Karamelluskyrið rýkur upp í verði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2024 11:17 Mjólkurvörur í kæli í verslun Nettó á Granda. Vísir/vilhelm Verð á mjólkurvörum hækkaði í mörgum verslunum milli fyrstu og annarrar viku ársins samkvæmt niðurstöðum verðlagseftirlits ASÍ. Heildsöluverð á mjólk hækkaði um 1,6 prósent þann 8. janúar sem er strax farið að skila sér í meiri kostnaði fyrir neytendur. Áhugafólk um karamelluskyr finnur sérstaklega fyrir hækkun. Verð hækkaði oftast í Bónus, eða á 90% af vörunum sem þar voru skoðaðar. Mest hækkuðu verð í Iceland, um rúmlega 4%. Verðið stóð í stað í Extra og Heimkaupum en lækkaði í Fjarðarkaupum. Þar munar mestu um 15-20% afslætti sem gefnir voru á vissum vörum á könnunardegi, sem var 12. janúar. Fyrri athugunin var framkvæmd 3.-4. janúar. Allt að 19 prósenta hækkun Í Nettó, Krónunni, Kjörbúðinni, Hagkaupum, Bónus og Krambúðinni hækkaði verð á flokkunum ostar og smjör, skyr og jógúrt, mjólk og jurtamjólk, og rjómi, um 1-4%. Mest hækkaði flokkurinn mjólk og jurtamjólk í Iceland, um 5,6%. Mestu munaði um 330ml D-vítamínbætta nýmjólk og léttmjólk, sem hækkaði um 19%. Flokkurinn rjómi hækkaði í öllum tilfellum um minna en 2%, stóð í stað í Extra og Heimkaupum og lækkaði í Fjarðarkaupum. Vert er að nefna að þann 8. janúar tók gildi ákvörðun verðlagsnefndar búvara um að hækka heildsöluverð á mjólk um 1,6%. Lágmarksverð mjólkur til bænda hækkaði um áramótin um 2,25%. Karamellan rýkur upp Verðbreytingarnar eru áfall fyrir karamelluskyrsunnendur. Lítið KEA saltkaramelluskyr, 200gr, hækkaði mest allra vara – um 32% í Iceland og Krambúðinni og 27% í Kjörbúðinni. Engjaþykkni með karamellubragði hækkaði um 31% í Krambúðinni, 28% í Iceland og 23% í Kjörbúðinni. Ísey skyr með creme brulee hækkaði um 29% í Iceland og 28% í Kjörbúðinni. Karamelluskyrið er þó enn á sama verði og áður í Heimkaupum, Fjarðarkaupum og Extra. Flestar verðlækkanir milli vikna voru í Fjarðarkaupum, fyrst og fremst vegna fyrrnefndra afslátta. Lækkanirnar náðu til 17% af þeim 223 vörum sem skoðaðar voru þar. Nettó lækkaði verð á engum vörum og sem fyrr segir stóðu verð í stað í Extra og Heimkaupum. Fleiri krónur fyrir Dala Camenbert Verðhækkanir voru tíðastar í Bónus; 90% af vörunum sem skoðaðar voru þar hækkuðu í verði. Þær hækkuðu að meðaltali um 1,6%, en mest hækkaði Dala Camembert, um rúmlega 7%. Könnunin var framkvæmd 11.-12. janúar 2024, í verslunum og vefverslunum. Úrvalið sem hér er til skoðunar endurspeglar ekki verðbreytingar í allri versluninni. Aðeins er kannað vöruverð og ekki lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Landbúnaður Verðlag Verslun Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Sjá meira
Verð hækkaði oftast í Bónus, eða á 90% af vörunum sem þar voru skoðaðar. Mest hækkuðu verð í Iceland, um rúmlega 4%. Verðið stóð í stað í Extra og Heimkaupum en lækkaði í Fjarðarkaupum. Þar munar mestu um 15-20% afslætti sem gefnir voru á vissum vörum á könnunardegi, sem var 12. janúar. Fyrri athugunin var framkvæmd 3.-4. janúar. Allt að 19 prósenta hækkun Í Nettó, Krónunni, Kjörbúðinni, Hagkaupum, Bónus og Krambúðinni hækkaði verð á flokkunum ostar og smjör, skyr og jógúrt, mjólk og jurtamjólk, og rjómi, um 1-4%. Mest hækkaði flokkurinn mjólk og jurtamjólk í Iceland, um 5,6%. Mestu munaði um 330ml D-vítamínbætta nýmjólk og léttmjólk, sem hækkaði um 19%. Flokkurinn rjómi hækkaði í öllum tilfellum um minna en 2%, stóð í stað í Extra og Heimkaupum og lækkaði í Fjarðarkaupum. Vert er að nefna að þann 8. janúar tók gildi ákvörðun verðlagsnefndar búvara um að hækka heildsöluverð á mjólk um 1,6%. Lágmarksverð mjólkur til bænda hækkaði um áramótin um 2,25%. Karamellan rýkur upp Verðbreytingarnar eru áfall fyrir karamelluskyrsunnendur. Lítið KEA saltkaramelluskyr, 200gr, hækkaði mest allra vara – um 32% í Iceland og Krambúðinni og 27% í Kjörbúðinni. Engjaþykkni með karamellubragði hækkaði um 31% í Krambúðinni, 28% í Iceland og 23% í Kjörbúðinni. Ísey skyr með creme brulee hækkaði um 29% í Iceland og 28% í Kjörbúðinni. Karamelluskyrið er þó enn á sama verði og áður í Heimkaupum, Fjarðarkaupum og Extra. Flestar verðlækkanir milli vikna voru í Fjarðarkaupum, fyrst og fremst vegna fyrrnefndra afslátta. Lækkanirnar náðu til 17% af þeim 223 vörum sem skoðaðar voru þar. Nettó lækkaði verð á engum vörum og sem fyrr segir stóðu verð í stað í Extra og Heimkaupum. Fleiri krónur fyrir Dala Camenbert Verðhækkanir voru tíðastar í Bónus; 90% af vörunum sem skoðaðar voru þar hækkuðu í verði. Þær hækkuðu að meðaltali um 1,6%, en mest hækkaði Dala Camembert, um rúmlega 7%. Könnunin var framkvæmd 11.-12. janúar 2024, í verslunum og vefverslunum. Úrvalið sem hér er til skoðunar endurspeglar ekki verðbreytingar í allri versluninni. Aðeins er kannað vöruverð og ekki lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.
Landbúnaður Verðlag Verslun Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Sjá meira