Ef ég nenni… Stefán Pálsson skrifar 22. desember 2023 08:01 Aðventan er tími jólalaga, sem í furðumörgum tilvikum eru ítölsk að uppruna. Eitt það eftirminnilegasta úr þeim ranni er slagarinn „Ef ég nenni“, þar sem Helgi Björns – frændi þess er þetta ritar – syngur snjallan texta eftir Jónas Friðrik um öll þau djásn og gersemar sem hann hann hyggst færa elskunni sinni. Sögumaður slær þó í og úr – allt þetta hangi á þeirri spýtu að hann nenni því þegar á hólminn er komið. Einar Þorsteinsson, aðsópsmikill formaður borgarráðs og verðandi borgarstjóri, virðist hafa ákveðið að tileinka sér viðhorf Helga Björns í jólaslagaranum. Fyrr í mánuðinum, daginn áður en meirihlutaflokkarnir í Reykjavík samþykktu endanlega fjárhagsáætlun sem fól í sér hækkanir á flestum gjaldskrám borgarinnar til samræmis við vísitölu, mætti téður Einar í viðtöl og lét að því liggja að kannski yrðu þessar hækkanir ekki alveg jafnmiklar. Það væri bara aldrei að vita. Ef hann nennti… Fjárhagsáætlunin var svo samþykkt óbreytt, sem kunnugt er. Hún innihélt þriðju hækkun Reykjavíkur á gjaldskrám sínum í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum á skömmum tíma. Allar hækkanirnar hafa verið réttlættar á þann hátt að með þeim sé verið að láta gjaldskrár „halda verðgildi sínu“. Það eru skrauthvörf fyrir það að skila auðu í baráttunni við verðbólguna. Reykjavíkurborg hefur kosið að spila ekki með og væntir þess að ríkisvaldið, launafólk og atvinnurekendur beri byrðarnar í staðinn. Með þessu er auknum álögum velt á fjölskyldurnar í borginni. Þetta er metnaðarlaus efnahagsstjórn sem við í Vinstri grænum höfum gagnrýnt harðlega. Það er því til að bíta höfuðið af skömminni þegar meirihlutaflokkarnir samþykktu á síðasta fundi borgarráðs í gær yfirlýsingu þess efnis að til greina komi að einhver hluti þegar samþykktra gjaldskrárhækkanna kunni að ganga til baka ef einhver óljós skilyrði borgarinnar um „hófsamar kjarasamningshækkanir“ í komandi viðræðum fulltrúa vinnumarkaðarins gangi eftir. Einar Þorsteinsson og borgarstjórnarmeirihlutinn ætla kannski og mögulega að leggja sitt af mörkum í baráttuni við verðbólguna, ef þeim þóknast og ef þau nenna. Í hugum meirihlutans eru gjaldskrárhækkanir á barnafólk í Reykjavík fyrst og fremst tæki til að þrýsta á samningsaðila í kjaraviðræðum. Eftir stendur spurningin um hvaða gjaldskrár meirihlutinn í Reykjavík nenni að lækka og hversu litlar kjarabætur launafólks hugnast stjórnendum höfuðborgarinnar í komandi samningum? Höfundur er varaborgarfulltrúi og félagi í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Aðventan er tími jólalaga, sem í furðumörgum tilvikum eru ítölsk að uppruna. Eitt það eftirminnilegasta úr þeim ranni er slagarinn „Ef ég nenni“, þar sem Helgi Björns – frændi þess er þetta ritar – syngur snjallan texta eftir Jónas Friðrik um öll þau djásn og gersemar sem hann hann hyggst færa elskunni sinni. Sögumaður slær þó í og úr – allt þetta hangi á þeirri spýtu að hann nenni því þegar á hólminn er komið. Einar Þorsteinsson, aðsópsmikill formaður borgarráðs og verðandi borgarstjóri, virðist hafa ákveðið að tileinka sér viðhorf Helga Björns í jólaslagaranum. Fyrr í mánuðinum, daginn áður en meirihlutaflokkarnir í Reykjavík samþykktu endanlega fjárhagsáætlun sem fól í sér hækkanir á flestum gjaldskrám borgarinnar til samræmis við vísitölu, mætti téður Einar í viðtöl og lét að því liggja að kannski yrðu þessar hækkanir ekki alveg jafnmiklar. Það væri bara aldrei að vita. Ef hann nennti… Fjárhagsáætlunin var svo samþykkt óbreytt, sem kunnugt er. Hún innihélt þriðju hækkun Reykjavíkur á gjaldskrám sínum í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum á skömmum tíma. Allar hækkanirnar hafa verið réttlættar á þann hátt að með þeim sé verið að láta gjaldskrár „halda verðgildi sínu“. Það eru skrauthvörf fyrir það að skila auðu í baráttunni við verðbólguna. Reykjavíkurborg hefur kosið að spila ekki með og væntir þess að ríkisvaldið, launafólk og atvinnurekendur beri byrðarnar í staðinn. Með þessu er auknum álögum velt á fjölskyldurnar í borginni. Þetta er metnaðarlaus efnahagsstjórn sem við í Vinstri grænum höfum gagnrýnt harðlega. Það er því til að bíta höfuðið af skömminni þegar meirihlutaflokkarnir samþykktu á síðasta fundi borgarráðs í gær yfirlýsingu þess efnis að til greina komi að einhver hluti þegar samþykktra gjaldskrárhækkanna kunni að ganga til baka ef einhver óljós skilyrði borgarinnar um „hófsamar kjarasamningshækkanir“ í komandi viðræðum fulltrúa vinnumarkaðarins gangi eftir. Einar Þorsteinsson og borgarstjórnarmeirihlutinn ætla kannski og mögulega að leggja sitt af mörkum í baráttuni við verðbólguna, ef þeim þóknast og ef þau nenna. Í hugum meirihlutans eru gjaldskrárhækkanir á barnafólk í Reykjavík fyrst og fremst tæki til að þrýsta á samningsaðila í kjaraviðræðum. Eftir stendur spurningin um hvaða gjaldskrár meirihlutinn í Reykjavík nenni að lækka og hversu litlar kjarabætur launafólks hugnast stjórnendum höfuðborgarinnar í komandi samningum? Höfundur er varaborgarfulltrúi og félagi í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun