Reykjavík ekki ljót borg Bjarki Sigurðsson skrifar 25. febrúar 2025 21:02 Dóra Björt Guðjónsdóttir er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Arnar Formaður skipulagsráðs segir Reykjavík ekki vera ljóta borg. Hins vegar megi oft gera betur. Magn og hraði megi ekki ráða ferðinni heldur verði einnig að uppfylla gæðakröfur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðu arkitekt og umhverfissálfræðingur Reykjavík vera að breytast í ljóta borg. Þeir kölluðu eftir breyttu viðhorfi til skipulags og hönnunar byggðar. Fjárhagslegur og efnahagslegar forsendur útiloki alla fegurð. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir borgina ekki vera ljóta. „Mér finnst Reykjavík vera mjög flott borg og er að verða alvöru borg. Er að breytast úr bæ í alvöru borg. Þannig það eru mjög margir hlutir sem hafa gengið vel hjá okkur. En ég get alveg tekið undir það að það er gott að líta í það hvernig við gerum hlutina og við erum alltaf að reyna að vanda okkur,“ segir Dóra. Hún tengir við það að fegurðin fái ekki oft mikið pláss þegar verið er að reisa ný hús. „Hingað til hefur flest umræða um uppbyggingu fjallað um magn og hraða. Það hefur næstum því verið bannað að tala um gæði eða annað dúllerí. En núna finnst mér andinn vera að breytast og mér finnst það mjög mikilvægt,“ segir Dóra. „Það hefur verið ákveðin stefna ríkjandi meðal þeirra hægri flokka sem hafa komið að stjórnun borgarinnar að vera ekki um of að takmarka markaðinn og uppbyggingaraðila. Það hefur verið ákveðin ofurtrú á þeirra getu til að leysa málin og leysa þau eins og best verður á kosið. En mín skoðun hefur verið sú að við verðum að skapa skýrari ramma.“ Ábyrgðin liggi þó einnig hjá uppbyggingaraðilum. „Það er ekki sama hvernig við þéttum byggðina og hvernig við erum að byggja upp. Við verðum að gera það vel, við verðum að huga að samspili bygginga við umhverfi sitt. Við verðum að huga að birtu, það er lykilatriði. Þess vegna er nýr ljósvistarkafli í byggingarreglugerð sem verið er að undirbúa mjög mikilvægur. Það er eitthvað sem ég hef haft mikinn áhuga á, að komi til sögunnar. Það er eitthvað sem Samtök iðnaðarins hafa ekki haft mikinn áhuga á. Þannig ég fagna þessu ákalli íbúa,“ segir Dóra. Reykjavík Skipulag Byggingariðnaður Píratar Umhverfismál Borgarstjórn Arkitektúr Heilsa Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðu arkitekt og umhverfissálfræðingur Reykjavík vera að breytast í ljóta borg. Þeir kölluðu eftir breyttu viðhorfi til skipulags og hönnunar byggðar. Fjárhagslegur og efnahagslegar forsendur útiloki alla fegurð. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir borgina ekki vera ljóta. „Mér finnst Reykjavík vera mjög flott borg og er að verða alvöru borg. Er að breytast úr bæ í alvöru borg. Þannig það eru mjög margir hlutir sem hafa gengið vel hjá okkur. En ég get alveg tekið undir það að það er gott að líta í það hvernig við gerum hlutina og við erum alltaf að reyna að vanda okkur,“ segir Dóra. Hún tengir við það að fegurðin fái ekki oft mikið pláss þegar verið er að reisa ný hús. „Hingað til hefur flest umræða um uppbyggingu fjallað um magn og hraða. Það hefur næstum því verið bannað að tala um gæði eða annað dúllerí. En núna finnst mér andinn vera að breytast og mér finnst það mjög mikilvægt,“ segir Dóra. „Það hefur verið ákveðin stefna ríkjandi meðal þeirra hægri flokka sem hafa komið að stjórnun borgarinnar að vera ekki um of að takmarka markaðinn og uppbyggingaraðila. Það hefur verið ákveðin ofurtrú á þeirra getu til að leysa málin og leysa þau eins og best verður á kosið. En mín skoðun hefur verið sú að við verðum að skapa skýrari ramma.“ Ábyrgðin liggi þó einnig hjá uppbyggingaraðilum. „Það er ekki sama hvernig við þéttum byggðina og hvernig við erum að byggja upp. Við verðum að gera það vel, við verðum að huga að samspili bygginga við umhverfi sitt. Við verðum að huga að birtu, það er lykilatriði. Þess vegna er nýr ljósvistarkafli í byggingarreglugerð sem verið er að undirbúa mjög mikilvægur. Það er eitthvað sem ég hef haft mikinn áhuga á, að komi til sögunnar. Það er eitthvað sem Samtök iðnaðarins hafa ekki haft mikinn áhuga á. Þannig ég fagna þessu ákalli íbúa,“ segir Dóra.
Reykjavík Skipulag Byggingariðnaður Píratar Umhverfismál Borgarstjórn Arkitektúr Heilsa Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira