Strandveiðar – Sveitarómantík Samúel Sigurjónsson skrifar 15. maí 2023 20:01 ÁKALL TIL STJÓRNVALDA. Nú eru strandveiðar í fullum gangi um allt land. Á meðan eru stærri fiskiskip meira og minna bundin við bryggju og fiskarar að sama skapi komnir í þriggja mánuða launalaust sumarfrí. Með einhverjum hætti verðum við fiskarar, að sjá fyrir okkur þennan tíma. Í gær var ég að taka til í bílskúrnum mínum og komu þá í hendur mínar gömlu mjólkurbrúsarnir úr sveitinni, en þeir voru aflagðir og taldir úreltir fyrir 40 árum og teljast í raun forngripir. Ég fór að hugsa til baka og rifja upp alla rómantíkina og gleðina sem var á þessum tíma. Allt sveitafólkið að bera mjólkurbrúsana sína og allir hittust með búsana sína, þeir sterkustu báru jafnvel tvo 30 lítra brúsa í hvorri hendi, alltaf var gaman og gleði. Lífið snérist um að bera og flytja mjólkurbrúsa í kerru aftan í gömlum jeppa eða traktor. Síðan gerist það að það kemur Mjólkurbíll til að safna mjólkinni. Það hafði þær skelfilegu afleiðingar að mjólkurbrúsarnir urðu fljótlega úreltir því einn risa tankbíll fór á alla bæi og saug alla mjólk beint úr tanknum og flutti í mjólkurstöðina. Hratt dró úr brúsaflutningunum, gömlu jepparnir og traktorarnir fóru að riðga niður og vélahljóð þeirra þöggnuðu á vegunum. Mannlífið í sveitinni dróst saman og sveitafólkið, smátt og smátt, færði sig í önnur störf. Sjálfur hraktist ég í þéttbýlið og gerðist fiskari. En alltaf minnist ég gömlu tímana að bera og flytja mjólkurbrúsana, alla gleðina og mannlífið í kringum þá. Nú þegar ég er kominn í langt sumarfrí sem fiskari og strandveiðifiskarar, með sjóhatt og pípu í munnvikinu, sjá um veiðarnar á meðan, datt mér í hug hvort ekki væri tilvalið fyrir mig og fleiri að gerast frístunda mjólkurbílstjórar. Hugmyndin er að stjórnvöld setji upp kerfi í anda strandveiðikerfissins. Að fjóra daga í viku eða fjörtíu og átta daga á sumri sé mjólkin sótt í sveitirnar á litlum fólksbílum með kerru aftan í (minni en 750 kg. heildarþunga eftirvagns) eða 10x 30 l. brúsar í ferð. Þetta myndi geta skapað fjölmörg störf því margir eiga bíla og kerrur sem þeir hafa lítil not fyrir. Auk þess sem þetta myndi skapa líf og umferð á fáförnum sveitavegum. Þessir litlu frístundamjólkurbílar fara auk þess mikið betur með vegina og eyða mun minna eldsneyti en stóru tankbílarnir sem gleypa alla mjólkina úr tönkum bænda í einni svipan. Mjólkinni yrði að sjálfsögðu dælt úr tönkunum í brúsana, með umhverfisvænni rafmagnsdælu tengdri við rafkerfið í bílnum. Eins og áður segir munu þessir litlu frístunda mjólkurflutningar vekja upp líf, ekki bara á sveitavegunum heldur á öllu þjóðvegakerfinu og vekja verðskuldaða athygli ferðamanna. Að sjálfsögðu þarf að gera einhverjar lagabreytingar svo þessi frístundastarfsemi geti orðið að raunveruleika. Skora ég því á stjórnvöld að grípa sem fyrst til viðeigandi breytinga á lögum og reglum, svo að strax á næsta ári, verði um allar sveitir, keyrandi fólk af öllum kynjum, syngjandi (með rödd Hauks Morthens) „hver ekur eins og ljón með aðra hönd á stýri .....“ Að lokum, einhver gæti spurt hvort ekki væri verið að taka vinnu frá mjólkurbílstjórum. Það er alls ekki meininginn þeir fá að sjálfsögðu að sækja mólkina yfir veturinn og á lengri og erfiðari leiðum, við aðstæður þar sem erfitt er að komast á Skódanum með kerruna. Höfundur er fiskari, yfirvélstjóri og Skóda-eigandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
ÁKALL TIL STJÓRNVALDA. Nú eru strandveiðar í fullum gangi um allt land. Á meðan eru stærri fiskiskip meira og minna bundin við bryggju og fiskarar að sama skapi komnir í þriggja mánuða launalaust sumarfrí. Með einhverjum hætti verðum við fiskarar, að sjá fyrir okkur þennan tíma. Í gær var ég að taka til í bílskúrnum mínum og komu þá í hendur mínar gömlu mjólkurbrúsarnir úr sveitinni, en þeir voru aflagðir og taldir úreltir fyrir 40 árum og teljast í raun forngripir. Ég fór að hugsa til baka og rifja upp alla rómantíkina og gleðina sem var á þessum tíma. Allt sveitafólkið að bera mjólkurbrúsana sína og allir hittust með búsana sína, þeir sterkustu báru jafnvel tvo 30 lítra brúsa í hvorri hendi, alltaf var gaman og gleði. Lífið snérist um að bera og flytja mjólkurbrúsa í kerru aftan í gömlum jeppa eða traktor. Síðan gerist það að það kemur Mjólkurbíll til að safna mjólkinni. Það hafði þær skelfilegu afleiðingar að mjólkurbrúsarnir urðu fljótlega úreltir því einn risa tankbíll fór á alla bæi og saug alla mjólk beint úr tanknum og flutti í mjólkurstöðina. Hratt dró úr brúsaflutningunum, gömlu jepparnir og traktorarnir fóru að riðga niður og vélahljóð þeirra þöggnuðu á vegunum. Mannlífið í sveitinni dróst saman og sveitafólkið, smátt og smátt, færði sig í önnur störf. Sjálfur hraktist ég í þéttbýlið og gerðist fiskari. En alltaf minnist ég gömlu tímana að bera og flytja mjólkurbrúsana, alla gleðina og mannlífið í kringum þá. Nú þegar ég er kominn í langt sumarfrí sem fiskari og strandveiðifiskarar, með sjóhatt og pípu í munnvikinu, sjá um veiðarnar á meðan, datt mér í hug hvort ekki væri tilvalið fyrir mig og fleiri að gerast frístunda mjólkurbílstjórar. Hugmyndin er að stjórnvöld setji upp kerfi í anda strandveiðikerfissins. Að fjóra daga í viku eða fjörtíu og átta daga á sumri sé mjólkin sótt í sveitirnar á litlum fólksbílum með kerru aftan í (minni en 750 kg. heildarþunga eftirvagns) eða 10x 30 l. brúsar í ferð. Þetta myndi geta skapað fjölmörg störf því margir eiga bíla og kerrur sem þeir hafa lítil not fyrir. Auk þess sem þetta myndi skapa líf og umferð á fáförnum sveitavegum. Þessir litlu frístundamjólkurbílar fara auk þess mikið betur með vegina og eyða mun minna eldsneyti en stóru tankbílarnir sem gleypa alla mjólkina úr tönkum bænda í einni svipan. Mjólkinni yrði að sjálfsögðu dælt úr tönkunum í brúsana, með umhverfisvænni rafmagnsdælu tengdri við rafkerfið í bílnum. Eins og áður segir munu þessir litlu frístunda mjólkurflutningar vekja upp líf, ekki bara á sveitavegunum heldur á öllu þjóðvegakerfinu og vekja verðskuldaða athygli ferðamanna. Að sjálfsögðu þarf að gera einhverjar lagabreytingar svo þessi frístundastarfsemi geti orðið að raunveruleika. Skora ég því á stjórnvöld að grípa sem fyrst til viðeigandi breytinga á lögum og reglum, svo að strax á næsta ári, verði um allar sveitir, keyrandi fólk af öllum kynjum, syngjandi (með rödd Hauks Morthens) „hver ekur eins og ljón með aðra hönd á stýri .....“ Að lokum, einhver gæti spurt hvort ekki væri verið að taka vinnu frá mjólkurbílstjórum. Það er alls ekki meininginn þeir fá að sjálfsögðu að sækja mólkina yfir veturinn og á lengri og erfiðari leiðum, við aðstæður þar sem erfitt er að komast á Skódanum með kerruna. Höfundur er fiskari, yfirvélstjóri og Skóda-eigandi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar