Strandveiðar – Sveitarómantík Samúel Sigurjónsson skrifar 15. maí 2023 20:01 ÁKALL TIL STJÓRNVALDA. Nú eru strandveiðar í fullum gangi um allt land. Á meðan eru stærri fiskiskip meira og minna bundin við bryggju og fiskarar að sama skapi komnir í þriggja mánuða launalaust sumarfrí. Með einhverjum hætti verðum við fiskarar, að sjá fyrir okkur þennan tíma. Í gær var ég að taka til í bílskúrnum mínum og komu þá í hendur mínar gömlu mjólkurbrúsarnir úr sveitinni, en þeir voru aflagðir og taldir úreltir fyrir 40 árum og teljast í raun forngripir. Ég fór að hugsa til baka og rifja upp alla rómantíkina og gleðina sem var á þessum tíma. Allt sveitafólkið að bera mjólkurbrúsana sína og allir hittust með búsana sína, þeir sterkustu báru jafnvel tvo 30 lítra brúsa í hvorri hendi, alltaf var gaman og gleði. Lífið snérist um að bera og flytja mjólkurbrúsa í kerru aftan í gömlum jeppa eða traktor. Síðan gerist það að það kemur Mjólkurbíll til að safna mjólkinni. Það hafði þær skelfilegu afleiðingar að mjólkurbrúsarnir urðu fljótlega úreltir því einn risa tankbíll fór á alla bæi og saug alla mjólk beint úr tanknum og flutti í mjólkurstöðina. Hratt dró úr brúsaflutningunum, gömlu jepparnir og traktorarnir fóru að riðga niður og vélahljóð þeirra þöggnuðu á vegunum. Mannlífið í sveitinni dróst saman og sveitafólkið, smátt og smátt, færði sig í önnur störf. Sjálfur hraktist ég í þéttbýlið og gerðist fiskari. En alltaf minnist ég gömlu tímana að bera og flytja mjólkurbrúsana, alla gleðina og mannlífið í kringum þá. Nú þegar ég er kominn í langt sumarfrí sem fiskari og strandveiðifiskarar, með sjóhatt og pípu í munnvikinu, sjá um veiðarnar á meðan, datt mér í hug hvort ekki væri tilvalið fyrir mig og fleiri að gerast frístunda mjólkurbílstjórar. Hugmyndin er að stjórnvöld setji upp kerfi í anda strandveiðikerfissins. Að fjóra daga í viku eða fjörtíu og átta daga á sumri sé mjólkin sótt í sveitirnar á litlum fólksbílum með kerru aftan í (minni en 750 kg. heildarþunga eftirvagns) eða 10x 30 l. brúsar í ferð. Þetta myndi geta skapað fjölmörg störf því margir eiga bíla og kerrur sem þeir hafa lítil not fyrir. Auk þess sem þetta myndi skapa líf og umferð á fáförnum sveitavegum. Þessir litlu frístundamjólkurbílar fara auk þess mikið betur með vegina og eyða mun minna eldsneyti en stóru tankbílarnir sem gleypa alla mjólkina úr tönkum bænda í einni svipan. Mjólkinni yrði að sjálfsögðu dælt úr tönkunum í brúsana, með umhverfisvænni rafmagnsdælu tengdri við rafkerfið í bílnum. Eins og áður segir munu þessir litlu frístunda mjólkurflutningar vekja upp líf, ekki bara á sveitavegunum heldur á öllu þjóðvegakerfinu og vekja verðskuldaða athygli ferðamanna. Að sjálfsögðu þarf að gera einhverjar lagabreytingar svo þessi frístundastarfsemi geti orðið að raunveruleika. Skora ég því á stjórnvöld að grípa sem fyrst til viðeigandi breytinga á lögum og reglum, svo að strax á næsta ári, verði um allar sveitir, keyrandi fólk af öllum kynjum, syngjandi (með rödd Hauks Morthens) „hver ekur eins og ljón með aðra hönd á stýri .....“ Að lokum, einhver gæti spurt hvort ekki væri verið að taka vinnu frá mjólkurbílstjórum. Það er alls ekki meininginn þeir fá að sjálfsögðu að sækja mólkina yfir veturinn og á lengri og erfiðari leiðum, við aðstæður þar sem erfitt er að komast á Skódanum með kerruna. Höfundur er fiskari, yfirvélstjóri og Skóda-eigandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
ÁKALL TIL STJÓRNVALDA. Nú eru strandveiðar í fullum gangi um allt land. Á meðan eru stærri fiskiskip meira og minna bundin við bryggju og fiskarar að sama skapi komnir í þriggja mánuða launalaust sumarfrí. Með einhverjum hætti verðum við fiskarar, að sjá fyrir okkur þennan tíma. Í gær var ég að taka til í bílskúrnum mínum og komu þá í hendur mínar gömlu mjólkurbrúsarnir úr sveitinni, en þeir voru aflagðir og taldir úreltir fyrir 40 árum og teljast í raun forngripir. Ég fór að hugsa til baka og rifja upp alla rómantíkina og gleðina sem var á þessum tíma. Allt sveitafólkið að bera mjólkurbrúsana sína og allir hittust með búsana sína, þeir sterkustu báru jafnvel tvo 30 lítra brúsa í hvorri hendi, alltaf var gaman og gleði. Lífið snérist um að bera og flytja mjólkurbrúsa í kerru aftan í gömlum jeppa eða traktor. Síðan gerist það að það kemur Mjólkurbíll til að safna mjólkinni. Það hafði þær skelfilegu afleiðingar að mjólkurbrúsarnir urðu fljótlega úreltir því einn risa tankbíll fór á alla bæi og saug alla mjólk beint úr tanknum og flutti í mjólkurstöðina. Hratt dró úr brúsaflutningunum, gömlu jepparnir og traktorarnir fóru að riðga niður og vélahljóð þeirra þöggnuðu á vegunum. Mannlífið í sveitinni dróst saman og sveitafólkið, smátt og smátt, færði sig í önnur störf. Sjálfur hraktist ég í þéttbýlið og gerðist fiskari. En alltaf minnist ég gömlu tímana að bera og flytja mjólkurbrúsana, alla gleðina og mannlífið í kringum þá. Nú þegar ég er kominn í langt sumarfrí sem fiskari og strandveiðifiskarar, með sjóhatt og pípu í munnvikinu, sjá um veiðarnar á meðan, datt mér í hug hvort ekki væri tilvalið fyrir mig og fleiri að gerast frístunda mjólkurbílstjórar. Hugmyndin er að stjórnvöld setji upp kerfi í anda strandveiðikerfissins. Að fjóra daga í viku eða fjörtíu og átta daga á sumri sé mjólkin sótt í sveitirnar á litlum fólksbílum með kerru aftan í (minni en 750 kg. heildarþunga eftirvagns) eða 10x 30 l. brúsar í ferð. Þetta myndi geta skapað fjölmörg störf því margir eiga bíla og kerrur sem þeir hafa lítil not fyrir. Auk þess sem þetta myndi skapa líf og umferð á fáförnum sveitavegum. Þessir litlu frístundamjólkurbílar fara auk þess mikið betur með vegina og eyða mun minna eldsneyti en stóru tankbílarnir sem gleypa alla mjólkina úr tönkum bænda í einni svipan. Mjólkinni yrði að sjálfsögðu dælt úr tönkunum í brúsana, með umhverfisvænni rafmagnsdælu tengdri við rafkerfið í bílnum. Eins og áður segir munu þessir litlu frístunda mjólkurflutningar vekja upp líf, ekki bara á sveitavegunum heldur á öllu þjóðvegakerfinu og vekja verðskuldaða athygli ferðamanna. Að sjálfsögðu þarf að gera einhverjar lagabreytingar svo þessi frístundastarfsemi geti orðið að raunveruleika. Skora ég því á stjórnvöld að grípa sem fyrst til viðeigandi breytinga á lögum og reglum, svo að strax á næsta ári, verði um allar sveitir, keyrandi fólk af öllum kynjum, syngjandi (með rödd Hauks Morthens) „hver ekur eins og ljón með aðra hönd á stýri .....“ Að lokum, einhver gæti spurt hvort ekki væri verið að taka vinnu frá mjólkurbílstjórum. Það er alls ekki meininginn þeir fá að sjálfsögðu að sækja mólkina yfir veturinn og á lengri og erfiðari leiðum, við aðstæður þar sem erfitt er að komast á Skódanum með kerruna. Höfundur er fiskari, yfirvélstjóri og Skóda-eigandi.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar