Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Bjarki Sigurðsson skrifar 28. mars 2025 19:01 Skjáskot úr morgunrútínumyndbandi Ashton Hall. Sérfræðingur í svefnrannsóknum segir ekki ráðlagt að fórna svefni til þess að vakna fyrr á morgnana. Áhrifavaldar virðast keppast við að vakna fyrr og sýna að þeir komi sem mestu í verk yfir daginn. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá hvernig morgnar áhrifavaldsins Ashton Hall eru, að minnsta kosti að hans eigin sögn. Morgunrútínan hefur vakið mikla athygli meðal netverja og finnst mörgum hún vera ansi ýkt en hún tekur hann rúma fimm klukkutíma. View this post on Instagram A post shared by Ashton Hall (@ashtonhallofficial) Hann vaknar klukkan fjögur og fyrir klukkan níu er hann búinn að hugleiða, lesa, dýfa andlitinu í kalt vatn, fara í ræktina og í sund. Svo endar hann herlegheitin með því að nudda bananahýði í andlitið á sér, sem á að hjálpa við að losna við hrukkur og mýkja húðina. Fleiri áhrifavaldar hafa birt svipaðar rútínur, sem flestar innihalda að vakna eldsnemma. Til að mynda Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, sem vaknar klukkan þrjú að nóttu til svo hann geti nýtt tímann sinn betur. Erna Sif Arnardóttir, sérfræðingur í svefnrannsóknum, segir sjálfsagt mál að hátta sinni rútínu þannig að þú vaknir klukkan þrjú eða fjögur. Hins vegar megi ekki fórna svefni til þess. „Líkaminn okkar er þróaður á þann veg að við viljum vera vakandi og okkur líður best þegar það er sólarbirta og dagsbirta í umhverfinu. Auðvitað getur það verið erfitt á Íslandi en almennt er betra að vera í takti við þessar tímasetningar. En ef einhver fer alltaf að sofa klukkan sjö og vaknar klukkan þrjú og líður vel með það, þá er ekkert að því. Það er allt í lagi. En það er ekki betra heldur en að sofa frá ellefu til sjö,“ segir Erna. Erna Sif Arnardóttir er dósent við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í svefnrannsóknum.Vísir Hún telur það geta haft slæm áhrif þegar áhrifavaldar segja það skila árangri að vakna svo snemma. „Ungt fólk sem er þá að upplifa: „Vá, ég á að vakna klukkan þrjú og þá á ég að fara í ræktina“. Við vitum að sumar af þessum líkamsræktum eru opnar á nóttunni og þá er eitthvað ungt fólk farið að byrja að draga sig úr rúminu klukkan þrjú. Þau eiga nú oft erfitt með að sofna snemma. Ungmenni eru oft meiri B-manneskjur eða kvöldmanneskjur. Sofna ekki fyrr en klukkan ellefu en vakna svo klukkan þrjú til að fara í ræktina. Það er alveg skelfilegt,“ segir Erna. Heilsa Svefn Samfélagsmiðlar Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá hvernig morgnar áhrifavaldsins Ashton Hall eru, að minnsta kosti að hans eigin sögn. Morgunrútínan hefur vakið mikla athygli meðal netverja og finnst mörgum hún vera ansi ýkt en hún tekur hann rúma fimm klukkutíma. View this post on Instagram A post shared by Ashton Hall (@ashtonhallofficial) Hann vaknar klukkan fjögur og fyrir klukkan níu er hann búinn að hugleiða, lesa, dýfa andlitinu í kalt vatn, fara í ræktina og í sund. Svo endar hann herlegheitin með því að nudda bananahýði í andlitið á sér, sem á að hjálpa við að losna við hrukkur og mýkja húðina. Fleiri áhrifavaldar hafa birt svipaðar rútínur, sem flestar innihalda að vakna eldsnemma. Til að mynda Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, sem vaknar klukkan þrjú að nóttu til svo hann geti nýtt tímann sinn betur. Erna Sif Arnardóttir, sérfræðingur í svefnrannsóknum, segir sjálfsagt mál að hátta sinni rútínu þannig að þú vaknir klukkan þrjú eða fjögur. Hins vegar megi ekki fórna svefni til þess. „Líkaminn okkar er þróaður á þann veg að við viljum vera vakandi og okkur líður best þegar það er sólarbirta og dagsbirta í umhverfinu. Auðvitað getur það verið erfitt á Íslandi en almennt er betra að vera í takti við þessar tímasetningar. En ef einhver fer alltaf að sofa klukkan sjö og vaknar klukkan þrjú og líður vel með það, þá er ekkert að því. Það er allt í lagi. En það er ekki betra heldur en að sofa frá ellefu til sjö,“ segir Erna. Erna Sif Arnardóttir er dósent við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í svefnrannsóknum.Vísir Hún telur það geta haft slæm áhrif þegar áhrifavaldar segja það skila árangri að vakna svo snemma. „Ungt fólk sem er þá að upplifa: „Vá, ég á að vakna klukkan þrjú og þá á ég að fara í ræktina“. Við vitum að sumar af þessum líkamsræktum eru opnar á nóttunni og þá er eitthvað ungt fólk farið að byrja að draga sig úr rúminu klukkan þrjú. Þau eiga nú oft erfitt með að sofna snemma. Ungmenni eru oft meiri B-manneskjur eða kvöldmanneskjur. Sofna ekki fyrr en klukkan ellefu en vakna svo klukkan þrjú til að fara í ræktina. Það er alveg skelfilegt,“ segir Erna.
Heilsa Svefn Samfélagsmiðlar Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein