Landbúnaður

Fréttamynd

Hið raun­veru­lega vanda­mál naut­gripa­ræktar

Háttvirtur þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi birti grein undir heitinu Raunveruleg staða nautgriparæktar í síðustu útgáfu Bændablaðsins. Vill undirrituð taka undir að staða nautgriparæktunar í dag sé orðin grafalvarleg og hjá alltof mörgum nautgripabændum komin yfir þolmörk, því líkt og háttvirtur þingmaður benti réttilega á þá hefur rekstrarniðurstaða greinarinnar vegna áranna 2017-2021 verið í öllum tilfellum neikvæð.

Skoðun
Fréttamynd

„Ljúga, svíkja og plata fólk” vegna innfluttra kjötvara

„Það er verið að ljúga, svíkja og plata fólk” segir Hrafnhildur P. Þorsteinsdóttir, baráttukona í Reykjavík, sem berst fyrir því að innfluttar kjötvörur séu merktar rétt í íslenskum verslunum. Þá bætir hún við að það sé ömurlegt að sjá hvernig fyrirtæki, sem flytja inn kjötvörur komast upp með það að blekkja neytendur með uppruna kjötsins.

Innlent
Fréttamynd

Paprika orðin tíma­bundin lúxu­s­vara

Fordæmalaust verð á papriku, sem hefur fjórfaldast undanfarnar vikur, hefur valdið neytendum sérstöku hugarangri. Forstjóri heildsölunnar Innnes segist aldrei hafa séð aðra eins hækkun - en nú horfi til betri vegar í paprikumálum.

Neytendur
Fréttamynd

Kúamessa í stærsta fjósinu á Suðurlandi

Heldur óvenjuleg messa verður haldin á morgun, en það er Kúamessa í stærsta fjósinu á Suðurlandi. Tveir kórar munu syngja í messunni. Presturinn hefur mestar áhyggjur af því að verða baulaður niður af kúnum

Innlent
Fréttamynd

Lausa­ganga í heima­sveitum er þrauta­ganga

Formaður sauðfjárdeildar Bændasamtakanna heldur því fram í Skoðun í Vísi að „lausaganga“ í heimasveitum sé langt frá því að deyja – því engar lagabreytingar hafi verið gerðar er varða lausagöngu búfjár.

Skoðun
Fréttamynd

Fréttir af ó­tíma­bærum dauða lausa­göngu bú­fjár stór­lega ýktar!

Í áliti umboðsmanns Alþingis frá 11. október 2022 (mál nr. 11167/2021) var fjallað um leiðbeiningar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá 2. júní 2021 í máli nr. SRN20070003 í tilefni af kvörtun A yfir stjórnsýslu sveitarfélags í tengslum við beiðni hans um smölun ágangsfjár á jörð hans. Í leiðbeiningunum kom fram sú afstaða að ákvæði í lögum um búfjárhald gengju framar eldri ákvæðum laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. Athugun umboðsmanns var einungis afmörkuð við hvort framangreind afstaða samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis samrýmdist lögum. Það var niðurstaða umboðsmanns að túlkun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins stæðist ekki.

Skoðun
Fréttamynd

Vöruviðskiptin óhagstæð um 25,9 milljarða

Fluttar voru út vörur fyrir 73,8 milljarða króna í febrúar 2023 og inn fyrir 99,7 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum. Vöruviðskiptin í febrúar voru því óhagstæð um 25,9 milljarða króna. Til samanburðar voru vöruviðskiptin óhagstæð um 15,1 milljarð króna í febrúar 2022 á gengi hvors árs fyrir sig.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslenska ullin hefur sjaldan eða aldrei verið eins vinsæl og nú

Eftirspurn eftir vörum úr íslenskri ull hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikil og nú, enda rjúka prjónavörur úr verslunum út eins og heitar lummur. Erlendir ferðamenn kaupa til dæmis oft margar, margar lopapeysur þegar þeir koma við í versluninni Þingborg í Flóahreppi til að taka með sér heim.

Innlent
Fréttamynd

Öll minkaskinn seldust upp í Kaupmannahöfn

Uppboð á minkaskinnum í Kaupmannahöfn í vikunni færir íslenskum loðdýrabændum vonarglætu á ný eftir sjö mögur ár. Öll skinn seldust upp og var meðalverð tólf prósentum hærra í dönskum krónum en í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Land­búnaðar­stefna og bú­vöru­samningar

Fyrir helgi birti matvælaráðherra inn á samráðsgátt stjórnvalda Tillögu að þingsályktun um landbúnaðarstefnu til ársins 2040. Það er löngu tímabært og ber að fagna á sama tíma er umræða um endurskoðun búvörusamninga er að hefjast.

Skoðun
Fréttamynd

Um lög­mæti bú­vöru­samninga

Í kvöldfréttum RÚV þann 3. febrúar sl. var umfjöllun um gerð nýrra búvörusamninga. Þar var m.a. tiltekið að núgildandi búvörusamningar hefðu verið gerðir árið 2016 og ættu að gilda út árið 2026 en síðari endurskoðun þeirra stæði nú fyrir dyrum.

Skoðun
Fréttamynd

Verkalýðsfélög, eingöngu fyrir útvalda

Í sérstakri bókun við nýjan kjarasamning VR og LÍV við Félag atvinnurekenda segir að félögin ætli að sameinast um að setja þrýsting á stjórnvöld til að afnema og lækka tolla í þágu neytenda. Í bókuninni er jafnframt fullyrt að slík aðgerð sé ein skilvirkasta leiðin til að bæta hag launþega.

Skoðun
Fréttamynd

Enn um út­hlutun toll­kvóta

Undanfarið hefur skapast nokkur umræða um úthlutun tollkvóta fyrir landbúnaðarvörur, verðþróun tollkvótanna og áhrif þeirrar verðþróunar á verð til neytenda. Af hálfu Félags atvinnurekenda (FA) hefur því verið haldið fram að verðhækkun á tollkvótum undanfarin misseri sé tilkomin vegna yfirboða af hálfu afurðastöðva í landbúnaði.

Skoðun
Fréttamynd

Lík­legt að tvö hundruð svín hafi drepist í elds­voða

Allt tiltækt lið Brunavarna Austur-Húnvetninga var kallað í morgun vegna elds í svínabúi við Skriðuland í Langadal. Talið er að rúmlega tvö hundruð svín hafi drepist í brunanum en þó er útlit fyrir að tekist hafi að bjarga fimm til sex hundruð svínum.

Innlent
Fréttamynd

Kýrin Fata mjólkar mest allra kúa á Íslandi

Afurðahæsta kýr landsins á nýliðnu ári er Fata á bænum Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Fata, sem er að verða átta ára og hefur eignast fimm kálfa, þar af tvær kvígur mjólkaði tæplega fimmtán þúsund lítra af mjólk á 11 mánaða tímabili.

Innlent
Fréttamynd

Para­in­flúensa finnst nú í öllum lands­hlutum

Bovine Parainflúensa 3 veiran (BPIV3) greindist fyrst hér á landi á einum bæ á Norðausturlandi snemma haustið 2022. Ekki var vitað hvort um væri að ræða einstakt tilfelli eða hvort veiran væri dreifð í kúastofninum. Eftir rannsókn Matvælastofnunar (MAST) er komið í ljós að veiran finnst í öllum landshlutum. 

Innlent
Fréttamynd

Graskögglaverksmiðja reist við Húsavík?

Nú er unnið að því að koma upp Graskögglaverksmiðju við Húsavík með nýtingu jarðhita við Hveravelli í Reykjahverfi. Kostnaður við byggingu verksmiðjunnar er um tveir milljarðar króna en hún mun taka til starfa 2025 ef allt gengur upp.

Innlent
Fréttamynd

Erfiðast að skyld­fólkið hafi komið skepnunum fyrir kattar­nef

Guðmunda Tyrfingsdóttir bóndi í Lækjartúni í Ásahreppi segir erfiðast af öllu að skyldfólk sitt standi á bak við það að allir gripir á bænum hafi verið aflífaðir. Nágrannar í sveitinni segjast hafa fengið símtöl þess efnis að ekki ætti að hjálpa Guðmundu með búskapinn eftir að hún fór úr axlarlið í desember og var flutt á sjúkrahús.

Innlent
Fréttamynd

Sigga bar óvænt tveimur lömbum í Grímsnesi

Það hefur heldur betur birt yfir í fjárhúsinu á bænum Miðengi í Grímsnesi því þar voru fyrstu vorboðar ársins að koma í heiminn, lambadrottning og lambakóngur. Óljóst er hver pabbi lambanna er, en forystuhrútur á bænum liggur sterklega undir grun.

Innlent
Fréttamynd

Frosthörkur gera garðyrkjubændum erfitt fyrir

Frosthörkur síðustu vikur hafa gert garðyrkjubændum í Uppsveitum Árnessýslu erfitt fyrir við að halda hita á gróðurhúsunum sínum. Á sama tíma hafa þeir þurft að auka lýsinguna í gróðurhúsum til að auka vöxt plantna með tilheyrandi kostnaði í kuldatíðinni.

Innlent