Verslun

Fréttamynd

Takist vel til að sam­þætta rekstur Dranga gæti virðið hækkað í nærri 40 milljarða

Ef vel tekst til við samþættingu rekstrarfélaga sem heyra undir Dranga, móðurfélag Orkunnar, Samkaupa og Lyfjavals, þá er „ekki óvarlegt“ að ætla að virði hins nýja stóra leikanda á smásölumarkaði geti verið nálægt 40 milljörðum króna, samkvæmt nýrri greiningu. Drangar vinna nú að undirbúningi hlutafjárútboðs þar sem félagið er verðmetið á ríflega 24 milljarða, um fjórðungi hærra en virði þess var í viðskiptum fyrr á árinu þegar samstæðan var mynduð.

Innherji
Fréttamynd

Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur

Epal hefur verið til í 50 ár og eigandinn vill ekki endilega vera stærstur, bara bestur. Sindri hitti Eyjólf sem er stoltur af þriðja barninu sínu sem hann vill helst aldrei selja en söguna má heyra og sjá í spilaranum hér að ofan.

Lífið
Fréttamynd

Situr uppi með sófann með „slaka stíf­leikann“

Viðskiptavinur sem kvartaði yfir slökum stífleika í sætispúðum eftir kaup á sófa situr uppi með sófann eftir að kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hafnaði kröfu hans um endurgreiðslu. Hann sendi kvörtunarpósta á verslunina tvo nýársdaga í röð.

Neytendur
Fréttamynd

Rúm­fata­lagerinn, ekki fyrir alla!

Ég er ásamt fjölskyldu minni búinn að þurfa að standa í því síðustu dægrin,af illri nauðsyn, að endurnýja svo til allt á heimilinu. Hvort sem litið er til sturtu eða eldhúsinnréttingu. Það hefur verið þannig í gegnum þetta ferli að ég hef rekið mig á allskonar hindranir.

Skoðun
Fréttamynd

Fögnuðu sögu­legum 850 þúsund króna há­talara Ella Egils

Það var margt um manninn á Vinnustofu Kjarval í gærkvöldi þar sem fram fór glæsilegt frumsýningarboð og hulunni var svipt af samstarfi Bang&Olufsen og listamannsins Ella Egilsson Fox. Kynnt var sérútgáfa af Beosound A9 hátalaranum með verki eftir listamanninn en aðeins voru framleidd 50 númeruð og árituð eintök (1/50–50/50).

Lífið
Fréttamynd

Við­skipta­vinurinn alltaf í fókus

BAUHAUS opnaði með hvelli árið 2012. Viðtökurnar voru gríðarlegar og aðsóknin miklu meiri en búist var við. Neytendur voru þyrstir í meira úrval af vörum og betri verð, og nú hefur BAUHAUS fest sig rækilega í sessi sem ein af stærstu og fjölbreyttustu verslunum landsins.

Samstarf
Fréttamynd

Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi

Greiningardeild Íslandsbanka telur líklegt að vaxtalækkunarferli Seðlabanka Íslands ljúki líklega með stýrivöxtum á bilinu 5,5 til 6,0 prósent árið 2027. Íslensk heimili séu neysluglöð í ferðalögum og bílkaupum án þess þó að skuldsetja sig. Kaupmáttur sé mikill og íbúðamarkaður í jafnvægi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“

Wolt harmar atvik þar sem sendill á sínum vegum virðist hafa fengið sér bita af mat viðskiptavinar. Slík hegðun gæti leitt til þess að sendill missi vinnuna. Umræddur sendill hafi reyndar ekki verið látinn fara enda hafi fyrirtækinu aldrei borist formleg kvörtun vegna málsins.

Neytendur
Fréttamynd

ÁTVR græði á mis­notkun kerfisins sem bitni á úr­vali

Vínsali sem hefur reynt að koma sjö víntegundum í fastasölu hjá Vínbúðinni án árangurs segir reynslukerfi ÁTVR misnotað af fjársterkari heildsölum sem kaupi sjálfir birgðir af eigin víni þegar reynslutíma er við það að ljúka. Hann segist binda vonir við að nýr forstjóri bregðist við en ljóst sé að ÁTVR græði milljónir á þessu framferði og neytendur verði af fjölbreyttara úrvali.

Innlent
Fréttamynd

Mat­vöru­verslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með

Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að uppfæra ekki fríverslunarsamning við Ísrael hefur lítil sem engin áhrif á stærstu matvöruverslanir landsins. Forsvarsmenn lyfjafyrirtækisins Teva á Íslandi fylgjast hins vegar grannt með málinu. Talskona sniðgönguhreyfingarinnar BDS á Íslandi segir ekki nógu langt gengið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Er þetta allt sem Ís­land getur gert?“

Yfirlýsing utanríkisráðherra um að fríverslunarsamningur við Ísrael verði ekki uppfærður er sýndaraðgerð, að mati talskonu sniðgönguhreyfingarinnar BDS á Íslandi. Hún segir ekki nógu langt gengið, íslensk stjórnvöld gætu haft raunveruleg áhrif til að stöðva árásir Ísraela á Gasa, lágmark væri að rifta samningnum.

Innlent
Fréttamynd

Sól­ey og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni

Það ríkti sannkölluð síðsumarstemning í verslun Kormáks & Skjaldar á Laugaveginum á dögunum þegar ný herralína frá Sóley Organics var kynnt til leiks. Fjölmargir lögðu leið sína í miðborgina og skáluðu fyrir samstarfinu í blíðskaparveðri.

Lífið
Fréttamynd

Ný verslun nærri þúsund fer­metrum stærri en sú gamla

Krónan opnar nýja matvöruverslun í dag, laugardag, í nýju verslunarhúsnæði við Fitjabraut 5 í Reykjanesbæ. Hin nýja verslun tekur við af minni verslun Krónunnar Fitjum sem lokaði fyrr í vikunni eftir að hafa þjónustað íbúa Suðurnesja í tíu ár. Í tilkynningu frá Krónunni kemur fram að rýmið er rúmir 2.400 fermetrar að stærð og er á meðal stærstu verslunum Krónunnar, auk þess sem hún er ein stærsta matvöruverslun á Suðurnesjum.

Neytendur