Samfélagsmiðlar

Fréttamynd

Retinól-salat tekur yfir TikTok

Orðatiltækið „þú ert það sem þú borðar“ hefur lengi verið vinsælt en hefur verið sérstaklega útbreitt á TikTok undanfarna mánuði vegna ákveðins gulrótarsalats sem gengur undir nafninu retinól-salat og er talið vera gott fyrir húðina.

Matur
Fréttamynd

Lýsa enda­lokum vin­sæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“

Frasinn „six-seven“ eða „sex-sjö“ hefur upp á síðkastið verið afar vinsæll meðal yngri kynslóðarinnar. Vinsældir frasans, sem virðist ekki hafa neina sérstaka merkingu, má rekja til mikillar útbreiðslu á samfélagsmiðlum og hafa krakkar og unglingar víða um heim tekið upp frasann sem þykir mikið notaður í þeirra daglega tali. Svo mikið er gripið til frasans að kennurum í skóla nokkrum í Tinglev í Danmörku þótti nóg um og hafa þeir gert tilraun til að lýsa yfir endalokum frasans.

Lífið
Fréttamynd

Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu

Tveir unglingar hafa ákveðið, með stuðningi baráttusamtaka, að höfða mál gegn ástralska ríkinu vegna nýrra reglna sem kveða á um að samfélagmiðlar á borð við Facebook, Instagram, TikTok og YouTube, mega ekki leyfa einstaklingum undir 16 ára aldri að stofna aðganga.

Erlent
Fréttamynd

Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi

Liðnir mánuðir hafa verið viðburðarríkir hjá Helga Ómarssyni, áhrifavaldi og ljósmyndara, sem hefur á skömmum tíma lokið þremur sérhæfðum námsleiðum tengdum heilsu og vellíðan. Um síðustu helgi útskrifaðist hann sem jógakennari frá Sólheimum, þar sem hann lærði Yoga Nidra. 

Lífið
Fréttamynd

Noti heimilis­tæki, milli­færslur og Alexu til að á­reita og beita of­beldi

Í dag hefst árleg sextán daga herferð Un Women gegn kynbundnu ofbeldi. Framkvæmdastýra UN Women segir konur hvergi öruggar. Menn noti jafnvel heimilistæki eins og ryksugur til að beita ofbeldi. Hún kallar eftir betri löggjöf um stafrænt ofbeldi og samfélagslegum sáttmála um netnotkun barna. Ólafar Töru og baráttu hennar verður minnst í ljósagöngunni sem fer fram síðdegis í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Hjúkrunar­fræðingurinn sem gerðist kúabóndi

„Það eru rosalega margir kostir sem fylgja því að búa úti á landi. Einn af þeim er allt stressið sem maður losnar við. Lífið í sveitinni er hægara en mér finnst það samt vera innihaldsríkara á svo margan hátt,“ segir Hugrún Sigurðardóttir, 28 ára bóndi í Eystri- Pétursey í Mýrdalshreppi, en hún hefur slegið í gegn á Tiktok að undanförnu þar sem hún veitir fylgjendum sínum innsýn í daglegt líf í sveitinni.

Lífið
Fréttamynd

Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akur­eyri rauða

Guðmundur Birki Pálmason, kírópraktor og eigandi umboðsskrifstofunnar Atelier Agency, fór ásamt unnustu sinni, Línu Birgittu Sigurðardóttur, og áhrifavöldum Atelier í árshátíðarferð til Akureyrar um síðustu helgi.

Lífið
Fréttamynd

Játaði sig sigraða: „Mér fannst það al­gjört tabú áður“

„Ég byrjaði þetta ár á ábyggilega versta stað sem ég hef nokkurn tíma verið á í lífinu,“ skrifar Elenora Rós Georgesdóttir, bakari og metsölubókarhöfundur, í einlægri færslu á Instagram. Þrátt fyrir erfiðleikana segir hún að reynslan hafi verið falleg og markað upphafið að því sem framundan er.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er hættu­legt ef við viljum á­fram búa í frjáls­lyndu lýð­ræðis­sam­fé­lagi“

Markvisst er sótt að grunngildum frjálslyndra lýðræðisríkja í Evrópu og tilefni er til að hafa áhyggjur af þróuninni. Þetta segir prófessor við Háskóla Íslands sem leiddi umfangsmikið evrópskt rannsóknarverkefni þar sem áhrif nýs veruleika í upplýsingaumhverfinu á lýðræðissamfélagið voru rannsökuð. Bergmálshellar samfélagsmiðla, dvínandi traust á fjölmiðlum og uppgangur popúlískra alræðistilburða séu meðal þess sem grafi undan frjálslyndu lýðræði og það sé tilefni til að berjast til baka til að endurheimta það.

Innlent
Fréttamynd

„Get ekki hætt að hlusta og gráta“

Þrátt fyrir fjarlægðina lét tónlistarkonan Elín Ey ekki standa í vegi fyrir því að gleðja unnustu sína, listakonuna Írisi Tönju Flygenring, sem fagnaði 36 ára afmæli í gær. Í tilefni dagsins deildi Elín hjartnæmu myndskeiði á Instagram þar sem hún flytur lagið Tiny Dancer eftir Elton John.

Lífið
Fréttamynd

„Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forn­eskju­leg við­horf til kvenna

Hledís Maren Guðmundsdóttir segir Diljá Mist Einarsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sjálfa vera með forneskjuleg viðhorf til kvenna í kjölfar þess að Diljá gagnrýndi Hlédísi fyrir tal um frjósemisár kvenna og afneitun kveneðlis. Hlédís segir Diljá vera öfgafulla, „dáldið vók“ og hún skilyrði skoðanafrelsi kvenna við frjósemi.

Innlent
Fréttamynd

Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“

Brynjar Níelsson, héraðsdómari og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir aðventuna reyna mest á hjónabandið. Hann segist því ganga í Votta Jehóva á hverju hausti til að losna við jólaundirbúninginn og skrái sig svo aftur í Þjóðkirkjuna eftir áramót.

Lífið
Fréttamynd

Vill hætta að kaupa aug­lýsingar á samfélagsmiðlum

Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið vinnur nú að stefnu fyrir ráðuneytið um kaup á auglýsingum og áskriftum hjá íslenskum fjölmiðlum. Meðal þess sem koma mun fram í stefnu ráðuneytisins er að ekki verði keyptar auglýsingar á samfélagsmiðlum eða í leitarvélum. Stefnan er liður í vinnu ráðuneytisins við fjölmiðlastefnu stjórnvalda, þar sem verður að finna sambærileg leiðbeinandi tilmæli um auglýsingakaup annarra opinberra stofnana.

Innlent
Fréttamynd

Hafnar á­sökunum um dónamyndir og segir þver­öfugt farið

Leikarinn Jeremy Renner hefur hótað kvik­mynda­gerðar­konunni Yi Zhou með lögsókn. Ástæðan er ásakanir Zhou um að Renner hafi sent henni óumbeðnar dónamyndir og hótað því að siga landamæraeftirlitinu á hana. Renner segir þveröfugt farið, hún hafi herjað á hann og sent honum urmul óviðeigandi skilaboða.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fær ekkert greitt því að hann er Ís­lendingur

Greipur Hjaltason hefur gert garðinn frægan í uppistandi og ekki síst með gríðarlega vinsælum grínmyndböndum á samfélagsmiðlum. Myndböndin raka inn milljónum áhorfa en vegna reglna miðla eins og TikTok fá Íslendingar ekki greitt krónu.

Innlent
Fréttamynd

Valdi fal­legasta karl­manninn

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ljóstraði upp um það hver henni þætti fallegasti karlmaður heims. Valið stóð á milli nokkurra Hollywood-leikara og hávaxins varnarmanns.

Lífið
Fréttamynd

Græða á tá og fingri á svikum og prettum

Sérfræðingar Meta, sem rekur meðal annars samfélagsmiðlana Facebook og Instagram, áætla að um tíu prósent allra tekna félagsins í fyrra, 2024, séu til komnar vegna auglýsinga sem ganga út á að svindla á fólki eða selja ólöglegan varning. Notendur samfélagsmiðla Meta sjá um fimmtán milljarða slíkra auglýsinga á degi hverjum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum

Þegar hin bandaríska Nicole Zodhi fór í tíu daga ferðalag til Íslands árið 2010 átti hún allra síst von á að verða ástfangin af landinu, fólkinu og, óvænt, af íslenska leiðsögumanninum sínum, Einari Þór Jóhannssyni. Hún sneri lífi sínu á hvolf, sagði skilið við lífið sem viðskiptafræðingur í Washington-borg og elti ástina alla leið til Íslands. Í dag, fjórum árum síðar, er hún orðin hestabóndi á Suðurlandi og hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Hélt að allir væru ætt­leiddir

Bandaríska fimleikakonan Simone Biles er óhrædd við að hleypa fylgjendum sínum inn í líf sitt. Í nýlegu TikTok-myndbandi deildi hún nokkrum persónulegum upplýsingum um sjálfa sig sem líklega fæstir vita.

Lífið
Fréttamynd

Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér

Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, hefur vakið athygli fyrir nokkuð óhefðbundna leið sem hann hefur ákveðið að fara til að mæta andstæðingum sínum. Þannig hefur Løkke stofnað sérstakan Facebook hóp sem hugsaður er sem vettvangur fyrir hatur gegn sjálfum sér. „Öll okkar sem hata Løkke“ er nafn hópsins sem er stjórnað af opinberum Facebook aðgangi ráðherrans.

Erlent