„Aumingjalegt skref“ í rétta átt Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 19. nóvember 2025 10:41 Vilhjálmur Birgisson hefði viljað sjá meiri lækkun. vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins, hefði viljað sjá að lágmarki fimmtíu punkta lækkun hjá peningastefnunefnd Seðlabankans. Honum finnst 25 punkta lækkun ekki nóg. „Þessi stýrivaxtalækkun sem kemur í dag er afskaplega aumingjaleg,“ segir Vilhjálmur. „Ég hefði að lágmarki viljað sjá 50 punkta þannig að það hefði nú verið svona smá kraftur í þessu. En það er alveg ljóst að þetta er lítið skref í rétta átt og, og það er betra að sjá einhverja lækkun en enga, eins og greiningardeildir bankanna voru að spá,“ segir Vilhjálmur. Litla bjartsýni er að merkja í orðum verkalýðsleiðtogans á Akranesi. „Það er alveg ljóst að það er verið að soga allt súrefni frá heimilum og fyrirtækjum og veikja getu þeirra til að halda aftur af kostnaðarhækkunum. Við skulum hafa það bara hugfast að hár fjármagnskostnaður fyrirtækja, það eru bara neytendur sem að greiða fyrir hann með einum eða öðrum hætti í formi hærra vöruverðs og hærri þjónustugjalda. Þannig að meiri lækkun stýrivaxta getur hjálpað fyrirtækjum við að draga úr fjármagnskostnaði og skapa þannig svigrúm til þess að þeir geti haldið aftur af verðlagi.“ Hann rifjar upp aðgerðir í svokallaðri þjóðarsátt árið 1990. „Hún gekk fyrst og fremst út á það að stuðla að því að lækka vexti hér hratt og vel til að hjálpa fyrirtækjunum og halda aftur af verðlagi og styðja fyrirtækin til að standa undir launakostnaði.“ Árangurinn hafi verið frábær. „Það er alveg ljóst að þetta hávaxtastig er að valda því að vöruverð á Íslandi og þjónusta verður miklu, miklu hærra. Og þetta er líka að bitna illilega á sveitarfélögunum og ríkissjóði sem er að greiða hvað, 110 milljarða í fjármagnskostnað, í vaxtagjöld. Þannig að ég hefði svo sannarlega viljað frekari vaxtalækkun, í ljósi þess að við erum að horfa hér upp á snögga kólnun í efnahagslífinu hjá okkur,“ segir Vilhjálmur. „Það þarf ekkert nema að horfa á hver staða okkar lykilútflutningsgreina er. Við þurfum ekki að horfa nema á húsnæðismarkaðinn þar sem að hann er botnfrosinn um þessar mundir. Þannig að, jú, þetta er lítið skref, en ég hefði svo sannarlega viljað sjá þetta mun kröftugra.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Fasteignamarkaður Verðlag Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Sjá meira
„Þessi stýrivaxtalækkun sem kemur í dag er afskaplega aumingjaleg,“ segir Vilhjálmur. „Ég hefði að lágmarki viljað sjá 50 punkta þannig að það hefði nú verið svona smá kraftur í þessu. En það er alveg ljóst að þetta er lítið skref í rétta átt og, og það er betra að sjá einhverja lækkun en enga, eins og greiningardeildir bankanna voru að spá,“ segir Vilhjálmur. Litla bjartsýni er að merkja í orðum verkalýðsleiðtogans á Akranesi. „Það er alveg ljóst að það er verið að soga allt súrefni frá heimilum og fyrirtækjum og veikja getu þeirra til að halda aftur af kostnaðarhækkunum. Við skulum hafa það bara hugfast að hár fjármagnskostnaður fyrirtækja, það eru bara neytendur sem að greiða fyrir hann með einum eða öðrum hætti í formi hærra vöruverðs og hærri þjónustugjalda. Þannig að meiri lækkun stýrivaxta getur hjálpað fyrirtækjum við að draga úr fjármagnskostnaði og skapa þannig svigrúm til þess að þeir geti haldið aftur af verðlagi.“ Hann rifjar upp aðgerðir í svokallaðri þjóðarsátt árið 1990. „Hún gekk fyrst og fremst út á það að stuðla að því að lækka vexti hér hratt og vel til að hjálpa fyrirtækjunum og halda aftur af verðlagi og styðja fyrirtækin til að standa undir launakostnaði.“ Árangurinn hafi verið frábær. „Það er alveg ljóst að þetta hávaxtastig er að valda því að vöruverð á Íslandi og þjónusta verður miklu, miklu hærra. Og þetta er líka að bitna illilega á sveitarfélögunum og ríkissjóði sem er að greiða hvað, 110 milljarða í fjármagnskostnað, í vaxtagjöld. Þannig að ég hefði svo sannarlega viljað frekari vaxtalækkun, í ljósi þess að við erum að horfa hér upp á snögga kólnun í efnahagslífinu hjá okkur,“ segir Vilhjálmur. „Það þarf ekkert nema að horfa á hver staða okkar lykilútflutningsgreina er. Við þurfum ekki að horfa nema á húsnæðismarkaðinn þar sem að hann er botnfrosinn um þessar mundir. Þannig að, jú, þetta er lítið skref, en ég hefði svo sannarlega viljað sjá þetta mun kröftugra.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Fasteignamarkaður Verðlag Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Sjá meira