Heilsa

Heilsa

Allt um heilsu, hreyfingu og hollan mat

Fréttamynd

Bein út­sending: Hamingja og sjálf­bær vel­sæld

„Hamingja unga fólksins - hvernig undirbúum við þau sem best fyrir lífið?“ er yfirskrift málþings sem haldið er í tilefni af alþjóða hamingjudeginum í dag. Málþingið stendur milli klukkan 13 og 16 í dag og fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Af hverju ekki ketó?

Síðustu ár hefur ketó mataræðið og lágkolvetna mataræði náð ákveðnum vinsældum hér á landi. Ketó mataræðið einkennist af mjög lágri inntöku kolvetna og þar af leiðandi mikilli neyslu á fitu auk próteina.

Skoðun
Fréttamynd

Hamingja unga fólksins

Alþjóðlegi hamingjudagurinn er í dag, 20. mars, en það voru Sameinuðu þjóðirnar sem útnefndu þennan dag og hvetja þar með öll aðildaríki sín og stofnanir til að halda alþjóðlega hamingjudaginn hátíðlegan á viðeigandi hátt. Aðalmarkmiðið er að hvetja stjórnvöld til að leggja meiri áherslu á að auka hamingju þegna sinna og hafa velsæld að leiðarljósi.

Skoðun
Fréttamynd

Ræktum já­kvæðar til­finningar

Alþjóðlegi hamingjudagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur 20. mars árið 2013. Dagurinn er m.a. notaður til að draga fram þá þætti sem stuðla að aukinni hamingju. Jákvæðar tilfinningar spila lykilhlutverk í að stuðla að vellíðan og hamingju.

Skoðun
Fréttamynd

Spennu­þrungin sigling Mottumarssokkana til Ís­lands dæmi um hvað margt getur komið upp

„Mottumarssokkarnir voru framleiddir í þetta skiptið í Asíu og í byrjun desember var þeim lestað þar í skip til að koma til okkar sjóleiðina. Nema að þá lendum við í því Hútarnir í Jemen loka Súesskurðinum í framhaldi af sínum deilum við Bandaríkjamenn með þeim afleiðingum að fjölmörg flutningaskip þurftu að sigla suður með Afríku sem þýddi að sokkarnir voru mun lengur á leiðinni hingað heim,“ segir Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðs- og fjáröflunarmála hjá Krabbameinsfélaginu.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Syndsam­lega góð bananasnickersstykki

Helga Gabríela heilsukokkur og þriggja barna móðir deildi hollri uppskrift af frosnum bananasnickersstykkjum á samfélagsmiðli sínum sem gott er að grípa í úr frystinum þegar mann langar í eitthvað smá sætt.

Lífið
Fréttamynd

Mikil­vægt og valdeflandi að fylgjast með tíða­hringnum

Doktor í svefnrannsóknum segir svefnleysi fjörutíu prósent algengara hjá konum en körlum. Það sé mikilvægt og valdeflandi að fylgjast með tíðahringnum og þeim hormónasveiflum sem konur fari í gegnum í hverjum  mánuði. Hún ætlar sér langt með nýútkomið smáforrit sem einblínir á svenheilsu kvenna.  

Heilsa
Fréttamynd

Segir annað fólk verst fyrir tauga­kerfið

Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir samskipti okkar við annað fólk hafa áhrif á taugakerfið, á jákvæðan og neikvæðan hátt. Ragga deilir reglulega hreinskilnum pistlum á samfélagsmiðlum um heilsu og lífstíl.

Lífið
Fréttamynd

Grunur um byrlun?

Fyrirtækið Varlega sérhæfir sig í innflutningi og sölu á vímuefnaprófum til einkanota. Þeim er ekki ætlað til að prófa fyrir um hvort einstaklingur hafi notað vímuefni heldur skima fyrir virkum efnum eða íblöndunarefnum auk þess sem boðið er upp á próf í nokkrum tilfellum sem mæla styrkleika efna.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Grænn og vænn mánudagsdrykkur

Næringarríkur og hollur safi er frábær leið til að byrja daginn. Heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir deildi nýverið uppskrift með fylgjendum sínum á Instagram af grænum og frískandi mánudagsdrykk sem ætti að gefa góða orku inn í vikuna.

Lífið
Fréttamynd

Góður svefn fyrir bætta heilsu – ráð fyrir þig og þína

Nú er gengin í garð árleg vika sem er tileinkuð vitundarvakningu um mikilvægi svefns en þann 15. mars næstkomandi er alþjóðlegur dagur svefns sem haldinn hefur verið hátíðlegur síðan 2008. Hið íslenska svefnrannsóknarfélag hefur síðastliðin ár tekið þátt í þessum viðburði með því að vekja athygli almennings á mikilvægi svefns.

Skoðun
Fréttamynd

Girni­legar og lit­ríkar salatskálar að hætti Jönu

Kristjana Steingrímsdóttir heilsukokkur deildi myndum af girnilegum og litríkum salötum með fylgjendum sínum á Instagram. Hún segir góðan undirbúning lykilatriðið þegar kemur að því að töfra fram nærandi og bragóðar skálar á aðeins nokkrum mínútum.

Lífið
Fréttamynd

Söngva­keppnin sýni að of margir séu fastir í drullu­polli

Félagsráðgjafi segir ljóta umræðu á samfélagsmiðlum eftir úrslit Söngvakeppninnar síðustu helgi sýna að of mörgum líði illa hér á landi. Hann segir hugarfarsbreytingu þurfa að eiga sér stað og hefur áhyggjur af því að félagsleg einangrun hafi aukist með tilkomu snjalltækja og samfélagsmiðla.

Lífið
Fréttamynd

Ómótstæðilegir espresso orkubitar

Kristjana Steingrímsdóttir heilsukokkur deildi nýverið einfaldri uppskrift að ómótstæðilegum orkubitum með fylgjendum sínum á Instagram. Bitarnir eru dísætir og hollir sem gott er að grípa í til að svala sykurþörfinni með góðri samvisku. 

Lífið
Fréttamynd

Fagnar stóru og sterku lærunum

Katrín Edda Þorsteinsdóttir áhrifavaldur og verkfræðingur segist í sjokki yfir því að skoða myndir af sér frá því fyrir seinustu fitnesskeppnina hennar. Þar hafi lífið snúist um að verða „eins og blað.“ Markmiðið hafi verið að minnka lærin en í dag er Katrín hamingjusöm í Crossfit þar sem enginn spáir í stærð læranna, heldur styrk þeirra.

Lífið
Fréttamynd

Hvatning frá Reykja­lundi: Nálgumst of­fitu með fag­legum hætti

Í dag, 4. mars, er alþjóðadagur offitu. Algengi offitu hefur aukist mjög í hinum vestræna heimi síðustu áratugi, meðal annars hér á Íslandi. Er nú talið að tæp 30% fullorðinna og 7% barna hér á landi séu með offitu en til samanburðar voru það um 12% fyrir aðeins tuttugu árum síðan.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lenskur karlagönguhópur á Tenerife

Það er vinsælt hjá mörgum að tilheyra gönguhópi eða hlaupahópi en það er ekki bara á Íslandi því á Tenerife er hópur íslenskra karlmanna, sem eru með sinn eigin gönguhóp.

Lífið
Fréttamynd

Of­fita: Við­horf, for­dómar og með­ferðar­úr­ræði

Sjúkdómurinn offita er langvinnur efnaskiptasjúkdómur og ástæður sjúkdómsins geta verið margvíslegar og flóknar. Erfðir, ýmsir umhverfisþættir, lífsvenjur s.s. streita, svefn, kyrrseta og óheppilegar fæðuvenjur sem og alvarleg áföll spila þar stóran þátt.

Skoðun
Fréttamynd

Stór­kost­leg á­hrif á fín­gert hár

Hefurðu túberað á þér hárið til að það sýnist þykkara? Mokað í það efnum og blásið á háum hita til að það haldi fyllingu út daginn? Nýja vörulínan frá John Frieda PROfiller+ er sérstaklega þróuð til að gefa þunnu, fíngerðu og brothættu hári meiri fyllingu og næra það og styrkja í leiðinni.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Víðir kominn aftur úr veikinda­leyfi

Víðir Reynisson, sviðstjóri hjá almannavörnum, er kominn aftur úr veikindaleyfi. Víðir fór í veikindaleyfi þann 10. febrúar. Hann var viðstaddur íbúafund í Laugardalshöll í gær um málefni Grindvíkinga.

Innlent
Fréttamynd

Er blóð­sykurinn þinn versti ó­vinur?

Undanfarið hefur ekki farið lítið fyrir blóðsykursumræðunni. Í stuttu máli sagt hækkar blóðsykur við neyslu kolvetna, insúlín er seytt frá brisi og virkar sem lykill inn í frumurnar, þar sem glúkósi er tekinn inn og umbreyttur í orku. Allt eðlileg viðbrögð líkamans.

Skoðun