Flokkur fólksins

Fréttamynd

Lang­flestir hafa minnsta trú á Ingu

Þriðjungur þjóðarinnar hefur minnstar væntingar til Ingu Sæland af ráðherrunum ellefu í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. Forsætisráðherra ber höfuð og herðar yfir aðra ráðherra hvað væntingar varðar.

Innlent
Fréttamynd

Strand­veiðar aug­ljós­lega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að skýrslur hafi leitt í ljós að strandveiðikerfið hafi ekki verið brú fyrir nýliðun inn í aflamarkskerfið eins og vonast hafði verið til. Hann segir það augljósa staðreynd að ef strandveiðar væru ábatasamasta leiðin við að stunda veiðar væru allar hafnir fullar af trillum. Kannanir hafi þó sýnt að Íslendingar vilji að gætt sé jafnræðis milli sjónarmiða um hagræði og byggðasjónarmiða.

Innlent
Fréttamynd

Ragnar Þór leiðir að­gerða­hóp Ingu

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað aðgerðahóp um bráðaaðgerðir í húsnæðismálum og úrbætur til lengri tíma. Í hópnum sitja þrír þingmenn, einn úr hverjum stjórnarflokki, auk fulltrúa frá ráðuneytinu og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Innlent
Fréttamynd

Bankarnir áður svikið neyt­endur

Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fékk hann ekki minnisblaðið?

Miðað við málflutning Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Flokks fólksins, í umræðum á Alþingi fyrr í vikunni var „einfaldara“ að taka afstöðu til bókunar 35 við EES-samninginn en áður eftir „vandlega yfirferð í aðdraganda þess að ríkisstjórnin var mynduð.“ Flokkurinn hafði þó tekið mjög afgerandi afstöðu til málsins allt fram að myndun stjórnarinnar, alfarið hafnað innleiðingu bókunarinnar og lýst því réttilega yfir að samþykkt hennar bryti í bága við stjórnarskrána.

Skoðun
Fréttamynd

Ólík­legt að Katrín verði borgar­stjóri

Meirihlutaviðræður í borginni ganga mjög vel að sögn oddvita Samfylkingarinnar. Hún telur allar líkur á að viðræðurnar endi á því að meirihluti verður myndaður. Litlar líkur séu á að Katrín Jakobsdóttir verði næsti borgarstjóri. 

Innlent
Fréttamynd

Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum

Undanfarnar vikur höfum við orðið vör við hjákátlegt jarm og á köflum hljóð sem minna á væl og öskur út úr hrútakofa biturra manna sem kunna tungu sinni ekki forráð vegna þeirra miklu vonbrigða sem þeir urðu fyrir að afloknum síðustu alþingiskosningum. Þar fór Sjálfstæðisflokkurinn í fyrsta skipti í sögunni undir tuttugu prósent í fylgi, ásamt Framsóknarflokknum sem slefaði ekki átta prósentin, einnig í sögulega litlu fylgi í 108 ára sögu þeirrar gömlu samvinnuhreyfingar.

Skoðun
Fréttamynd

Flug­völlur okkar allra!

Loksins loksins er kominn röggsamur samgönguráðherra sem heggur á þann hnút sem framtíð og flugrekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar hefur verið í til fjölda ára.Umræðan um framtíð Reykjavíkurflugvallar hefur verið óþolandi fyrir íbúa landsbyggðanna í gegnum árin. Á hann að fara eða vera og ef hann á að fara þá hvert.

Skoðun
Fréttamynd

Þora ekki í skólann

Nýlega lýsti faðir stúlku hvernig dóttir hans hafi ítrekað orðið fyrir ofbeldi í einum af grunnskólum borgarinnar. Fleiri hafa stigið fram og talað um að börn þeirra hafi orðið fyrir andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á göngum skóla sinna og á salernum. Dæmi eru um að börn þori ekki í skólann. Foreldrar og börn hafa látið vita af ofbeldinu en ekki hefur tekist að stöðva það. Tilvik eru um að börn séu hætt að mæta í skólann.

Skoðun
Fréttamynd

„Við viljum bara keyra hlutina í gang“

Meirihlutaviðræður Samfylkingar, Pírata, Sósíalista, Flokks fólksins og Vinstri grænna í Reykjavík ganga vel að sögn oddvita tveggja flokkanna. Borgarstjórastóllinn hafi ekki verið ræddur, en mikið traust ríki milli oddvita allra flokkanna. 

Innlent
Fréttamynd

Ís­lensku krydd­píurnar en hver er hvað?

Oddviti Vinstri grænna grínaðist með það á þriðjudag að oddvitar flokkanna sem nú standa í meirihlutaviðræðum í Reykjavík væru kryddpíur, en ekki valkyrjur. Vísaði hún þar annars vegar til frægrar enskrar popphljómsveitar og hins vegar til oddvitanna í ríkisstjórn.

Lífið
Fréttamynd

Ekkert rætt um borgar­stjóra sem verður „vonandi kona“

Oddvitar fimm flokka sem hafa hafi formlegar meirihlutaviðræður segja mikið traust ríkja í viðræðunum. Samstarfið byggir á félagslegum grunni og verður lögð áhersla á húsnæðis- og skólamál. Ekkert hefur verið rætt um borgarstjóraembættið.

Innlent
Fréttamynd

„Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, fékk leyfi frá dómara til að tjá sig um mál sitt og eiginmanns hennar gegn íslenska ríkinu eftir að lögmenn höfðu lokið máli sínu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Kryddpíur“ í form­legt sam­tal

Fimm stjórnmálaflokkar hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um samstarf í borgarstjórn Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, sendir fyrir hönd oddvita VG, Sósíalista, Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins. Ekkert hefur verið rætt um það enn hver yrði mögulegt borgarstjóraefni.

Innlent
Fréttamynd

„Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“

„Réttlæti á Íslandi er dýrt,“ sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra þegar hún gaf skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún og eiginmaður hennar stefna íslenska ríkinu og vilja meina að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi haft af þeim tæplega ellefu milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

„Rétt­læti er svaka­lega dýrt“

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, segist höfða mál gegn ríkinu vegna þess að kerfið eigi ekki að geta komið fram við venjulegt fólk með þeim hætti sem það gerði í máli þeirra hjóna. Það sé ekki á allra færi að leita réttar síns.

Innlent
Fréttamynd

Meirihlutaspjall í heim­boði Heiðu Bjargar

Oddvitar Pírata, Sósaíalista, Vinstri grænna og Flokks fólksins hafa fundað á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík í dag með það fyrir augum að mynda nýjan meirihluta með fulltrúa fimm flokka.

Innlent
Fréttamynd

Krist­rún segir kjörna full­trúa ekki eiga að svara með skætingi

Þingið hófst með látum nú rétt í þessu. Hildur Sverrisdóttir þingflokksmaður Sjálfstæðisflokks tók upp þráðinn í óundirbúnum fyrirspurnum frá í gærkvöldi þegar Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína; Hildur spurði Kristrúnu hvort hún tæki undir með Ingu Sæland formanni Flokks fólksins, þegar hún lét umdeild ummæli falla um falsfréttamiðla?

Innlent
Fréttamynd

Ást­hildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi

Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra kemur fyrir Héraðsdóm Reyjavíkur í fyrramálið. Hún og eiginmaður hennar stefna íslenska ríkinu og vilja meina að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi haft af þeim tæplega ellefu milljónir króna árið 2017.

Innlent
Fréttamynd

Segir fullan ein­hug um öll mál hjá sam­hentri ríkis­stjórn

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti sína fyrstu stefnuræðu á Alþingi í kvöld. Í ræðunni sagði hún fulla einingu í ríkisstjórn um þau málefni sem fram komi í þingmálaskrá og kynnti næstu skref stjórnarinnar. Hún sagði þjóðina í senn vera heppna með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir, og mega vera stolta af Ingu Sæland, samráðherra hennar í ríkisstjórn.

Innlent
Fréttamynd

„Við í Fram­sókn erum að setja allt í loft upp“

Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir ákvörðunina að sprengja meirihlutasamstarfið í borgarstjórn Reykjavíkurborgar ekki einfalda en samstarfið sé eitthvað sem hann hafi verið neyddur í. Með slitunum á samstarfinu hafi hann viljað knýja fram breytingar sem að meirihlutinn kom sér ekki saman um. 

Innlent
Fréttamynd

Hefnd Ingu kom í bakið á Einari

Enginn veit hvað verður með meirihlutann í borgarstjórn eftir að Einar Þorsteinsson sleit meirihlutasamstarfinu í borginni. Afdráttar- og fordæmalaus yfirlýsing Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, hefur heldur betur sett strik í reikninginn. Eins og staðan er núna er líklegast að vinsælasti borgarfulltrúinn: Sanna Magdalena Mörtudóttir verði næsti borgarstjóri.

Innlent
Fréttamynd

Hama­gangur á þinginu hindri að­komu Flokks fólksins að við­ræðum

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir útspil formanns Flokks fólksins hafa komið verulegu á óvart enda sé það tengt atburðum sem tengjast borgarstjórnarhópnum ekki að neinu leyti. Samstarf flokkanna tveggja hafi verið mjög gott, málefnalegur samhljómur mikill og meirihlutaviðræður gengið vel.

Innlent
Fréttamynd

Út­spil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á ó­vart“

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir flókna stöðu nú komna upp í borginni eftir að meirihlutinn féll á föstudag. Hún segir útspil Flokks fólksins hafa komið sér á óvart en borgarfulltrúar þurfi nú að skoða aðra möguleika á meirihlutasamstarfi. Sjálfstæðisflokkurinn sé reiðubúinn til að axla þá ábyrgð að mynda starfhæfan meirihluta.

Innlent