Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 1. nóvember 2025 08:33 Það hefur lengi verið meginregla að setja gönguljós yfir miklar umferðargötur til að tryggja öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Þótt þessi nálgun virki einföld og örugg fylgja henni ýmsir ókostir. Langar raðir bíla geta myndast vegna eins eða fárra gangandi eða hjólandi vegfarenda þegar gönguljós stöðva heilu akreinarnar. Þetta veldur auknum eldsneytisbruna, meiri mengun og auknum pirringi í umferðinni. Göngubraut yfir Miklubraut við Klambratún er dæmi um þetta. Snjallstýrð gönguljós Til að bregðast við löngum biðtíma á ljósum er farið að nota snjallstýrð gönguljós sem skynja umferð og eiga að haga sér eftir því. Þannig búnaður var settur upp við gatnamót Bíldshöfða og Breiðhöfða í sumar. Slíkar ljósastýringar skipta miklu máli varðandi flæði gangandi vegfarenda og umferðar ökutækja og stytta biðtíma beggja. Hins vegar má einnig velta fyrir sér hvort beina eigi gangandi og hjólandi vegfarendum þvert yfir mestu umferðargötur borgarinnar, þrátt fyrir kosti snjallstýrðra ljósa. Hugsun til framtíðar Þegar bæta á bæði öryggi vegfarenda og umferðarflæði þarf að hugsa lengra en til hefðbundinna ljósastýringa. Undirgöng og göngubrýr yfir helstu stofnæðar tryggja mun meira öryggi og fljótlegri tengingar án þess að trufla bílaumferð. Reykjavíkurborg hefur nú þegar byggt töluvert af brúm fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, sem fyrir löngu hafa sannað gildi sitt, nú síðast yfir Sæbraut. Meiri kostnaður - en meira öryggi Stofnkostnaður við göngubrýr og undirgöng er töluverður í upphafi en ávinningurinn í skilvirkni og öryggi til lengri tíma er augljós. Með vaxandi umferðarþunga á höfuðborgarsvæðinu þarf að skoða allar leiðir sem draga úr árekstrum ólíkra ferðamáta. Bættar almenningssamgöngur og góður aðgangur að bílastæðum við samgöngumiðstöðvar skipta líka máli. Það myndi gera fleirum kleift að skilja bílinn eftir heima og ferðast með öðrum hætti um borgina. Ef markmiðið er öruggari, skilvirkari og vistvænni borg til framtíðar er kominn tími til að hugsa stærra. Beina þarf umferð gangandi og hjólandi vegfarendum frá umferðarþyngstu götum án þess að lengja leiðir þar sem því verður viðkomið. Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Sveinbjörn Guðmundsson Flokkur fólksins Reykjavík Umferð Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæri Lars Agnar Tómas Möller Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Það hefur lengi verið meginregla að setja gönguljós yfir miklar umferðargötur til að tryggja öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Þótt þessi nálgun virki einföld og örugg fylgja henni ýmsir ókostir. Langar raðir bíla geta myndast vegna eins eða fárra gangandi eða hjólandi vegfarenda þegar gönguljós stöðva heilu akreinarnar. Þetta veldur auknum eldsneytisbruna, meiri mengun og auknum pirringi í umferðinni. Göngubraut yfir Miklubraut við Klambratún er dæmi um þetta. Snjallstýrð gönguljós Til að bregðast við löngum biðtíma á ljósum er farið að nota snjallstýrð gönguljós sem skynja umferð og eiga að haga sér eftir því. Þannig búnaður var settur upp við gatnamót Bíldshöfða og Breiðhöfða í sumar. Slíkar ljósastýringar skipta miklu máli varðandi flæði gangandi vegfarenda og umferðar ökutækja og stytta biðtíma beggja. Hins vegar má einnig velta fyrir sér hvort beina eigi gangandi og hjólandi vegfarendum þvert yfir mestu umferðargötur borgarinnar, þrátt fyrir kosti snjallstýrðra ljósa. Hugsun til framtíðar Þegar bæta á bæði öryggi vegfarenda og umferðarflæði þarf að hugsa lengra en til hefðbundinna ljósastýringa. Undirgöng og göngubrýr yfir helstu stofnæðar tryggja mun meira öryggi og fljótlegri tengingar án þess að trufla bílaumferð. Reykjavíkurborg hefur nú þegar byggt töluvert af brúm fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, sem fyrir löngu hafa sannað gildi sitt, nú síðast yfir Sæbraut. Meiri kostnaður - en meira öryggi Stofnkostnaður við göngubrýr og undirgöng er töluverður í upphafi en ávinningurinn í skilvirkni og öryggi til lengri tíma er augljós. Með vaxandi umferðarþunga á höfuðborgarsvæðinu þarf að skoða allar leiðir sem draga úr árekstrum ólíkra ferðamáta. Bættar almenningssamgöngur og góður aðgangur að bílastæðum við samgöngumiðstöðvar skipta líka máli. Það myndi gera fleirum kleift að skilja bílinn eftir heima og ferðast með öðrum hætti um borgina. Ef markmiðið er öruggari, skilvirkari og vistvænni borg til framtíðar er kominn tími til að hugsa stærra. Beina þarf umferð gangandi og hjólandi vegfarendum frá umferðarþyngstu götum án þess að lengja leiðir þar sem því verður viðkomið. Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun