Reykjavík ekki ljót borg Bjarki Sigurðsson skrifar 25. febrúar 2025 21:02 Dóra Björt Guðjónsdóttir er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Arnar Formaður skipulagsráðs segir Reykjavík ekki vera ljóta borg. Hins vegar megi oft gera betur. Magn og hraði megi ekki ráða ferðinni heldur verði einnig að uppfylla gæðakröfur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðu arkitekt og umhverfissálfræðingur Reykjavík vera að breytast í ljóta borg. Þeir kölluðu eftir breyttu viðhorfi til skipulags og hönnunar byggðar. Fjárhagslegur og efnahagslegar forsendur útiloki alla fegurð. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir borgina ekki vera ljóta. „Mér finnst Reykjavík vera mjög flott borg og er að verða alvöru borg. Er að breytast úr bæ í alvöru borg. Þannig það eru mjög margir hlutir sem hafa gengið vel hjá okkur. En ég get alveg tekið undir það að það er gott að líta í það hvernig við gerum hlutina og við erum alltaf að reyna að vanda okkur,“ segir Dóra. Hún tengir við það að fegurðin fái ekki oft mikið pláss þegar verið er að reisa ný hús. „Hingað til hefur flest umræða um uppbyggingu fjallað um magn og hraða. Það hefur næstum því verið bannað að tala um gæði eða annað dúllerí. En núna finnst mér andinn vera að breytast og mér finnst það mjög mikilvægt,“ segir Dóra. „Það hefur verið ákveðin stefna ríkjandi meðal þeirra hægri flokka sem hafa komið að stjórnun borgarinnar að vera ekki um of að takmarka markaðinn og uppbyggingaraðila. Það hefur verið ákveðin ofurtrú á þeirra getu til að leysa málin og leysa þau eins og best verður á kosið. En mín skoðun hefur verið sú að við verðum að skapa skýrari ramma.“ Ábyrgðin liggi þó einnig hjá uppbyggingaraðilum. „Það er ekki sama hvernig við þéttum byggðina og hvernig við erum að byggja upp. Við verðum að gera það vel, við verðum að huga að samspili bygginga við umhverfi sitt. Við verðum að huga að birtu, það er lykilatriði. Þess vegna er nýr ljósvistarkafli í byggingarreglugerð sem verið er að undirbúa mjög mikilvægur. Það er eitthvað sem ég hef haft mikinn áhuga á, að komi til sögunnar. Það er eitthvað sem Samtök iðnaðarins hafa ekki haft mikinn áhuga á. Þannig ég fagna þessu ákalli íbúa,“ segir Dóra. Reykjavík Skipulag Byggingariðnaður Píratar Umhverfismál Borgarstjórn Arkitektúr Heilsa Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðu arkitekt og umhverfissálfræðingur Reykjavík vera að breytast í ljóta borg. Þeir kölluðu eftir breyttu viðhorfi til skipulags og hönnunar byggðar. Fjárhagslegur og efnahagslegar forsendur útiloki alla fegurð. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir borgina ekki vera ljóta. „Mér finnst Reykjavík vera mjög flott borg og er að verða alvöru borg. Er að breytast úr bæ í alvöru borg. Þannig það eru mjög margir hlutir sem hafa gengið vel hjá okkur. En ég get alveg tekið undir það að það er gott að líta í það hvernig við gerum hlutina og við erum alltaf að reyna að vanda okkur,“ segir Dóra. Hún tengir við það að fegurðin fái ekki oft mikið pláss þegar verið er að reisa ný hús. „Hingað til hefur flest umræða um uppbyggingu fjallað um magn og hraða. Það hefur næstum því verið bannað að tala um gæði eða annað dúllerí. En núna finnst mér andinn vera að breytast og mér finnst það mjög mikilvægt,“ segir Dóra. „Það hefur verið ákveðin stefna ríkjandi meðal þeirra hægri flokka sem hafa komið að stjórnun borgarinnar að vera ekki um of að takmarka markaðinn og uppbyggingaraðila. Það hefur verið ákveðin ofurtrú á þeirra getu til að leysa málin og leysa þau eins og best verður á kosið. En mín skoðun hefur verið sú að við verðum að skapa skýrari ramma.“ Ábyrgðin liggi þó einnig hjá uppbyggingaraðilum. „Það er ekki sama hvernig við þéttum byggðina og hvernig við erum að byggja upp. Við verðum að gera það vel, við verðum að huga að samspili bygginga við umhverfi sitt. Við verðum að huga að birtu, það er lykilatriði. Þess vegna er nýr ljósvistarkafli í byggingarreglugerð sem verið er að undirbúa mjög mikilvægur. Það er eitthvað sem ég hef haft mikinn áhuga á, að komi til sögunnar. Það er eitthvað sem Samtök iðnaðarins hafa ekki haft mikinn áhuga á. Þannig ég fagna þessu ákalli íbúa,“ segir Dóra.
Reykjavík Skipulag Byggingariðnaður Píratar Umhverfismál Borgarstjórn Arkitektúr Heilsa Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira