Ef ég nenni… Stefán Pálsson skrifar 22. desember 2023 08:01 Aðventan er tími jólalaga, sem í furðumörgum tilvikum eru ítölsk að uppruna. Eitt það eftirminnilegasta úr þeim ranni er slagarinn „Ef ég nenni“, þar sem Helgi Björns – frændi þess er þetta ritar – syngur snjallan texta eftir Jónas Friðrik um öll þau djásn og gersemar sem hann hann hyggst færa elskunni sinni. Sögumaður slær þó í og úr – allt þetta hangi á þeirri spýtu að hann nenni því þegar á hólminn er komið. Einar Þorsteinsson, aðsópsmikill formaður borgarráðs og verðandi borgarstjóri, virðist hafa ákveðið að tileinka sér viðhorf Helga Björns í jólaslagaranum. Fyrr í mánuðinum, daginn áður en meirihlutaflokkarnir í Reykjavík samþykktu endanlega fjárhagsáætlun sem fól í sér hækkanir á flestum gjaldskrám borgarinnar til samræmis við vísitölu, mætti téður Einar í viðtöl og lét að því liggja að kannski yrðu þessar hækkanir ekki alveg jafnmiklar. Það væri bara aldrei að vita. Ef hann nennti… Fjárhagsáætlunin var svo samþykkt óbreytt, sem kunnugt er. Hún innihélt þriðju hækkun Reykjavíkur á gjaldskrám sínum í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum á skömmum tíma. Allar hækkanirnar hafa verið réttlættar á þann hátt að með þeim sé verið að láta gjaldskrár „halda verðgildi sínu“. Það eru skrauthvörf fyrir það að skila auðu í baráttunni við verðbólguna. Reykjavíkurborg hefur kosið að spila ekki með og væntir þess að ríkisvaldið, launafólk og atvinnurekendur beri byrðarnar í staðinn. Með þessu er auknum álögum velt á fjölskyldurnar í borginni. Þetta er metnaðarlaus efnahagsstjórn sem við í Vinstri grænum höfum gagnrýnt harðlega. Það er því til að bíta höfuðið af skömminni þegar meirihlutaflokkarnir samþykktu á síðasta fundi borgarráðs í gær yfirlýsingu þess efnis að til greina komi að einhver hluti þegar samþykktra gjaldskrárhækkanna kunni að ganga til baka ef einhver óljós skilyrði borgarinnar um „hófsamar kjarasamningshækkanir“ í komandi viðræðum fulltrúa vinnumarkaðarins gangi eftir. Einar Þorsteinsson og borgarstjórnarmeirihlutinn ætla kannski og mögulega að leggja sitt af mörkum í baráttuni við verðbólguna, ef þeim þóknast og ef þau nenna. Í hugum meirihlutans eru gjaldskrárhækkanir á barnafólk í Reykjavík fyrst og fremst tæki til að þrýsta á samningsaðila í kjaraviðræðum. Eftir stendur spurningin um hvaða gjaldskrár meirihlutinn í Reykjavík nenni að lækka og hversu litlar kjarabætur launafólks hugnast stjórnendum höfuðborgarinnar í komandi samningum? Höfundur er varaborgarfulltrúi og félagi í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Aðventan er tími jólalaga, sem í furðumörgum tilvikum eru ítölsk að uppruna. Eitt það eftirminnilegasta úr þeim ranni er slagarinn „Ef ég nenni“, þar sem Helgi Björns – frændi þess er þetta ritar – syngur snjallan texta eftir Jónas Friðrik um öll þau djásn og gersemar sem hann hann hyggst færa elskunni sinni. Sögumaður slær þó í og úr – allt þetta hangi á þeirri spýtu að hann nenni því þegar á hólminn er komið. Einar Þorsteinsson, aðsópsmikill formaður borgarráðs og verðandi borgarstjóri, virðist hafa ákveðið að tileinka sér viðhorf Helga Björns í jólaslagaranum. Fyrr í mánuðinum, daginn áður en meirihlutaflokkarnir í Reykjavík samþykktu endanlega fjárhagsáætlun sem fól í sér hækkanir á flestum gjaldskrám borgarinnar til samræmis við vísitölu, mætti téður Einar í viðtöl og lét að því liggja að kannski yrðu þessar hækkanir ekki alveg jafnmiklar. Það væri bara aldrei að vita. Ef hann nennti… Fjárhagsáætlunin var svo samþykkt óbreytt, sem kunnugt er. Hún innihélt þriðju hækkun Reykjavíkur á gjaldskrám sínum í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum á skömmum tíma. Allar hækkanirnar hafa verið réttlættar á þann hátt að með þeim sé verið að láta gjaldskrár „halda verðgildi sínu“. Það eru skrauthvörf fyrir það að skila auðu í baráttunni við verðbólguna. Reykjavíkurborg hefur kosið að spila ekki með og væntir þess að ríkisvaldið, launafólk og atvinnurekendur beri byrðarnar í staðinn. Með þessu er auknum álögum velt á fjölskyldurnar í borginni. Þetta er metnaðarlaus efnahagsstjórn sem við í Vinstri grænum höfum gagnrýnt harðlega. Það er því til að bíta höfuðið af skömminni þegar meirihlutaflokkarnir samþykktu á síðasta fundi borgarráðs í gær yfirlýsingu þess efnis að til greina komi að einhver hluti þegar samþykktra gjaldskrárhækkanna kunni að ganga til baka ef einhver óljós skilyrði borgarinnar um „hófsamar kjarasamningshækkanir“ í komandi viðræðum fulltrúa vinnumarkaðarins gangi eftir. Einar Þorsteinsson og borgarstjórnarmeirihlutinn ætla kannski og mögulega að leggja sitt af mörkum í baráttuni við verðbólguna, ef þeim þóknast og ef þau nenna. Í hugum meirihlutans eru gjaldskrárhækkanir á barnafólk í Reykjavík fyrst og fremst tæki til að þrýsta á samningsaðila í kjaraviðræðum. Eftir stendur spurningin um hvaða gjaldskrár meirihlutinn í Reykjavík nenni að lækka og hversu litlar kjarabætur launafólks hugnast stjórnendum höfuðborgarinnar í komandi samningum? Höfundur er varaborgarfulltrúi og félagi í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar