Verðlag „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við í febrúar. Verð á tilbúnum réttum, sælgæti og fuglakjöti hækkaði sérstaklega en ávaxtaverð lækkar. Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir skjóta skökku við að verslanir tilkynni um hækkanir þegar samfélagið allt sé að reyna að keyra niður verðbólgu fyrir fullt og allt. Neytendur 12.2.2025 12:00 Matvöruverð tekur stökk upp á við Dagvöruvísitala hækkaði um 0,22% á milli mánaða samkvæmt nýrri úttekt verðlagseftirlits ASÍ. Um er að ræða nokkurn viðsnúning frá mælingu eftirlitsins sem gerða var í síðustu viku þegar hækkun milli mánaða stóð í stað. Meðal þess sem hækkar mest er innfluttur ostur, kjúklingur, tómatar í lausu og sælgæti. Ávextir hafa hins vegar lækkað í verði. Neytendur 12.2.2025 09:42 Fátt nýtt í skilaboðum bankans og ekki ástæðu til að endurmeta vaxtahorfurnar Þrátt fyrir varfærinn tón í skilaboðum Seðlabankans þá hefur ekki orðið nein breyting á meginstefnu peningastefnunefndar um lækkun vaxta í takt við verðbólgu og verðbólguvæntingar, að sögn aðalhagfræðings Kviku, en miðað við þróttinn í hagkerfinu er samt ósennilegt að lokavextir lækkunarferlisins fari nálægt þeim gildum sem voru fyrir faraldur. Launakostnaður er að hækka talsvert umfram það sem samræmis verðstöðugleika og seðlabankastjóri segir að áhættan á vinnumarkaði, þar sem enn er ósamið við kennara, sé upp á við. Innherji 9.2.2025 12:40 Nammið rýkur áfram upp í verði Kúlusúkk og þristar hafa hækkað um ríflega fjórðung í verði í lágvöruverðsverslunum á einu ári. Kílóverðið er þó enn lægra en á vinsælasta súkkulaði stærri framleiðanda sem einnig hækkar og hækkar í verði. Neytendur 7.2.2025 16:59 Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Dagvöruvísitala verðlagseftirlitsins lækkar milli mánaða og mælist nú -0,1 prósent í febrúar þegar fyrstu mælingar liggja fyrir. Orsök lækkunarinnar eru Heilsudagar í Nettó sem standa yfir fyrstu vikuna í febrúar. Prís er enn ódýrasta verslunin og verðlag í Bónus hefur að jafnaði hækkað meira en í Krónunni síðustu mánuði. Þetta, og meira, kemur fram í tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ. Neytendur 6.2.2025 13:19 Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Stýrivextir Seðlabanka Íslands standa í átta prósentum eftir að peningastefnunefnd bankans lækkaði vexti um 0,5 prósentustig. Nefndin var einróma í ákvörðun sinni. Annar tveggja eigenda Mikluborgar telur lækkunina munu auðvelda stórum hópi að komast í gegnum greiðslumat en segir um leið að betur megi ef duga skal. Viðskipti innlent 5.2.2025 20:03 Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur lækkað stýrivexti um hálft prósentustig og standa vextirnir nú í átta prósentum. Seðlabankastjóri segir tollastríð Bandaríkjanna við helstu viðskiptaþjóðir geta haft mikil áhrif á efnahagsmálin hér á landi. Ísland ætti að forðast þátttöku í þeim deilum. Viðskipti innlent 5.2.2025 12:17 Önnur stór vaxtalækkun í takt við væntingar en áfram þörf á þéttu aðhaldi Meginvextir Seðlabankans hafa verið lækkaðir í annað sinn í röð um fimmtíu punkta, sem er í samræmi við væntingar greinenda og markaðsaðila, en peningastefnunefnd segir útlit fyrir að verðbólga hjaðni áfram næstu mánuði og að spennan í þjóðarbúinu sé í „rénun.“ Nefndin undirstrikar hins vegar að áfram sé þörf á „þéttu“ taumhaldi peningastefnunnar og varkárni við næstu vaxtaákvarðanir. Innherji 5.2.2025 09:15 Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 8,5 prósent í 8,0 prósent. Viðskipti innlent 5.2.2025 08:30 Vanskil að lækka á flesta mælikvarða síðustu mánuði þrátt fyrir háa vexti Eftir skarpa aukningu í alvarlegum vanskilum einstaklinga og fyrirtækja framan af árinu 2024 tók þróunin talsverðum breytingum þegar komið var á seinni hluta ársins og vanskilin fóru þá lækkandi á nýjan leik, samkvæmt gögnum frá Motus, á sama tíma vaxtalækkunarferlið var ekki enn hafið. Vanskilahlutföllin eru núna talsvert undir þeim viðmiðum sem þekktust á árunum fyrir faraldurinn. Innherji 4.2.2025 17:10 Annað en 50 punkta lækkun myndi vekja áhyggjur af óskýrleika nefndarinnar Mikill meirihluti markaðsaðila og hagfræðinga telur einboðið að Seðlabankinn lækki vextina á nýjan leik um fimmtíu punkta í vikunni enda myndi önnur ákvörðun „skjóta skökku við“ með hitastigið á raunstýrivöxtunum á nákvæmlega sama stað nú og þegar peningastefnunefndin kom síðast saman í nóvember. Á meðan sumir þátttakendur í könnun Innherja telja hægt að fara rök fyrir stærra skrefi, núna þegar verðbólgan er á undanhaldi og hátt raunvaxtastig mun halda áfram að bíta fast, þá benda aðrir á að það sé enn viðnámsþróttur víða í hagkerfinu og fátt sem „beinlínis hrópi“ á mikla losun aðhalds. Innherji 3.2.2025 11:09 Verðbólgumælingin var ekki „jafn uppörvandi“ og lækkunin gaf til kynna Ef ekki hefði komið til lækkunar húsnæðisliðarins og flugfargjalda umfram spár greinenda þá hefði mælda tólf mánaða verðbólgan hækkað í fimm prósent í janúar, að sögn aðalhagfræðings Kviku banka, sem óttast „vaxandi tregðu“ í þeirri verðbólgu sem eftir stendur. Þótt nýjasta verðbólgumælingin hafi ekki verið „jafn uppörvandi“ og hjöðnunin gaf til kynna þá ætti hún samt að „innsigla“ aðra fimmtíu punkta vaxtalækkun í næstu viku, meðal annars vegna þess að verðbólguvæntingar eru á hraðri niðurleið. Innherji 1.2.2025 12:04 Skörp hjöðnun verðbólgu greiðir leiðina fyrir aðra stóra vaxtalækkun Með lækkun verðbólgunnar í janúar, sem var nokkuð á skjön við meðalspá sex greinenda, eru núna yfirgnæfandi líkur á því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka meginvexti um fimmtíu punkta í annað sinn í röð þegar ákvörðunin verður kunngjörð í næstu viku. Verðbólguálagið lækkaði skarpt á markaði í dag, einkum á styttri endanum, og þá er hátt raunvaxtastig farið að hægja mjög á hækkunum á húsnæðismarkaði. Innherji 30.1.2025 15:18 Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýruvexti um 50 punkta þannig að þeir fari úr 8,5 prósent í 8,0 prósent. Viðskipti innlent 30.1.2025 13:57 Verðbólga mjakast niður á við Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,27 stig á milli mánaða í janúar. Ársverðbólga mældist 4,6 prósent sem var 0,2 stigum minna en í desember. Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um sextán prósent frá því í desember en áfengi og tóbak hækkuðu um tæp fjögur prósent. Viðskipti innlent 30.1.2025 09:25 Markaðurinn væntir vaxtalækkana Niðurstöður könnunar Seðlabankans meðal markaðsaðila gefa til kynna að verðbólguvæntingar þeirra til skamms tíma hafi lítið breyst frá síðustu könnun í nóvember. Þeir vænti þess að stýrivextir verði orðnir 5,75 prósent eftir tvö ár. Viðskipti innlent 29.1.2025 11:33 Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Íslandsbanki spáir því að verðbólga verði þrjú prósent að jafnaði á næsta ári. Þá verði stýrivextir komnir niður í 6,5 prósent í árslok. Viðskipti innlent 29.1.2025 10:32 Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Vöruverð í Prís er að meðaltali fjórum prósentum lægra en í Bónus, en einstakir vöruflokkar eru allt að 12 prósent ódýrari samkvæmt athugun verðlagseftirlits ASÍ. Athugunin náði til 514 vara, sem voru nánast alltaf ódýrari hjá Prís. Neytendur 22.1.2025 15:48 „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Í fyrsta lagi eru allt of margir starfsmenn að vinna fyrir hið opinbera, sem síðan eru með meiri hlunnindi en aðrir og þó á sambærilegum launum. Auðvitað eru margir í afar mikilvægum störfum en það þarf að fara að hugsa hlutina frá grunni og endurskipuleggja reksturinn“ segir Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Prís. Atvinnulíf 22.1.2025 07:02 Fer hörðum orðum um kjarasamninga og segir nálgun SA hafa beðið „skipbrot“ Nálgun Samtaka atvinnulífsins í síðustu kjarasamningum á almennum vinnumarkaði, með áherslu á krónutöluhækkanir fyrir þá sem eru á taxtalaunum og valdið launahækkunum langt umfram svigrúm margra fyrirtækja, hefur beðið „skipbrot“ að mati framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, en hún er jafnframt stjórnarmaður í SA og var áður í framkvæmdastjórn samtakanna. Vegna þessarar nálgunar „datt henni ekki í hug“ að samþykkja svonefndan stöðugleikasamning á liðnu ári á vettvangi SA og telur að með sama áframhaldi muni það leiða til þess að atvinnugreinarnar „fari í sundur“ og sjái um það sjálfar að semja við stéttarfélögin. Innherji 20.1.2025 15:07 Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir upplýsingar sem Matthías Matthíasson hjá MM Logic greindi þróun olíuverðs og gjaldskrá stóru skipafélaganna gefa viðskiptamönnum félaganna tilefni til þess að kalla eftir skýringum á þróun á verði og gjaldskrá. Viðskipti innlent 16.1.2025 18:13 Útlit fyrir óbreyttan verðbólgutakt í aðdraganda næstu vaxtaákvörðunar Fæstir hagfræðingar eiga von á því að verðbólgan muni hjaðna milli mánaða þegar mælingin fyrir janúar verður birt eftir tvær vikur, nokkrum dögum áður en peningastefnunefnd kemur saman, en miðað við meðalspá sex greinenda er útlit fyrir að tólf mánaða takturinn haldist óbreyttur annan mánuðinn í röð. Gangi bráðabirgðaspár eftir ætti verðbólgan hins vegar að taka nokkra dýfu í framhaldinu og vera komin undir fjögurra prósenta vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans strax í marsmánuði. Innherji 16.1.2025 17:45 Raunvextir Seðlabankans orðnir hærri en þeir mældust við síðustu vaxtalækkun Eftir skarpa lækkun á verðbólguvæntingum fyrirtækja og heimila stóðu raunstýrivextir, eins og Seðlabankinn metur þá, í hæstu hæðum í lok síðasta árs og eru þeir núna lítillega hærri en þegar peningastefnunefnd ákvað að lækka vexti um fimmtíu punkta á fundi sínum í nóvember. Að óbreyttu ætti sú þróun að auka líkur á stórri vaxtalækkun í febrúar en á sama tíma hefur undirliggjandi verðbólga haldið áfram að lækka og mælist nú ekki minni, að sögn Seðlabankans, síðan í árslok 2021. Innherji 15.1.2025 14:27 Lækkun verðbólguvæntinga aukið líkur á öðru „stóru skrefi“ hjá Seðlabankanum Útlit er fyrir að hlé verði á hjöðnun verðbólgunnar í janúar og árstakturinn haldist óbreyttur í 4,8 prósent, að mati aðalhagfræðings Kviku banka, sem skýrist einkum af ýmsum einskiptishækkunum um áramótin en verðbólgan muni síðan lækka myndarlega næstu mánuði á eftir. Nýleg lækkun verðbólguvæntinga heimila og fyrirtækja ætti samt að vega sem „þung lóð á vogarskálar júmbólækkunar“ upp á 50 punkta þegar peningastefnunefndin kemur næst saman í upphafi febrúarmánaðar. Innherji 14.1.2025 17:50 Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Bensínverð á Íslandi er það þriðja hæsta á heimsvísu og dísilverð það næsthæsta. Formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir fákeppni og skort á aðhaldi stjórnvalda skýra gríðarlega hátt verð. Neytendur 6.1.2025 11:56 Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Prófessor í hagfræði leggur til fyrir nýja ríkisstjórn að veita fólki sem vill hafa vaðið fyrir neðan sig og vertakafyrirtækjum í byggingargeiranum skattalegar ívilnanir til að ná enn frekari tökum á verðbólgunni og vöxtum. Innlent 5.1.2025 12:00 Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins heldur uppteknum hætti á nýju ári og skorar á fyrirtæki og stofnanir að halda aftur af verðlagshækkunum. Hann hefur lagt fram áskorun í sex liðum til stofnana og fyrirtækja þar sem hvatt er til samfélagslegrar ábyrgðar til að stöðva vítahring verðbólgu. Kveikjan að áskoruninni eru umtalsverðar verðlagshækkanir tryggingarfélaga og hækkun fasteignagjalda hjá Akraneskaupstað. Viðskipti innlent 3.1.2025 18:27 Flugeldasala Landsbjargar hafin Flugeldasala björgunarsveita Landsbjargar hófst á hundrað stöðum í morgun. Lítil breyting er í sölutölum milli ára. Innlent 28.12.2024 12:00 Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39 prósent á milli mánaða í desember en verðbólga mæld á ársgrundvelli stendur í stað samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Reiknuð húsaleiga hækkaði um hálft prósent og flugfargjöld til útlanda um átta prósent á milli mánaða. Viðskipti innlent 19.12.2024 09:10 Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir boðaðar verðhækkanir framleiðenda og heildsala vekja áhyggjur. Það séu ýmsar aðrar leiðir en verðhækkanir til að bregðast við ytri aðstæðum. Viðskipti innlent 18.12.2024 22:32 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 33 ›
„Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við í febrúar. Verð á tilbúnum réttum, sælgæti og fuglakjöti hækkaði sérstaklega en ávaxtaverð lækkar. Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir skjóta skökku við að verslanir tilkynni um hækkanir þegar samfélagið allt sé að reyna að keyra niður verðbólgu fyrir fullt og allt. Neytendur 12.2.2025 12:00
Matvöruverð tekur stökk upp á við Dagvöruvísitala hækkaði um 0,22% á milli mánaða samkvæmt nýrri úttekt verðlagseftirlits ASÍ. Um er að ræða nokkurn viðsnúning frá mælingu eftirlitsins sem gerða var í síðustu viku þegar hækkun milli mánaða stóð í stað. Meðal þess sem hækkar mest er innfluttur ostur, kjúklingur, tómatar í lausu og sælgæti. Ávextir hafa hins vegar lækkað í verði. Neytendur 12.2.2025 09:42
Fátt nýtt í skilaboðum bankans og ekki ástæðu til að endurmeta vaxtahorfurnar Þrátt fyrir varfærinn tón í skilaboðum Seðlabankans þá hefur ekki orðið nein breyting á meginstefnu peningastefnunefndar um lækkun vaxta í takt við verðbólgu og verðbólguvæntingar, að sögn aðalhagfræðings Kviku, en miðað við þróttinn í hagkerfinu er samt ósennilegt að lokavextir lækkunarferlisins fari nálægt þeim gildum sem voru fyrir faraldur. Launakostnaður er að hækka talsvert umfram það sem samræmis verðstöðugleika og seðlabankastjóri segir að áhættan á vinnumarkaði, þar sem enn er ósamið við kennara, sé upp á við. Innherji 9.2.2025 12:40
Nammið rýkur áfram upp í verði Kúlusúkk og þristar hafa hækkað um ríflega fjórðung í verði í lágvöruverðsverslunum á einu ári. Kílóverðið er þó enn lægra en á vinsælasta súkkulaði stærri framleiðanda sem einnig hækkar og hækkar í verði. Neytendur 7.2.2025 16:59
Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Dagvöruvísitala verðlagseftirlitsins lækkar milli mánaða og mælist nú -0,1 prósent í febrúar þegar fyrstu mælingar liggja fyrir. Orsök lækkunarinnar eru Heilsudagar í Nettó sem standa yfir fyrstu vikuna í febrúar. Prís er enn ódýrasta verslunin og verðlag í Bónus hefur að jafnaði hækkað meira en í Krónunni síðustu mánuði. Þetta, og meira, kemur fram í tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ. Neytendur 6.2.2025 13:19
Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Stýrivextir Seðlabanka Íslands standa í átta prósentum eftir að peningastefnunefnd bankans lækkaði vexti um 0,5 prósentustig. Nefndin var einróma í ákvörðun sinni. Annar tveggja eigenda Mikluborgar telur lækkunina munu auðvelda stórum hópi að komast í gegnum greiðslumat en segir um leið að betur megi ef duga skal. Viðskipti innlent 5.2.2025 20:03
Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur lækkað stýrivexti um hálft prósentustig og standa vextirnir nú í átta prósentum. Seðlabankastjóri segir tollastríð Bandaríkjanna við helstu viðskiptaþjóðir geta haft mikil áhrif á efnahagsmálin hér á landi. Ísland ætti að forðast þátttöku í þeim deilum. Viðskipti innlent 5.2.2025 12:17
Önnur stór vaxtalækkun í takt við væntingar en áfram þörf á þéttu aðhaldi Meginvextir Seðlabankans hafa verið lækkaðir í annað sinn í röð um fimmtíu punkta, sem er í samræmi við væntingar greinenda og markaðsaðila, en peningastefnunefnd segir útlit fyrir að verðbólga hjaðni áfram næstu mánuði og að spennan í þjóðarbúinu sé í „rénun.“ Nefndin undirstrikar hins vegar að áfram sé þörf á „þéttu“ taumhaldi peningastefnunnar og varkárni við næstu vaxtaákvarðanir. Innherji 5.2.2025 09:15
Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 50 punkta og fara þeir því úr því að vera 8,5 prósent í 8,0 prósent. Viðskipti innlent 5.2.2025 08:30
Vanskil að lækka á flesta mælikvarða síðustu mánuði þrátt fyrir háa vexti Eftir skarpa aukningu í alvarlegum vanskilum einstaklinga og fyrirtækja framan af árinu 2024 tók þróunin talsverðum breytingum þegar komið var á seinni hluta ársins og vanskilin fóru þá lækkandi á nýjan leik, samkvæmt gögnum frá Motus, á sama tíma vaxtalækkunarferlið var ekki enn hafið. Vanskilahlutföllin eru núna talsvert undir þeim viðmiðum sem þekktust á árunum fyrir faraldurinn. Innherji 4.2.2025 17:10
Annað en 50 punkta lækkun myndi vekja áhyggjur af óskýrleika nefndarinnar Mikill meirihluti markaðsaðila og hagfræðinga telur einboðið að Seðlabankinn lækki vextina á nýjan leik um fimmtíu punkta í vikunni enda myndi önnur ákvörðun „skjóta skökku við“ með hitastigið á raunstýrivöxtunum á nákvæmlega sama stað nú og þegar peningastefnunefndin kom síðast saman í nóvember. Á meðan sumir þátttakendur í könnun Innherja telja hægt að fara rök fyrir stærra skrefi, núna þegar verðbólgan er á undanhaldi og hátt raunvaxtastig mun halda áfram að bíta fast, þá benda aðrir á að það sé enn viðnámsþróttur víða í hagkerfinu og fátt sem „beinlínis hrópi“ á mikla losun aðhalds. Innherji 3.2.2025 11:09
Verðbólgumælingin var ekki „jafn uppörvandi“ og lækkunin gaf til kynna Ef ekki hefði komið til lækkunar húsnæðisliðarins og flugfargjalda umfram spár greinenda þá hefði mælda tólf mánaða verðbólgan hækkað í fimm prósent í janúar, að sögn aðalhagfræðings Kviku banka, sem óttast „vaxandi tregðu“ í þeirri verðbólgu sem eftir stendur. Þótt nýjasta verðbólgumælingin hafi ekki verið „jafn uppörvandi“ og hjöðnunin gaf til kynna þá ætti hún samt að „innsigla“ aðra fimmtíu punkta vaxtalækkun í næstu viku, meðal annars vegna þess að verðbólguvæntingar eru á hraðri niðurleið. Innherji 1.2.2025 12:04
Skörp hjöðnun verðbólgu greiðir leiðina fyrir aðra stóra vaxtalækkun Með lækkun verðbólgunnar í janúar, sem var nokkuð á skjön við meðalspá sex greinenda, eru núna yfirgnæfandi líkur á því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka meginvexti um fimmtíu punkta í annað sinn í röð þegar ákvörðunin verður kunngjörð í næstu viku. Verðbólguálagið lækkaði skarpt á markaði í dag, einkum á styttri endanum, og þá er hátt raunvaxtastig farið að hægja mjög á hækkunum á húsnæðismarkaði. Innherji 30.1.2025 15:18
Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýruvexti um 50 punkta þannig að þeir fari úr 8,5 prósent í 8,0 prósent. Viðskipti innlent 30.1.2025 13:57
Verðbólga mjakast niður á við Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,27 stig á milli mánaða í janúar. Ársverðbólga mældist 4,6 prósent sem var 0,2 stigum minna en í desember. Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um sextán prósent frá því í desember en áfengi og tóbak hækkuðu um tæp fjögur prósent. Viðskipti innlent 30.1.2025 09:25
Markaðurinn væntir vaxtalækkana Niðurstöður könnunar Seðlabankans meðal markaðsaðila gefa til kynna að verðbólguvæntingar þeirra til skamms tíma hafi lítið breyst frá síðustu könnun í nóvember. Þeir vænti þess að stýrivextir verði orðnir 5,75 prósent eftir tvö ár. Viðskipti innlent 29.1.2025 11:33
Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Íslandsbanki spáir því að verðbólga verði þrjú prósent að jafnaði á næsta ári. Þá verði stýrivextir komnir niður í 6,5 prósent í árslok. Viðskipti innlent 29.1.2025 10:32
Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Vöruverð í Prís er að meðaltali fjórum prósentum lægra en í Bónus, en einstakir vöruflokkar eru allt að 12 prósent ódýrari samkvæmt athugun verðlagseftirlits ASÍ. Athugunin náði til 514 vara, sem voru nánast alltaf ódýrari hjá Prís. Neytendur 22.1.2025 15:48
„Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Í fyrsta lagi eru allt of margir starfsmenn að vinna fyrir hið opinbera, sem síðan eru með meiri hlunnindi en aðrir og þó á sambærilegum launum. Auðvitað eru margir í afar mikilvægum störfum en það þarf að fara að hugsa hlutina frá grunni og endurskipuleggja reksturinn“ segir Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Prís. Atvinnulíf 22.1.2025 07:02
Fer hörðum orðum um kjarasamninga og segir nálgun SA hafa beðið „skipbrot“ Nálgun Samtaka atvinnulífsins í síðustu kjarasamningum á almennum vinnumarkaði, með áherslu á krónutöluhækkanir fyrir þá sem eru á taxtalaunum og valdið launahækkunum langt umfram svigrúm margra fyrirtækja, hefur beðið „skipbrot“ að mati framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, en hún er jafnframt stjórnarmaður í SA og var áður í framkvæmdastjórn samtakanna. Vegna þessarar nálgunar „datt henni ekki í hug“ að samþykkja svonefndan stöðugleikasamning á liðnu ári á vettvangi SA og telur að með sama áframhaldi muni það leiða til þess að atvinnugreinarnar „fari í sundur“ og sjái um það sjálfar að semja við stéttarfélögin. Innherji 20.1.2025 15:07
Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir upplýsingar sem Matthías Matthíasson hjá MM Logic greindi þróun olíuverðs og gjaldskrá stóru skipafélaganna gefa viðskiptamönnum félaganna tilefni til þess að kalla eftir skýringum á þróun á verði og gjaldskrá. Viðskipti innlent 16.1.2025 18:13
Útlit fyrir óbreyttan verðbólgutakt í aðdraganda næstu vaxtaákvörðunar Fæstir hagfræðingar eiga von á því að verðbólgan muni hjaðna milli mánaða þegar mælingin fyrir janúar verður birt eftir tvær vikur, nokkrum dögum áður en peningastefnunefnd kemur saman, en miðað við meðalspá sex greinenda er útlit fyrir að tólf mánaða takturinn haldist óbreyttur annan mánuðinn í röð. Gangi bráðabirgðaspár eftir ætti verðbólgan hins vegar að taka nokkra dýfu í framhaldinu og vera komin undir fjögurra prósenta vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans strax í marsmánuði. Innherji 16.1.2025 17:45
Raunvextir Seðlabankans orðnir hærri en þeir mældust við síðustu vaxtalækkun Eftir skarpa lækkun á verðbólguvæntingum fyrirtækja og heimila stóðu raunstýrivextir, eins og Seðlabankinn metur þá, í hæstu hæðum í lok síðasta árs og eru þeir núna lítillega hærri en þegar peningastefnunefnd ákvað að lækka vexti um fimmtíu punkta á fundi sínum í nóvember. Að óbreyttu ætti sú þróun að auka líkur á stórri vaxtalækkun í febrúar en á sama tíma hefur undirliggjandi verðbólga haldið áfram að lækka og mælist nú ekki minni, að sögn Seðlabankans, síðan í árslok 2021. Innherji 15.1.2025 14:27
Lækkun verðbólguvæntinga aukið líkur á öðru „stóru skrefi“ hjá Seðlabankanum Útlit er fyrir að hlé verði á hjöðnun verðbólgunnar í janúar og árstakturinn haldist óbreyttur í 4,8 prósent, að mati aðalhagfræðings Kviku banka, sem skýrist einkum af ýmsum einskiptishækkunum um áramótin en verðbólgan muni síðan lækka myndarlega næstu mánuði á eftir. Nýleg lækkun verðbólguvæntinga heimila og fyrirtækja ætti samt að vega sem „þung lóð á vogarskálar júmbólækkunar“ upp á 50 punkta þegar peningastefnunefndin kemur næst saman í upphafi febrúarmánaðar. Innherji 14.1.2025 17:50
Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Bensínverð á Íslandi er það þriðja hæsta á heimsvísu og dísilverð það næsthæsta. Formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir fákeppni og skort á aðhaldi stjórnvalda skýra gríðarlega hátt verð. Neytendur 6.1.2025 11:56
Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Prófessor í hagfræði leggur til fyrir nýja ríkisstjórn að veita fólki sem vill hafa vaðið fyrir neðan sig og vertakafyrirtækjum í byggingargeiranum skattalegar ívilnanir til að ná enn frekari tökum á verðbólgunni og vöxtum. Innlent 5.1.2025 12:00
Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins heldur uppteknum hætti á nýju ári og skorar á fyrirtæki og stofnanir að halda aftur af verðlagshækkunum. Hann hefur lagt fram áskorun í sex liðum til stofnana og fyrirtækja þar sem hvatt er til samfélagslegrar ábyrgðar til að stöðva vítahring verðbólgu. Kveikjan að áskoruninni eru umtalsverðar verðlagshækkanir tryggingarfélaga og hækkun fasteignagjalda hjá Akraneskaupstað. Viðskipti innlent 3.1.2025 18:27
Flugeldasala Landsbjargar hafin Flugeldasala björgunarsveita Landsbjargar hófst á hundrað stöðum í morgun. Lítil breyting er í sölutölum milli ára. Innlent 28.12.2024 12:00
Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39 prósent á milli mánaða í desember en verðbólga mæld á ársgrundvelli stendur í stað samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Reiknuð húsaleiga hækkaði um hálft prósent og flugfargjöld til útlanda um átta prósent á milli mánaða. Viðskipti innlent 19.12.2024 09:10
Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir boðaðar verðhækkanir framleiðenda og heildsala vekja áhyggjur. Það séu ýmsar aðrar leiðir en verðhækkanir til að bregðast við ytri aðstæðum. Viðskipti innlent 18.12.2024 22:32