Skipulag

Fréttamynd

Endur­byggja gömul hús úr mið­bæ Reykja­víkur á Sel­fossi

Stjórn félags eldri borgara á Selfossi tók í dag fyrstu skóflustunguna að fimm þúsund fermetra uppbyggingu við miðbæinn á Selfossi. Um er að ræða sex ný hús við Miðstræti, nýja götu sunnan við núverandi miðbæ, sem þverar Brúarstræti og liggur frá austri til vesturs. Fyrirmynd húsanna sem byggð verða eru hús sem áður voru í miðborg Reykjavíkur. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Menningarstríð í borginni

Ég hef áður fjallað um menningarstríðið sem mér þykir ríkja um málefni borgarinnar. Fólk er dregið í dilka eftir þeim lífstíl sem það velur að lifa, þeim samgöngukostum sem það velur að nýta og þeim hverfum sem það velur til búsetu. 

Skoðun
Fréttamynd

Svona gæti Sunda­braut litið út: Brú eða göng meðal val­kosta

Drög að aðalskipulagsbreytingu og umhverfismati vegna Sundabrautar voru kynnt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í gær. Drögin sýna mögulegar útfærslur Sundabrautar þar sem ýmist er gert ráð fyrir brú eða göngum um Kleppsvík, en hvor útfærsla fyrir sig hefur áhrif á mögulega legu brautarinnar og útfærslu gatnamótatenginga.

Innlent
Fréttamynd

Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Land­spítalans í Foss­vogi

Samþykkt var á fundi umhverfis- og skipulagsráðs að kynna lýsingu nýs deiliskipulags í Fossvogi svo hægt verði að hefja byggingu á nýju geðsviði Landspítalans á auðri lóð við hlið gamla Borgarspítalans. Áætlað er að byggingin verði 24 þúsund fermetrar og uppbyggingin kosti um 22,2 milljarða. 

Innlent
Fréttamynd

Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“

Framsóknarflokkurinn lagði fram tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur í gær um að reglur er varða fjölda bílastæða við nýbyggingar verði endurskoðaðar. Borgarfulltrúi sakar flokka sem hafa stýrt undanfarin ár um of stífar reglur hvað varði fjölda bílastæða.

Innlent
Fréttamynd

Höfuð­borgin eftir fimm­tíu ár, hvað erum við að tala um?

Um helgina voru Emmy verðlaunin afhent og athygli vakti þegar framleiðandinn Lorne Michaels, tók við verðlaunum fyrir þáttaröð sína Saturday Night Life, en hafði áður fengið verðlaun fyrir þessa sömu þáttaröð árið 1975, eða fyrir fimmtíu árum síðan.

Skoðun
Fréttamynd

Að þétta byggð

Þétting byggðar er mjög lýsandi orðasamband, við skiljum það öll, en það er víðtækt og tekur yfir amk. tvær ef ekki þrjár aðgerðir sem við nánari skoðun krefjast ólíkrar aðferðafræði, og ættu með raun réttu að hafa sitt hvort nafnið.

Skoðun
Fréttamynd

Er það ekki sjálf­sögð krafa að fá bíla­stæði?

Það er margt sem við getum verið stolt af í Reykjavík. Við höfum einstaka náttúru allt í kringum okkur, hreint loft, nálægð við hafið og sterkt samfélag. En við megum ekki gleyma því að borgin okkar er mjög dreifð og því eru góðar samgöngur grundvöllur góðs lífs borgarbúa.

Skoðun
Fréttamynd

Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað

Kópavogsbær hefur heimilað Sorpu að reka endurvinnslustöð sína að Dalvegi til 1. febrúar næstkomandi. Upphaflega stóð að loka stöðinni í september í fyrra

Innlent
Fréttamynd

Systurfélag ÞG verk­taka kaupir Arnarland

Eigendur Arnarlands ehf., Landey ehf. og Fasteignafélagsins Akurey ehf., hafa ákveðið að ganga til samningaviðræðna við fasteignaþróunarfélagið Arcus ehf. um kaup félagsins á öllu hlutafé Arnarlands, sem á níu hektara land á Arnarneshálsi í Garðabæ. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði á svæðinu. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilja styttu af Gunnari í Gunnars­brekku

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa lagt til að styttu af Gunnari Gunnarssyni rithöfundi verði komið fyrir í brekkunni fyrir neðan svokallað Gunnarshús sem stendur við Dyngjuveg í Reykjavík og hýsir nú skrifstofur Rithöfundasambandsins. Áætlað er að byggja á lóðinni tvíbýlishús, en íbúar hafa margir mótmælt hugmyndunum, meðal annars með vísun í að um sé að ræða vinsæla sleðabrekku á veturna.

Innlent
Fréttamynd

Í­búar mót­mæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnars­brekku

Íbúar við Laugarásveg og í kring mótmæla byggingu nýs tvíbýlishúss á lóð við svokallað Gunnarshús. Þar er vinsæl sleðabrekka og samkomustaður fyrir börn og fullorðna í hverfinu. Rithöfundasamband Íslands, sem rekið er í Gunnarshúsi, tekur undir mótmælin. Framkvæmdastjóri segist frekar vilja börn en byggingu á lóðinni.

Innlent
Fréttamynd

Yfir­gefið hreysi víkur fyrir hundrað í­búðum

Ryð, sót og veggjakrot, brotnar rúður og flögnuð málning. Þetta er meðal þess sem blasir við nú á lóðinni við Borgartún 34-36 sem snýr að Kringlumýrarbraut. Eldur kom upp í húsinu í sumar en það er í mikilli niðurníðslu og hefur ekki verið í notkun um hríð. Húsin á lóðinni sem byggð voru á árunum 1958 til 1978 fá senn að fjúka en á lóðinni eiga að rísa hundrað nýjar íbúðir.

Innlent
Fréttamynd

Mjóddin og pólitík pírata

Reykjavíkurborg tók við rekstri skiptistöðvarinnar í Mjódd árið 2015. Ári fyrr tók fulltrúi pírata sæti í borgarstjórn, í fyrsta skipti. Allar götur síðan þá hafa píratar starfað í meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Í meira en 11 ár samfleytt bera píratar því ábyrgð á hvernig til hefur tekist í rekstri Reykjavíkurborgar.

Skoðun
Fréttamynd

Leggja til breytingar á gatna­mótum í kjöl­far bana­slyss

Umhverfis- og skipulagssvið og skrifstofa samgangna og borgarhönnunar leggur til að þar til ljósastýringu verður komið upp á gatnamótum Lækjargötu og Vonarstrætis verði settar upp þrengingar og gatnamótunum breytt þannig að fléttun akreina gerist fyrr. Banaslys varð á gatnamótunum fyrir tveimur árum þegar ökumaður sendibíls lést í kjölfar áreksturs við lyftara.

Innlent
Fréttamynd

Hvað er eigin­lega málið með þessa þéttingu??

Þétting byggðar í borginni hefur verið með umdeildari málum á undanförnum árum. Markmiðið með þessari þéttingarstefnu er eins og flestir vita að nýta betur landrými innan borgarinnar, styrkja almenningssamgöngur og draga úr bílaumferð - ásamt því að nýta eins vel og hægt er þá innviði sem til staðar eru.

Skoðun
Fréttamynd

Vinstri­beygja inn á Bústaða­veg gæti heyrt sögunni til

Til stendur að afnema ljósastýringu á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar í Reykjavík. Til skoðunar er svokölluð „hægri inn og hægri út lausn“, sem myndi gera það að verkum að hvorki væri hægt að komast inn á né út af Bústaðavegi ef ekið er Reykjanesbrautina í norður. Fyrsti valkostur Vegagerðarinnar er þó brú yfir Reykjanesbraut til vinstri inn á Bústaðaveg. Enginn valkostur býður upp á vinstribeygju inn á Reykjanesbrautina af Bústaðavegi.

Innlent
Fréttamynd

Keldna­land – fjöl­menn hverfi í mótun

Í áratugi hafa verið áform um frekari uppbyggingu á Keldnalandi, um 115 hektara landsvæði að Keldum og Keldnaholti, eign sem ríkið lagði til sem hluta fjármögnunar samgöngusáttmála ríkis og sex sveitarfélaga.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­tryggt að­gengi á Veðurstofureit

Öryrkjabandalagið og aðrir sem áhuga hafa á aðgengismálum hreyfihamlaðra hafa undanfarna daga lýst áhyggjum af stefnu borgaryfirvalda í málaflokknum. Fyrir helgi barst borgarfulltrúum ályktun málefnahóps ÖBÍ þar sem bent var á að drög að skipulagi bílahúsa uppfylli „ekki lágmarkskröfur um aðgengi og virðast ítrekað ganga gegn réttindum fatlaðs fólks samkvæmt landslögum og alþjóðlegum skuldbindingum Íslands“.

Skoðun
Fréttamynd

Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn

Húsnæðismálaráðherra segir þéttingarstefnuna sem rekin hafi verið hér á landi ekki hafa slegið í gegn. Hún segir að skoða þurfi greiðslumatskerfi vegna íbúðakaupa og segir lánveitendur fá belti, axlabönd og björgunarbát á meðan öll áhætta sé á þeim sem leita þurfi til þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Skipar samninga­t­eymi um upp­byggingu Víkings á Markarsvæði

Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt erindisbréf sérstaks samningateymis um uppbyggingu og stækkun athafnasvæðis Knattspyrnufélagsins Víkings í Fossvogi þannig að það muni einnig ná yfir athafnasvæði Gróðrarstöðvarinnar Markar. Borgin hyggst einnig kanna möguleika á nýrri staðsetningu gróðrarstöðvarinnar í samráði við eigendur hennar.

Innlent
Fréttamynd

Allt stopp á lokametrunum

Framkvæmdir við loftlínuhluta Suðurnesjalínu 2 eru nú í biðstöðu á meðan beðið er niðurstöðu í dómsmálum sem tengjast verkefninu. Verkefnastjóri segir þetta hafa áhrif á raforkuöryggi á Suðurnesjum en til stóð að taka hana í notkun nú í haust.

Innlent