Strandveiðar – Sveitarómantík Samúel Sigurjónsson skrifar 15. maí 2023 20:01 ÁKALL TIL STJÓRNVALDA. Nú eru strandveiðar í fullum gangi um allt land. Á meðan eru stærri fiskiskip meira og minna bundin við bryggju og fiskarar að sama skapi komnir í þriggja mánuða launalaust sumarfrí. Með einhverjum hætti verðum við fiskarar, að sjá fyrir okkur þennan tíma. Í gær var ég að taka til í bílskúrnum mínum og komu þá í hendur mínar gömlu mjólkurbrúsarnir úr sveitinni, en þeir voru aflagðir og taldir úreltir fyrir 40 árum og teljast í raun forngripir. Ég fór að hugsa til baka og rifja upp alla rómantíkina og gleðina sem var á þessum tíma. Allt sveitafólkið að bera mjólkurbrúsana sína og allir hittust með búsana sína, þeir sterkustu báru jafnvel tvo 30 lítra brúsa í hvorri hendi, alltaf var gaman og gleði. Lífið snérist um að bera og flytja mjólkurbrúsa í kerru aftan í gömlum jeppa eða traktor. Síðan gerist það að það kemur Mjólkurbíll til að safna mjólkinni. Það hafði þær skelfilegu afleiðingar að mjólkurbrúsarnir urðu fljótlega úreltir því einn risa tankbíll fór á alla bæi og saug alla mjólk beint úr tanknum og flutti í mjólkurstöðina. Hratt dró úr brúsaflutningunum, gömlu jepparnir og traktorarnir fóru að riðga niður og vélahljóð þeirra þöggnuðu á vegunum. Mannlífið í sveitinni dróst saman og sveitafólkið, smátt og smátt, færði sig í önnur störf. Sjálfur hraktist ég í þéttbýlið og gerðist fiskari. En alltaf minnist ég gömlu tímana að bera og flytja mjólkurbrúsana, alla gleðina og mannlífið í kringum þá. Nú þegar ég er kominn í langt sumarfrí sem fiskari og strandveiðifiskarar, með sjóhatt og pípu í munnvikinu, sjá um veiðarnar á meðan, datt mér í hug hvort ekki væri tilvalið fyrir mig og fleiri að gerast frístunda mjólkurbílstjórar. Hugmyndin er að stjórnvöld setji upp kerfi í anda strandveiðikerfissins. Að fjóra daga í viku eða fjörtíu og átta daga á sumri sé mjólkin sótt í sveitirnar á litlum fólksbílum með kerru aftan í (minni en 750 kg. heildarþunga eftirvagns) eða 10x 30 l. brúsar í ferð. Þetta myndi geta skapað fjölmörg störf því margir eiga bíla og kerrur sem þeir hafa lítil not fyrir. Auk þess sem þetta myndi skapa líf og umferð á fáförnum sveitavegum. Þessir litlu frístundamjólkurbílar fara auk þess mikið betur með vegina og eyða mun minna eldsneyti en stóru tankbílarnir sem gleypa alla mjólkina úr tönkum bænda í einni svipan. Mjólkinni yrði að sjálfsögðu dælt úr tönkunum í brúsana, með umhverfisvænni rafmagnsdælu tengdri við rafkerfið í bílnum. Eins og áður segir munu þessir litlu frístunda mjólkurflutningar vekja upp líf, ekki bara á sveitavegunum heldur á öllu þjóðvegakerfinu og vekja verðskuldaða athygli ferðamanna. Að sjálfsögðu þarf að gera einhverjar lagabreytingar svo þessi frístundastarfsemi geti orðið að raunveruleika. Skora ég því á stjórnvöld að grípa sem fyrst til viðeigandi breytinga á lögum og reglum, svo að strax á næsta ári, verði um allar sveitir, keyrandi fólk af öllum kynjum, syngjandi (með rödd Hauks Morthens) „hver ekur eins og ljón með aðra hönd á stýri .....“ Að lokum, einhver gæti spurt hvort ekki væri verið að taka vinnu frá mjólkurbílstjórum. Það er alls ekki meininginn þeir fá að sjálfsögðu að sækja mólkina yfir veturinn og á lengri og erfiðari leiðum, við aðstæður þar sem erfitt er að komast á Skódanum með kerruna. Höfundur er fiskari, yfirvélstjóri og Skóda-eigandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund Skoðun Skoðun Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
ÁKALL TIL STJÓRNVALDA. Nú eru strandveiðar í fullum gangi um allt land. Á meðan eru stærri fiskiskip meira og minna bundin við bryggju og fiskarar að sama skapi komnir í þriggja mánuða launalaust sumarfrí. Með einhverjum hætti verðum við fiskarar, að sjá fyrir okkur þennan tíma. Í gær var ég að taka til í bílskúrnum mínum og komu þá í hendur mínar gömlu mjólkurbrúsarnir úr sveitinni, en þeir voru aflagðir og taldir úreltir fyrir 40 árum og teljast í raun forngripir. Ég fór að hugsa til baka og rifja upp alla rómantíkina og gleðina sem var á þessum tíma. Allt sveitafólkið að bera mjólkurbrúsana sína og allir hittust með búsana sína, þeir sterkustu báru jafnvel tvo 30 lítra brúsa í hvorri hendi, alltaf var gaman og gleði. Lífið snérist um að bera og flytja mjólkurbrúsa í kerru aftan í gömlum jeppa eða traktor. Síðan gerist það að það kemur Mjólkurbíll til að safna mjólkinni. Það hafði þær skelfilegu afleiðingar að mjólkurbrúsarnir urðu fljótlega úreltir því einn risa tankbíll fór á alla bæi og saug alla mjólk beint úr tanknum og flutti í mjólkurstöðina. Hratt dró úr brúsaflutningunum, gömlu jepparnir og traktorarnir fóru að riðga niður og vélahljóð þeirra þöggnuðu á vegunum. Mannlífið í sveitinni dróst saman og sveitafólkið, smátt og smátt, færði sig í önnur störf. Sjálfur hraktist ég í þéttbýlið og gerðist fiskari. En alltaf minnist ég gömlu tímana að bera og flytja mjólkurbrúsana, alla gleðina og mannlífið í kringum þá. Nú þegar ég er kominn í langt sumarfrí sem fiskari og strandveiðifiskarar, með sjóhatt og pípu í munnvikinu, sjá um veiðarnar á meðan, datt mér í hug hvort ekki væri tilvalið fyrir mig og fleiri að gerast frístunda mjólkurbílstjórar. Hugmyndin er að stjórnvöld setji upp kerfi í anda strandveiðikerfissins. Að fjóra daga í viku eða fjörtíu og átta daga á sumri sé mjólkin sótt í sveitirnar á litlum fólksbílum með kerru aftan í (minni en 750 kg. heildarþunga eftirvagns) eða 10x 30 l. brúsar í ferð. Þetta myndi geta skapað fjölmörg störf því margir eiga bíla og kerrur sem þeir hafa lítil not fyrir. Auk þess sem þetta myndi skapa líf og umferð á fáförnum sveitavegum. Þessir litlu frístundamjólkurbílar fara auk þess mikið betur með vegina og eyða mun minna eldsneyti en stóru tankbílarnir sem gleypa alla mjólkina úr tönkum bænda í einni svipan. Mjólkinni yrði að sjálfsögðu dælt úr tönkunum í brúsana, með umhverfisvænni rafmagnsdælu tengdri við rafkerfið í bílnum. Eins og áður segir munu þessir litlu frístunda mjólkurflutningar vekja upp líf, ekki bara á sveitavegunum heldur á öllu þjóðvegakerfinu og vekja verðskuldaða athygli ferðamanna. Að sjálfsögðu þarf að gera einhverjar lagabreytingar svo þessi frístundastarfsemi geti orðið að raunveruleika. Skora ég því á stjórnvöld að grípa sem fyrst til viðeigandi breytinga á lögum og reglum, svo að strax á næsta ári, verði um allar sveitir, keyrandi fólk af öllum kynjum, syngjandi (með rödd Hauks Morthens) „hver ekur eins og ljón með aðra hönd á stýri .....“ Að lokum, einhver gæti spurt hvort ekki væri verið að taka vinnu frá mjólkurbílstjórum. Það er alls ekki meininginn þeir fá að sjálfsögðu að sækja mólkina yfir veturinn og á lengri og erfiðari leiðum, við aðstæður þar sem erfitt er að komast á Skódanum með kerruna. Höfundur er fiskari, yfirvélstjóri og Skóda-eigandi.
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun