Best að sleppa áfenginu alveg Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. mars 2025 20:33 Jóhanna Eyrún Torfadóttir verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu er meðal þeirra sem hefur uppfært ráðleggingar Landlæknis um mataræði. Þar er í fyrsta skipti ráðlegging varðandi áfengi þar sem kemur fram að allra best sé að sleppa því. Vísir/ívar Landlæknir ráðleggur fólki að nota eins lítið áfengi og hægt er. Best sé að sleppa því alveg. Landsmenn eru hvattir til að borða meiri fisk en áður en minna kjöt. Börn og ungmenni ættu að sneiða hjá orkudrykkjum. Þá ætti að takmarka neyslu á sætindum og unnum matvælum. Samkvæmt uppfærðum ráðleggingum Landlæknis um mataræði á að neyta allt að átta ávaxta og grænmetis á dag. Borða fisk um þrisvar í viku en minna af rauðu kjöti. Fólki er ráðlagt að neyta mjólkurvara og taka D- vítamín á hverjum degi. Drekka mikið vatn og takmarka neyslu á sætindum og snakki. Í fyrsta skipti er fólki ráðlagt að drekka lítið eða ekkert áfengi. Loks eru orkudrykkir með koffíni og sætindum ekki fyrir börn og ungmenni samkvæmt þessum leiðbeiningum. Landlæknir hefur uppfært ráðleggingar sínar um mataræði frá árinu 2014.Vísir Best að sleppa áfenginu alveg Jóhanna Eyrún Torfadóttir verkefnisstjóri hjá Landlækni segir að markmiðið með ráðleggingunum sé að styðja við og bæta heilsu landsmanna og minnka líkur á ýmsum langvinnum sjúkdómum síðar á ævinni. „Opinberar ráðleggingar um mataræði hafa komið út alls fjórum sinnum síðan árið 1986. Nú er í fyrsta skipti fjallað um áfengi, orkudrykki, kaffi og te. Ráðlagt er að drekka eins lítið áfengi og mögulegt er eða sleppa því alveg. Neysla á því getur aukið líkur á krabbameini í meltingarvegi og brjóstum. Það getur leitt til lifrarsjúkdóma og er tengt aukinni dánartíðni og minni lífsgæðum,“ segir Jóhanna. Landlæknir ráðleggur fólki einnig að takmarka neyslu á unnum kjötvörum, sælgæti, snakki, kökum, kexi og sætum drykkjum. Fólki er ráðlagt að drekka helst kranavatn. Þá er fullorðnum ráðlagt að drekka ekki meira en fjóra kaffibolla á dag. „Mikil neysla á sykruðum drykkjum getur t.d. aukið hættu á hjarta og æðasjúkdómum, sykursýki af tegund 2 og tannskemmdum,“ segir hún. Ráðleggingar Landæknis hafa breyst umtalsvert frá árinu 2014.Vísir Jóhanna mælir með að fólk leiti eftir svokallaðri skrárgatsmerkingu á vörum þegar það gerir innkaup. „Vörur sem bera Skráargatið verða að uppfylla ákveðin skilyrði varðandi samsetningu næringarefna og því getur verið gott að leita eftir þeirri merkingu. Skráargatið setur t.d. sérstök lágmarksskilyrði fyrir trefjum og heilkorni og hámarksskilyrði fyrir sykri, salti og fitu,“ segir hún. Fréttastofa fór með Jóhönnu í matvörubúð í dag og fékk ráðleggingar í matarinnkaupum. Hægt er að nálgast þær í fréttinni hér að neðan. Matur Verslun Heilsa Heilbrigðismál Áfengi Embætti landlæknis Tengdar fréttir Nýjar ráðleggingar um mataræði Embætti landlæknis hefur endurnýjað ráðleggingar sínar um mataræði og eru þær gefnar út í dag. Síðustu ráðleggingar um mataræði voru frá árinu 2014. Endurskoðunin byggir á nýlegum Norrænum næringarráðleggingum (NNR) frá 2023 sem Norræna ráðherranefndin gaf út. 13. mars 2025 13:03 Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Íslendingar ættu að takmarka neyslu sína á rauðu kjöti við 350 grömm á viku og neyslu mjólkur og mjólkurvara við 350 til 500 ml á dag. Þá ættu þeir að borða fimm til átta skammta af grænmeti og ávöxtum á dag og þrjá skammta af heilkornum. 12. mars 2025 11:44 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Samkvæmt uppfærðum ráðleggingum Landlæknis um mataræði á að neyta allt að átta ávaxta og grænmetis á dag. Borða fisk um þrisvar í viku en minna af rauðu kjöti. Fólki er ráðlagt að neyta mjólkurvara og taka D- vítamín á hverjum degi. Drekka mikið vatn og takmarka neyslu á sætindum og snakki. Í fyrsta skipti er fólki ráðlagt að drekka lítið eða ekkert áfengi. Loks eru orkudrykkir með koffíni og sætindum ekki fyrir börn og ungmenni samkvæmt þessum leiðbeiningum. Landlæknir hefur uppfært ráðleggingar sínar um mataræði frá árinu 2014.Vísir Best að sleppa áfenginu alveg Jóhanna Eyrún Torfadóttir verkefnisstjóri hjá Landlækni segir að markmiðið með ráðleggingunum sé að styðja við og bæta heilsu landsmanna og minnka líkur á ýmsum langvinnum sjúkdómum síðar á ævinni. „Opinberar ráðleggingar um mataræði hafa komið út alls fjórum sinnum síðan árið 1986. Nú er í fyrsta skipti fjallað um áfengi, orkudrykki, kaffi og te. Ráðlagt er að drekka eins lítið áfengi og mögulegt er eða sleppa því alveg. Neysla á því getur aukið líkur á krabbameini í meltingarvegi og brjóstum. Það getur leitt til lifrarsjúkdóma og er tengt aukinni dánartíðni og minni lífsgæðum,“ segir Jóhanna. Landlæknir ráðleggur fólki einnig að takmarka neyslu á unnum kjötvörum, sælgæti, snakki, kökum, kexi og sætum drykkjum. Fólki er ráðlagt að drekka helst kranavatn. Þá er fullorðnum ráðlagt að drekka ekki meira en fjóra kaffibolla á dag. „Mikil neysla á sykruðum drykkjum getur t.d. aukið hættu á hjarta og æðasjúkdómum, sykursýki af tegund 2 og tannskemmdum,“ segir hún. Ráðleggingar Landæknis hafa breyst umtalsvert frá árinu 2014.Vísir Jóhanna mælir með að fólk leiti eftir svokallaðri skrárgatsmerkingu á vörum þegar það gerir innkaup. „Vörur sem bera Skráargatið verða að uppfylla ákveðin skilyrði varðandi samsetningu næringarefna og því getur verið gott að leita eftir þeirri merkingu. Skráargatið setur t.d. sérstök lágmarksskilyrði fyrir trefjum og heilkorni og hámarksskilyrði fyrir sykri, salti og fitu,“ segir hún. Fréttastofa fór með Jóhönnu í matvörubúð í dag og fékk ráðleggingar í matarinnkaupum. Hægt er að nálgast þær í fréttinni hér að neðan.
Matur Verslun Heilsa Heilbrigðismál Áfengi Embætti landlæknis Tengdar fréttir Nýjar ráðleggingar um mataræði Embætti landlæknis hefur endurnýjað ráðleggingar sínar um mataræði og eru þær gefnar út í dag. Síðustu ráðleggingar um mataræði voru frá árinu 2014. Endurskoðunin byggir á nýlegum Norrænum næringarráðleggingum (NNR) frá 2023 sem Norræna ráðherranefndin gaf út. 13. mars 2025 13:03 Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Íslendingar ættu að takmarka neyslu sína á rauðu kjöti við 350 grömm á viku og neyslu mjólkur og mjólkurvara við 350 til 500 ml á dag. Þá ættu þeir að borða fimm til átta skammta af grænmeti og ávöxtum á dag og þrjá skammta af heilkornum. 12. mars 2025 11:44 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Nýjar ráðleggingar um mataræði Embætti landlæknis hefur endurnýjað ráðleggingar sínar um mataræði og eru þær gefnar út í dag. Síðustu ráðleggingar um mataræði voru frá árinu 2014. Endurskoðunin byggir á nýlegum Norrænum næringarráðleggingum (NNR) frá 2023 sem Norræna ráðherranefndin gaf út. 13. mars 2025 13:03
Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Íslendingar ættu að takmarka neyslu sína á rauðu kjöti við 350 grömm á viku og neyslu mjólkur og mjólkurvara við 350 til 500 ml á dag. Þá ættu þeir að borða fimm til átta skammta af grænmeti og ávöxtum á dag og þrjá skammta af heilkornum. 12. mars 2025 11:44