„Þetta voru vinir mínir, skepnurnar” Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. janúar 2024 20:03 Guðmunda í Lækjartúni, sem neitar að hætta búskap og er nú komin með fjórar hænur og einn hana eftir að öllum skepnum hennar var slátrað í óleyfi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmunda Tyrfingsdóttir, bóndi á tíræðisaldri sem vann fullnaðarsigur gegn Matvælastofnun þegar skepnum hennar var slátrað, ætlar ekki að gefast upp í búskapnum því hún er búin að fá sér hænur. Matvælastofnun hefur sent henni afsökunarbeiðni og lagt inn á hana andvirði skepnanna, sem var slátrað í óleyfi. Guðmunda dvelur um þessar mundir á dvalarheimilinu Lundi á Hellu eftir að hafa orðið fyrir smá byltu heima hjá sér í Lækjartúni í Ásahreppi. Þar hefur hún stundað búskap í áratugi með góðum árangri, aðallega með kýr, auk þess að hafa verið með sauðfé, hross og hænur. Eins og kunnugt er þá var öllum skepnum Guðmundu slátrað að skipun Matvælastofnunar. Guðmunda krafðist þá að ákvörðun stofnunarinnar yrði felld úr gildi og að það yrði viðurkennt að búfé hennar hafi verið slátrað með ólögmætri stjórnvaldsaðgerð. Matvælaráðuneytið úrskurðaði Guðmundu í vil, það mátti ekki slátra búpening hennar. Og þú varst bara ákveðin að fara í mál við stofnunina? „Mér fannst ég gæti ekki annað því mér fannst þetta svo langt gengið því mér var sagt að ég væri bara svipt öllu andmælafrelsi og hefði ekkert með skepnurnar að gera. Mér fannst þetta ekki sanngjarnt. Skepnurnar voru ekkert illa haldnar eða vanhirtar. Ég reyndi að fá hjálp til að sinna þeim ef ég gat það ekki sjálf,” segir Guðmunda. Guðmunda hefur fengið bréf og afsökunarbeiðni frá Matvælastofnun og búið er að greiða henni innleggið frá sláturhúsi með dráttarvöxtum, alls 836.292 krónur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fékkstu einhverja hjálp eða hvernig var það? „Já, það fékk ég sannarlega en Matvælastofnun hlustaði ekki á það,” segir hún. Guðmunda hefur nú fengið yfirlit frá Matvælastofnun yfir skepnurnar, sem var slátrað með upplýsingum um andvirði þeirra og hefur peningurinn verður lagður inn á reikning Guðmundu. Þá biðst Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri stofnunarinnar velvirðingar á þessum mistökum og harmar óþægindin. „Manni finnst kannski mest um vert ef við getum lært af vitleysunni og komið einhverju til betri vegar. Þetta voru óþarfa læti. Þetta voru vinir mínir, skepnurnar,” segir Guðmunda. Guðmunda segir að skepnunum, sem hafi verið slátrað hafi verið vinir sínir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmunda er nú búin að fá sér fjórar hænur og einn hana, sem eru í pössun á meðan hún er á Lundi. „Það er betra en ekki því þau voru hjá mér í sumar og töluðu við mig sínu hænumáli. Haninn varð eitthvað lasin og svo hresstist hann og fékk nafnið Ófeigur,” segir hún alsæl. Guðmunda segist vonast til að geta farið heim aftur í Lækjartún en hún verður 92 ára 13. febrúar næstkomandi. Guðmunda er nú á Lundi á Hellu þar sem hún segir að stjanað sé við sig alla daga en hún vonast þó til að komast aftur fljótlega heim í Lækjartún.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmunda var sótt heim í Ísland í dag árið 2011 og fengu áhorfendur þá að skyggnast inn í líf hennar og búskap. Hér fyrir neðan má sjá frá þeim þætti: Ásahreppur Landbúnaður Matvælaframleiðsla Eldri borgarar Tengdar fréttir Mál Guðmundu þyngra en tárum taki Helga Arnardóttir, kvikmyndagerðarkona, segir mál Guðmundu Tyrfingsdóttur sem var vörslusvipt búfénaði sínum og honum ólögmætt slátrað, vera þyngra en tárum tekur í færslu sem hún birti á Facebook í dag. 28. desember 2023 18:11 MAST mátti ekki slátra skepnum Guðmundu Ákvörðun Matvælastofnunar um að vörslusvipta Guðmundu Tyrfingsdóttur bónda búfénaði sínum og slátra honum hefur verið úrskurðuð ólögmæt af matvælaráðuneytinu. Lögmaður Guðmundu segir Guðmundu sátta með úrskurðinn þó dýrin snúi aldrei heim. 19. desember 2023 16:36 Erfiðast að skyldfólkið hafi komið skepnunum fyrir kattarnef Guðmunda Tyrfingsdóttir bóndi í Lækjartúni í Ásahreppi segir erfiðast af öllu að skyldfólk sitt standi á bak við það að allir gripir á bænum hafi verið aflífaðir. Nágrannar í sveitinni segjast hafa fengið símtöl þess efnis að ekki ætti að hjálpa Guðmundu með búskapinn eftir að hún fór úr axlarlið í desember og var flutt á sjúkrahús. 13. janúar 2023 15:57 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Sjá meira
Guðmunda dvelur um þessar mundir á dvalarheimilinu Lundi á Hellu eftir að hafa orðið fyrir smá byltu heima hjá sér í Lækjartúni í Ásahreppi. Þar hefur hún stundað búskap í áratugi með góðum árangri, aðallega með kýr, auk þess að hafa verið með sauðfé, hross og hænur. Eins og kunnugt er þá var öllum skepnum Guðmundu slátrað að skipun Matvælastofnunar. Guðmunda krafðist þá að ákvörðun stofnunarinnar yrði felld úr gildi og að það yrði viðurkennt að búfé hennar hafi verið slátrað með ólögmætri stjórnvaldsaðgerð. Matvælaráðuneytið úrskurðaði Guðmundu í vil, það mátti ekki slátra búpening hennar. Og þú varst bara ákveðin að fara í mál við stofnunina? „Mér fannst ég gæti ekki annað því mér fannst þetta svo langt gengið því mér var sagt að ég væri bara svipt öllu andmælafrelsi og hefði ekkert með skepnurnar að gera. Mér fannst þetta ekki sanngjarnt. Skepnurnar voru ekkert illa haldnar eða vanhirtar. Ég reyndi að fá hjálp til að sinna þeim ef ég gat það ekki sjálf,” segir Guðmunda. Guðmunda hefur fengið bréf og afsökunarbeiðni frá Matvælastofnun og búið er að greiða henni innleggið frá sláturhúsi með dráttarvöxtum, alls 836.292 krónur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fékkstu einhverja hjálp eða hvernig var það? „Já, það fékk ég sannarlega en Matvælastofnun hlustaði ekki á það,” segir hún. Guðmunda hefur nú fengið yfirlit frá Matvælastofnun yfir skepnurnar, sem var slátrað með upplýsingum um andvirði þeirra og hefur peningurinn verður lagður inn á reikning Guðmundu. Þá biðst Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri stofnunarinnar velvirðingar á þessum mistökum og harmar óþægindin. „Manni finnst kannski mest um vert ef við getum lært af vitleysunni og komið einhverju til betri vegar. Þetta voru óþarfa læti. Þetta voru vinir mínir, skepnurnar,” segir Guðmunda. Guðmunda segir að skepnunum, sem hafi verið slátrað hafi verið vinir sínir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmunda er nú búin að fá sér fjórar hænur og einn hana, sem eru í pössun á meðan hún er á Lundi. „Það er betra en ekki því þau voru hjá mér í sumar og töluðu við mig sínu hænumáli. Haninn varð eitthvað lasin og svo hresstist hann og fékk nafnið Ófeigur,” segir hún alsæl. Guðmunda segist vonast til að geta farið heim aftur í Lækjartún en hún verður 92 ára 13. febrúar næstkomandi. Guðmunda er nú á Lundi á Hellu þar sem hún segir að stjanað sé við sig alla daga en hún vonast þó til að komast aftur fljótlega heim í Lækjartún.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmunda var sótt heim í Ísland í dag árið 2011 og fengu áhorfendur þá að skyggnast inn í líf hennar og búskap. Hér fyrir neðan má sjá frá þeim þætti:
Ásahreppur Landbúnaður Matvælaframleiðsla Eldri borgarar Tengdar fréttir Mál Guðmundu þyngra en tárum taki Helga Arnardóttir, kvikmyndagerðarkona, segir mál Guðmundu Tyrfingsdóttur sem var vörslusvipt búfénaði sínum og honum ólögmætt slátrað, vera þyngra en tárum tekur í færslu sem hún birti á Facebook í dag. 28. desember 2023 18:11 MAST mátti ekki slátra skepnum Guðmundu Ákvörðun Matvælastofnunar um að vörslusvipta Guðmundu Tyrfingsdóttur bónda búfénaði sínum og slátra honum hefur verið úrskurðuð ólögmæt af matvælaráðuneytinu. Lögmaður Guðmundu segir Guðmundu sátta með úrskurðinn þó dýrin snúi aldrei heim. 19. desember 2023 16:36 Erfiðast að skyldfólkið hafi komið skepnunum fyrir kattarnef Guðmunda Tyrfingsdóttir bóndi í Lækjartúni í Ásahreppi segir erfiðast af öllu að skyldfólk sitt standi á bak við það að allir gripir á bænum hafi verið aflífaðir. Nágrannar í sveitinni segjast hafa fengið símtöl þess efnis að ekki ætti að hjálpa Guðmundu með búskapinn eftir að hún fór úr axlarlið í desember og var flutt á sjúkrahús. 13. janúar 2023 15:57 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Sjá meira
Mál Guðmundu þyngra en tárum taki Helga Arnardóttir, kvikmyndagerðarkona, segir mál Guðmundu Tyrfingsdóttur sem var vörslusvipt búfénaði sínum og honum ólögmætt slátrað, vera þyngra en tárum tekur í færslu sem hún birti á Facebook í dag. 28. desember 2023 18:11
MAST mátti ekki slátra skepnum Guðmundu Ákvörðun Matvælastofnunar um að vörslusvipta Guðmundu Tyrfingsdóttur bónda búfénaði sínum og slátra honum hefur verið úrskurðuð ólögmæt af matvælaráðuneytinu. Lögmaður Guðmundu segir Guðmundu sátta með úrskurðinn þó dýrin snúi aldrei heim. 19. desember 2023 16:36
Erfiðast að skyldfólkið hafi komið skepnunum fyrir kattarnef Guðmunda Tyrfingsdóttir bóndi í Lækjartúni í Ásahreppi segir erfiðast af öllu að skyldfólk sitt standi á bak við það að allir gripir á bænum hafi verið aflífaðir. Nágrannar í sveitinni segjast hafa fengið símtöl þess efnis að ekki ætti að hjálpa Guðmundu með búskapinn eftir að hún fór úr axlarlið í desember og var flutt á sjúkrahús. 13. janúar 2023 15:57