Bíllaus Laugardalur og fleiri hugmyndir Ævar Harðarson skrifar 30. mars 2022 10:00 Á að gera Laugardalinn bíllausan? Hvernig á að nota gömlu stúkuna við Laugardalslaug og tengd mannvirki? Er til dæmis pláss fyrir bókasafn þar? Á að breyta syðsta hluta af bílastæðunum við Laugardalsvöll í grænt svæði? Þessa hugmyndir eru meðal þess sem þegar hafa verið nefndar í tengslum við gerð hverfisskipulags fyrir hverfin sem liggja að Laugardalnum en sú vinna hófst í byrjun árs. Dagana 30. og 31. mars munu örugglega miklu fleiri hugmyndir koma fram en þá verður opið hús og hugmyndakvöld undir stúkunni við Laugardalsvöll. Á staðnum verða til sýnis stór módel sem nemendur í 6. bekk Vogaskóla, Langholtsskóla og Laugarnesskóla og 7. bekkingar í Laugalækjarskóla hafa smíðað á undanförnum dögum af hverfunum í kringum skólana auk plakata með hugmyndum krakkanna um hvaða aðgerðir og úrbætur þau vilja að verði að veruleika í og við Laugardal. Nemendur í 8. og 9. bekk í Laugalækjarskóla skoða módel af sínu hverfi og koma með hugmyndir um úrbætur í hverfunum.Bragi Þór Jósefsson Sæbrautarstokkur, Sundabraut og Borgarlína Mjög umfangsmikil skipulagsverkefni eru framundan í Laugarnes-, Langholts- og Vogahverfi. Sæbraut á að fara í stokk milli Vogahverfis og hinnar nýju Vogabyggðar. Stokkurinn mun gjörbylta þessu svæði. Umferðarstórfljótið verður neðanjarðar og hægt verður að fara á yfirborðinu eftir göngu- og hjólastígum á þægilegan máta frá Laugardal að Elliðaárósum. Umhverfis og ofan á stokknum skapast forsendur fyrir spennandi borgarbyggð. Borgin hefur ýmsa útfærslur til skoðunar í þessari uppbyggingu. Til grundvallar er nýtt Vogatorg en þar verður meginstoppistöð Borgarlínu á milli Ártúnshöfða og miðbæjar Reykjavíkur. Við torgið verða íbúðabyggingar, verslun og þjónusta, og út frá því teygja sig götur með fjölbreyttu íbúða- og þjónustuhúsnæði. Annað risamál er lega og útfærsla Sundabrautar. Þar eru annars vegar Sundagöng og hins vegar Sundabrú megin valkostirnir. Umhverfismatið og samráð við íbúa og hagsmunaaðila beggja vegna Kleppsvíkur er algjört lykilatriði við endanlegt leiðarval á Sundabraut. Í jaðri þessara hverfa er svo Suðurlandsbrautin þar sem fyrsti áfangi Borgarlínu mun liggja. Öll þessi stóru verkefni þarf að hafa í huga við gerð hverfisskipulags sem kallar á samráð við íbúa, hagsmunaaðila og opinbera umsagnaraðila á öllum stigum skipulagsvinnunnar. Ný þróunar- og uppbyggingarsvæði Gert er ráð fyrir töluverðri fjölgun lítilla og meðalstórra íbúða en einnig stærri fjölskylduíbúða í Laugarneshverfi, Langholtshverfi og Vogahverfi. Á sérstakri kynningarsíðu um gerð hverfisskipulags fyrir þessi hverfi er hægt að skoða yfirlit yfir helstu uppbyggingarreitina auk annarra upplýsinga um þennan borgarhluta sem er í hjarta Reykjavíkur. Þessi byggingasvæði og reitir eru samkvæmt aðalskipulagi eða þegar samþykktu deiliskipulagi. Í vinnunni við hverfisskipulag verður meðal annars kallað eftir sjónarmiðum íbúa um hvort ástæða er til að skilgreina fleiri ný þróunar- og uppbyggingarsvæði. Nemendur í skólunum í Laugardal hafa komið með margar góðar hugmyndir um hvernig gera má hverfin enn betri.Bragi Þór Jósefsson Fleiri borgargötur Sama gildir um svokallaðar borgargötur. Mikilvægt er að fólkið sem býr í hverfunum láti í sér heyra um hvort eigi að fjölga þeim. Þegar helstu umferðargötum er breytt í borgargötur er lögð áhersla á meiri gróður og gatnahönnun sem dregur úr umferðarhraða, eykur umferðaröryggi, minnkar hávaða frá ökutækjum og mengun og eykur þannig lífsgæði íbúa. Aðstæður geta verið ólíkar á milli hverfa en í öllum tilvikum breytist ásýnd gatna verulega þegar þær verða borgargötur. Áhersla er lögð á opin svæði, hverfisgarða og hverfistorg. Þar verða til staðir þar sem fólk hittist. Við þær er oft ýmiss konar verslun og þjónusta auk annarrar stoðþjónustu, til dæmis grenndarstöðvar og rafhleðslustöðvar og stöðvar fyrir deilibíla og deilihjól. Starfsfólk umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar verður á hugmyndakvöldunum við Laugardalsvöll til að taka á móti hugmyndum. Þær verða svo unnar áfram með sérfræðingum borgarinnar og lagðar fram sem vinnutillögur í næstu umferð samráðsins. Við vonumst til að sjá sem flest af íbúum við Laugardal. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur/ Ph.D. arkitekt/Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ævar Harðarson Reykjavík Skipulag Samgöngur Borgarlína Laugardalsvöllur Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á að gera Laugardalinn bíllausan? Hvernig á að nota gömlu stúkuna við Laugardalslaug og tengd mannvirki? Er til dæmis pláss fyrir bókasafn þar? Á að breyta syðsta hluta af bílastæðunum við Laugardalsvöll í grænt svæði? Þessa hugmyndir eru meðal þess sem þegar hafa verið nefndar í tengslum við gerð hverfisskipulags fyrir hverfin sem liggja að Laugardalnum en sú vinna hófst í byrjun árs. Dagana 30. og 31. mars munu örugglega miklu fleiri hugmyndir koma fram en þá verður opið hús og hugmyndakvöld undir stúkunni við Laugardalsvöll. Á staðnum verða til sýnis stór módel sem nemendur í 6. bekk Vogaskóla, Langholtsskóla og Laugarnesskóla og 7. bekkingar í Laugalækjarskóla hafa smíðað á undanförnum dögum af hverfunum í kringum skólana auk plakata með hugmyndum krakkanna um hvaða aðgerðir og úrbætur þau vilja að verði að veruleika í og við Laugardal. Nemendur í 8. og 9. bekk í Laugalækjarskóla skoða módel af sínu hverfi og koma með hugmyndir um úrbætur í hverfunum.Bragi Þór Jósefsson Sæbrautarstokkur, Sundabraut og Borgarlína Mjög umfangsmikil skipulagsverkefni eru framundan í Laugarnes-, Langholts- og Vogahverfi. Sæbraut á að fara í stokk milli Vogahverfis og hinnar nýju Vogabyggðar. Stokkurinn mun gjörbylta þessu svæði. Umferðarstórfljótið verður neðanjarðar og hægt verður að fara á yfirborðinu eftir göngu- og hjólastígum á þægilegan máta frá Laugardal að Elliðaárósum. Umhverfis og ofan á stokknum skapast forsendur fyrir spennandi borgarbyggð. Borgin hefur ýmsa útfærslur til skoðunar í þessari uppbyggingu. Til grundvallar er nýtt Vogatorg en þar verður meginstoppistöð Borgarlínu á milli Ártúnshöfða og miðbæjar Reykjavíkur. Við torgið verða íbúðabyggingar, verslun og þjónusta, og út frá því teygja sig götur með fjölbreyttu íbúða- og þjónustuhúsnæði. Annað risamál er lega og útfærsla Sundabrautar. Þar eru annars vegar Sundagöng og hins vegar Sundabrú megin valkostirnir. Umhverfismatið og samráð við íbúa og hagsmunaaðila beggja vegna Kleppsvíkur er algjört lykilatriði við endanlegt leiðarval á Sundabraut. Í jaðri þessara hverfa er svo Suðurlandsbrautin þar sem fyrsti áfangi Borgarlínu mun liggja. Öll þessi stóru verkefni þarf að hafa í huga við gerð hverfisskipulags sem kallar á samráð við íbúa, hagsmunaaðila og opinbera umsagnaraðila á öllum stigum skipulagsvinnunnar. Ný þróunar- og uppbyggingarsvæði Gert er ráð fyrir töluverðri fjölgun lítilla og meðalstórra íbúða en einnig stærri fjölskylduíbúða í Laugarneshverfi, Langholtshverfi og Vogahverfi. Á sérstakri kynningarsíðu um gerð hverfisskipulags fyrir þessi hverfi er hægt að skoða yfirlit yfir helstu uppbyggingarreitina auk annarra upplýsinga um þennan borgarhluta sem er í hjarta Reykjavíkur. Þessi byggingasvæði og reitir eru samkvæmt aðalskipulagi eða þegar samþykktu deiliskipulagi. Í vinnunni við hverfisskipulag verður meðal annars kallað eftir sjónarmiðum íbúa um hvort ástæða er til að skilgreina fleiri ný þróunar- og uppbyggingarsvæði. Nemendur í skólunum í Laugardal hafa komið með margar góðar hugmyndir um hvernig gera má hverfin enn betri.Bragi Þór Jósefsson Fleiri borgargötur Sama gildir um svokallaðar borgargötur. Mikilvægt er að fólkið sem býr í hverfunum láti í sér heyra um hvort eigi að fjölga þeim. Þegar helstu umferðargötum er breytt í borgargötur er lögð áhersla á meiri gróður og gatnahönnun sem dregur úr umferðarhraða, eykur umferðaröryggi, minnkar hávaða frá ökutækjum og mengun og eykur þannig lífsgæði íbúa. Aðstæður geta verið ólíkar á milli hverfa en í öllum tilvikum breytist ásýnd gatna verulega þegar þær verða borgargötur. Áhersla er lögð á opin svæði, hverfisgarða og hverfistorg. Þar verða til staðir þar sem fólk hittist. Við þær er oft ýmiss konar verslun og þjónusta auk annarrar stoðþjónustu, til dæmis grenndarstöðvar og rafhleðslustöðvar og stöðvar fyrir deilibíla og deilihjól. Starfsfólk umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar verður á hugmyndakvöldunum við Laugardalsvöll til að taka á móti hugmyndum. Þær verða svo unnar áfram með sérfræðingum borgarinnar og lagðar fram sem vinnutillögur í næstu umferð samráðsins. Við vonumst til að sjá sem flest af íbúum við Laugardal. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulags Reykjavíkur/ Ph.D. arkitekt/Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun