Eigum að sitja saman á kvöldin en ekki í sitthvoru horninu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. mars 2025 20:03 Hulda vonast til þess að ná að fjármagna spilið og stuðla þannig að bættri líðan barna á Íslandi. Sálfræðingurinn Hulda Jónsdóttir Tölgyes safnar nú fyrir útgáfu spilsins Vinaskógar sem ætlað er börnum á yngsta stigi grunnskóla. Hulda segist með spilinu vilja hjálpa foreldrum að njóta stundar með börnunum sínum í ró og næði og hvetja börn og fjölskyldur til að rækta tengslin. „Ég vona að Vinaskógur geti orðið eitt púsl í stóru myndinni sem geti aðstoðað krakka við tengslamyndun og veitt foreldrum tækifæri á að eyða dýrmætum tíma með börnunum sínum,“ segir Hulda í samtali við Vísi. Hún hefur hrundið af stað hópfjármögnun á Karolinafund fyrir spilinu en uppsetning er í höndum Árna Torfa og á Litla-Prent að sjá um prentunina. Í spilinu eru níutíu spil með myndum af dýrum sem bjóða þátttakendum að segja frá, hlýða á eða gera léttar núvitundaræfingar. Að sögn Huldu einkennast spilin af sex megin áherslum sem tengjast sjálfsmildi, tengslum, meðvitund, visku og vináttu. Í gegnum spilin skapist rými fyrir fullorðna og börn til að styrkja tengsl og tala saman um reynslu sína og tilfinningar. Ekki er áhersla á keppni. Dæmi um spil í Vinaskógi. Mikilvæg forvörn að mynda tengsl Hulda starfar sem sálfræðingur og styðst við samkenndarmiðaða nálgun. Hún segir marga vera að vinna úr áföllum og mörg hafi sem börn þurft á meiri tengslum, stuðningi og hlýju frá foreldrum sínum að halda. „Barn sem fær ekki nægan stuðning og hlýju og er ekki í öruggum tengslum við foreldra sína getur upplifað erfiðleika sem oft birtist á fullorðinsárum samhliða nýjum tengslum eins og til dæmis nánum samböndum og barneignum.“ Spilið byggir á innsýn, þekkingu og reynslu Huldu af því að aðstoða fólk að takast á við áföll, þótt Hulda segi að spilið sjálft snúist þó ekkert um áföll heldur frekar það að geta þekkt tilfinningar, tengst og hlustað á líkamann. „Þótt að það sé hannað út frá þessari reynslu og hugsað sem ákveðin forvörn þá er spilið fyrst og fremst afþreying og samverustund sem getur leitt til dýpri tengsla milli fullorðinna og barna.“ Gott að draga okkur inn í núið Talið berst að þeirri miklu umræðu sem farið hefur fram um aukið ofbeldi meðal barna að undanförnu. Hulda segist vona að spilið geti orðið til þess að efla tengslamyndun og stuðla að vellíðan fleiri barna. „Þannig að við getum verið saman, börnin og foreldrarnir í hæglæti og ró þar sem er ekki einhver truflun, einhver í símanum eða tölvunni. Ekki það að ég sé á móti því að fólk noti snjallsíma og sjónvarp og svona en ég held að það sé þess virði fyrir okkur að hafa eitthvað eins og Vinaskóg sem getur dregið okkur inn í núið, þar sem við getum æft okkur að tala um tilfinnningar, setja orð á líðan og bara næra þessi tengsl. Horfa á hvort annað og vera saman.“ Talið berst þá að samfélagsmiðlanotkun barna og fullorðinna sem hefur tekið stöðugt meira pláss í lífum okkar allra. Hulda segist vona að spilið geti dregið okkur út úr okkar eigin heimi en hún segir marga fasta í viðvarandi streituástandi. Hún vonist því innilega til þess að ná að fjármagna spilið en þegar þetta er skrifað hefur náðst að safna 41 prósent af markmiðinu á Karolinafund. „Og það gerist í streitu að við reynum að róa okkur og gerum það þá gjarnan með aðferðum sem næra okkur ekki, eins og til dæmis að skrolla. Auðvitað getur verið allt í lagi fyrir börn að spila tölvuleiki en það skiptir máli hvers vegna og hvernig. Þarna erum við að nærast, með því að eiga stund saman og spila, en ekki að róa okkur me ðþví að forðast heldur með því að setjast niður saman. Við erum þannig tegund að við eigum að gera hlutina saman, ef við horfum bara aftur til baka hundruðir þúsunda ára í tímann þá eigum við að sitja saman á kvöldin, ekki ein úti í sitthvoru horninu.“ Börn og uppeldi Heilsa Ofbeldi barna Fjölskyldumál Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
„Ég vona að Vinaskógur geti orðið eitt púsl í stóru myndinni sem geti aðstoðað krakka við tengslamyndun og veitt foreldrum tækifæri á að eyða dýrmætum tíma með börnunum sínum,“ segir Hulda í samtali við Vísi. Hún hefur hrundið af stað hópfjármögnun á Karolinafund fyrir spilinu en uppsetning er í höndum Árna Torfa og á Litla-Prent að sjá um prentunina. Í spilinu eru níutíu spil með myndum af dýrum sem bjóða þátttakendum að segja frá, hlýða á eða gera léttar núvitundaræfingar. Að sögn Huldu einkennast spilin af sex megin áherslum sem tengjast sjálfsmildi, tengslum, meðvitund, visku og vináttu. Í gegnum spilin skapist rými fyrir fullorðna og börn til að styrkja tengsl og tala saman um reynslu sína og tilfinningar. Ekki er áhersla á keppni. Dæmi um spil í Vinaskógi. Mikilvæg forvörn að mynda tengsl Hulda starfar sem sálfræðingur og styðst við samkenndarmiðaða nálgun. Hún segir marga vera að vinna úr áföllum og mörg hafi sem börn þurft á meiri tengslum, stuðningi og hlýju frá foreldrum sínum að halda. „Barn sem fær ekki nægan stuðning og hlýju og er ekki í öruggum tengslum við foreldra sína getur upplifað erfiðleika sem oft birtist á fullorðinsárum samhliða nýjum tengslum eins og til dæmis nánum samböndum og barneignum.“ Spilið byggir á innsýn, þekkingu og reynslu Huldu af því að aðstoða fólk að takast á við áföll, þótt Hulda segi að spilið sjálft snúist þó ekkert um áföll heldur frekar það að geta þekkt tilfinningar, tengst og hlustað á líkamann. „Þótt að það sé hannað út frá þessari reynslu og hugsað sem ákveðin forvörn þá er spilið fyrst og fremst afþreying og samverustund sem getur leitt til dýpri tengsla milli fullorðinna og barna.“ Gott að draga okkur inn í núið Talið berst að þeirri miklu umræðu sem farið hefur fram um aukið ofbeldi meðal barna að undanförnu. Hulda segist vona að spilið geti orðið til þess að efla tengslamyndun og stuðla að vellíðan fleiri barna. „Þannig að við getum verið saman, börnin og foreldrarnir í hæglæti og ró þar sem er ekki einhver truflun, einhver í símanum eða tölvunni. Ekki það að ég sé á móti því að fólk noti snjallsíma og sjónvarp og svona en ég held að það sé þess virði fyrir okkur að hafa eitthvað eins og Vinaskóg sem getur dregið okkur inn í núið, þar sem við getum æft okkur að tala um tilfinnningar, setja orð á líðan og bara næra þessi tengsl. Horfa á hvort annað og vera saman.“ Talið berst þá að samfélagsmiðlanotkun barna og fullorðinna sem hefur tekið stöðugt meira pláss í lífum okkar allra. Hulda segist vona að spilið geti dregið okkur út úr okkar eigin heimi en hún segir marga fasta í viðvarandi streituástandi. Hún vonist því innilega til þess að ná að fjármagna spilið en þegar þetta er skrifað hefur náðst að safna 41 prósent af markmiðinu á Karolinafund. „Og það gerist í streitu að við reynum að róa okkur og gerum það þá gjarnan með aðferðum sem næra okkur ekki, eins og til dæmis að skrolla. Auðvitað getur verið allt í lagi fyrir börn að spila tölvuleiki en það skiptir máli hvers vegna og hvernig. Þarna erum við að nærast, með því að eiga stund saman og spila, en ekki að róa okkur me ðþví að forðast heldur með því að setjast niður saman. Við erum þannig tegund að við eigum að gera hlutina saman, ef við horfum bara aftur til baka hundruðir þúsunda ára í tímann þá eigum við að sitja saman á kvöldin, ekki ein úti í sitthvoru horninu.“
Börn og uppeldi Heilsa Ofbeldi barna Fjölskyldumál Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira