju með að vera orðin forsætisráðherra og ákvað hún að svara. „Hlakka til að heimsækja þig bráðum! Gerðu kjötbollurnar tilbúnar,“ skrifaði Trussel en studdu eftir að hún svaraði var upprunalegu færslunni eytt. Hér má sjá samskipti Trussel og Anderson. Stuðningsmenn Íhaldsflokksins hafa margir ætlað að óska Liz Truss til hamingju en rambað á vitlausa Liz. Trussel er þó kurteis og hefur svarað þeim öllum. Fæstir þeirra bjuggust við að fá svar frá forsætisráðherranum en fá að minnsta kosti svar frá notandanum sem þeir héldu að væri forsætisráðherrann. Thanks doll — Liz Trussell (@Liztruss) September 6, 2022 Liz Trussel hafði ekki verið virk á Twitter síðan árið 2018 þegar kveðjunum fór að rigna yfir hana. Hún svaraði flestum þeim sem mekrtu hana í færslur og voru þeir ansi margir. Hún var skiljanlega þreytt eftir daginn. Einhverjir hafa kallað eftir því að Trussel verði gerð að forsætisráðherra Bretlands í staðinn fyrir Truss. Trussel hefur tekið vel í þá hugmynd og segir að hún og drottningin yrðu pottþétt góðar vinkonur. Phew, what a day — Liz Trussell (@Liztruss) September 6, 2022 Yes!!!!!! Me & Queen Liz would deffo be besties https://t.co/AF0C0owA1t— Liz Trussell (@Liztruss) September 5, 2022 Caroline Lucas, þingmaður á breska þinginu, hefur einnig fallið í gildruna. Kosningar í Bretlandi Bretland Samfélagsmiðlar Grín og gaman Tengdar fréttir Fetar í fótspor átrúnaðargoðsins Thatcher Liz Truss hefur verið kjörin nýr formaður breska Íhaldsflokksins og verður þar með næsti forsætisráðherra landsins. Stjórnmálaferil hennar er ekki hægt að kalla glæstan en með mikilli þrautseigju er hún kominn á þann stað að hún fetar nú í fótspor átrúnaðargoðs síns, Margaret Thatcher. 5. september 2022 14:01 Liz Truss verður næsti forsætisráðherra Bretlands Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands bar sigur úr býtum í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins í Bretlandi. Niðurstöður leiðtogakjörsins voru tilkynntar nú rétt fyrir hádegi og verður Truss því næsti forsætisráðherra landsins. 5. september 2022 11:39 Mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti Liz Truss er nýr formaður Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Hún lofar skattalækkunum á sama tíma og óðaverðbólga er í landinu og er sökuð um að vera frekar umhugað um fyrirtækjaskatt en heimilin. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að með valdaskiptunum sé kominn mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti. 5. september 2022 22:54 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Sjá meira
Nýr forsætisráðherra Bretlands, Liz Truss, er með notendanafnið @TrussLiz þar sem @LizTruss var nú þegar upptekið þegar hún stofnaði aðgang sinn. Það var kona að nafni Liz Trussel sem tók notendanafnið þremur mánuðum á undan. Í gegnum árin hefur Liz Trussel lent í því að fólk merki hana í færslur, bæði neikvæðar og uppbyggjandi, um Liz Truss. Hún hefur reglulega svarað fólki og grínast en þegar Truss valin sem leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi og þar með orðin forsætisráðherra urðu kveðjurnar sem rötuðu á vitlausan notanda mun fleiri. Can t hurt after Vegas — Liz Trussell (@Liztruss) September 6, 2022 Meðal þeirra sem hafa sent hamingjuóskir á vitlausa Liz er forsætisráðherra Svíþjóðar, Magdalena Anderson. Hún óskaði Liz Trussel til hamingju með að vera orðin forsætisráðherra og ákvað hún að svara. „Hlakka til að heimsækja þig bráðum! Gerðu kjötbollurnar tilbúnar,“ skrifaði Trussel en studdu eftir að hún svaraði var upprunalegu færslunni eytt. Hér má sjá samskipti Trussel og Anderson. Stuðningsmenn Íhaldsflokksins hafa margir ætlað að óska Liz Truss til hamingju en rambað á vitlausa Liz. Trussel er þó kurteis og hefur svarað þeim öllum. Fæstir þeirra bjuggust við að fá svar frá forsætisráðherranum en fá að minnsta kosti svar frá notandanum sem þeir héldu að væri forsætisráðherrann. Thanks doll — Liz Trussell (@Liztruss) September 6, 2022 Liz Trussel hafði ekki verið virk á Twitter síðan árið 2018 þegar kveðjunum fór að rigna yfir hana. Hún svaraði flestum þeim sem mekrtu hana í færslur og voru þeir ansi margir. Hún var skiljanlega þreytt eftir daginn. Einhverjir hafa kallað eftir því að Trussel verði gerð að forsætisráðherra Bretlands í staðinn fyrir Truss. Trussel hefur tekið vel í þá hugmynd og segir að hún og drottningin yrðu pottþétt góðar vinkonur. Phew, what a day — Liz Trussell (@Liztruss) September 6, 2022 Yes!!!!!! Me & Queen Liz would deffo be besties https://t.co/AF0C0owA1t— Liz Trussell (@Liztruss) September 5, 2022 Caroline Lucas, þingmaður á breska þinginu, hefur einnig fallið í gildruna.
Kosningar í Bretlandi Bretland Samfélagsmiðlar Grín og gaman Tengdar fréttir Fetar í fótspor átrúnaðargoðsins Thatcher Liz Truss hefur verið kjörin nýr formaður breska Íhaldsflokksins og verður þar með næsti forsætisráðherra landsins. Stjórnmálaferil hennar er ekki hægt að kalla glæstan en með mikilli þrautseigju er hún kominn á þann stað að hún fetar nú í fótspor átrúnaðargoðs síns, Margaret Thatcher. 5. september 2022 14:01 Liz Truss verður næsti forsætisráðherra Bretlands Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands bar sigur úr býtum í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins í Bretlandi. Niðurstöður leiðtogakjörsins voru tilkynntar nú rétt fyrir hádegi og verður Truss því næsti forsætisráðherra landsins. 5. september 2022 11:39 Mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti Liz Truss er nýr formaður Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Hún lofar skattalækkunum á sama tíma og óðaverðbólga er í landinu og er sökuð um að vera frekar umhugað um fyrirtækjaskatt en heimilin. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að með valdaskiptunum sé kominn mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti. 5. september 2022 22:54 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Sjá meira
Fetar í fótspor átrúnaðargoðsins Thatcher Liz Truss hefur verið kjörin nýr formaður breska Íhaldsflokksins og verður þar með næsti forsætisráðherra landsins. Stjórnmálaferil hennar er ekki hægt að kalla glæstan en með mikilli þrautseigju er hún kominn á þann stað að hún fetar nú í fótspor átrúnaðargoðs síns, Margaret Thatcher. 5. september 2022 14:01
Liz Truss verður næsti forsætisráðherra Bretlands Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands bar sigur úr býtum í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins í Bretlandi. Niðurstöður leiðtogakjörsins voru tilkynntar nú rétt fyrir hádegi og verður Truss því næsti forsætisráðherra landsins. 5. september 2022 11:39
Mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti Liz Truss er nýr formaður Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Hún lofar skattalækkunum á sama tíma og óðaverðbólga er í landinu og er sökuð um að vera frekar umhugað um fyrirtækjaskatt en heimilin. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að með valdaskiptunum sé kominn mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti. 5. september 2022 22:54