Essin Trausti Hjálmarsson skrifar 15. febrúar 2024 09:01 Bændur voru í essinu sínu þegar þeir komu saman á nýlegum deildafundi búgreinanna á Hilton í Reykjavík. Í þeim er mikill sóknarhugur enda augljós meðbyr úr ýmsum áttum á öllum vígstöðvum. Stemningin leyndi sér ekki á fundum deildanna og hún sveif ekki síður yfir vötnum „utan dagskrár“ þegar talið barst að formanns- og stjórnarkjörinu sem framundan er hjá Bændasamtökunum. Í öllu því spjalli finnst mér ég skynja skýr skilaboð. Þau eru krafa um hreinskiptið samtal, aukið samstarf og órofa samstöðu innan Bændahreyfingarinnar. Sem sagt „essin þrjú“. Þetta eru einföld aðalatriði. Langt í frá flókin en samt svo augljós forsenda þess að við náum árangri. Það var afar þýðingarmikill áfangi þegar það tókst að sameina allar hinar ólíku búgreinar undir merkjum Bændasamtakanna. Verkefnið hér eftir sem hingað til er að efla samstöðu hinna ólíku búgreina um sameiginleg samtök okkar bænda. Það er langstærsta áskorun þeirrar forystu sem tekur við í framhaldi stjórnarkjörsins. Það er brýnt að valdið yfir hagsmunamálum landbúnaðarins sé hjá bændum sjálfum. Grasrótin heima í héraði hefur skýra sýn á mikilvægustu málefni sín og forystumönnum bænda ber að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess hrinda áherslumálum þeirra i framkvæmd. Ég treysti engu betur en lýðræðislegum ákvörðunum bænda til þess að leggja línurnar fyrir formann og stjórn Bændasamtaka Íslands. Í þeim efnum er hægt að gera betur og það vil ég gera. Formaður Bændasamtaka Íslands á að upplifa sig, hugsa og haga sér eins og starfsmaður bænda. Stjórn samtakanna á að ganga sömu erinda. Essin þrjú eru jafn mikilvæg innan veggja stjórnarherbergisins eins og utan þeirra: Samtal, samstarf og samstaða. Höfundur er frambjóðandi til formennsku í Bændasamtökum Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Bændur voru í essinu sínu þegar þeir komu saman á nýlegum deildafundi búgreinanna á Hilton í Reykjavík. Í þeim er mikill sóknarhugur enda augljós meðbyr úr ýmsum áttum á öllum vígstöðvum. Stemningin leyndi sér ekki á fundum deildanna og hún sveif ekki síður yfir vötnum „utan dagskrár“ þegar talið barst að formanns- og stjórnarkjörinu sem framundan er hjá Bændasamtökunum. Í öllu því spjalli finnst mér ég skynja skýr skilaboð. Þau eru krafa um hreinskiptið samtal, aukið samstarf og órofa samstöðu innan Bændahreyfingarinnar. Sem sagt „essin þrjú“. Þetta eru einföld aðalatriði. Langt í frá flókin en samt svo augljós forsenda þess að við náum árangri. Það var afar þýðingarmikill áfangi þegar það tókst að sameina allar hinar ólíku búgreinar undir merkjum Bændasamtakanna. Verkefnið hér eftir sem hingað til er að efla samstöðu hinna ólíku búgreina um sameiginleg samtök okkar bænda. Það er langstærsta áskorun þeirrar forystu sem tekur við í framhaldi stjórnarkjörsins. Það er brýnt að valdið yfir hagsmunamálum landbúnaðarins sé hjá bændum sjálfum. Grasrótin heima í héraði hefur skýra sýn á mikilvægustu málefni sín og forystumönnum bænda ber að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess hrinda áherslumálum þeirra i framkvæmd. Ég treysti engu betur en lýðræðislegum ákvörðunum bænda til þess að leggja línurnar fyrir formann og stjórn Bændasamtaka Íslands. Í þeim efnum er hægt að gera betur og það vil ég gera. Formaður Bændasamtaka Íslands á að upplifa sig, hugsa og haga sér eins og starfsmaður bænda. Stjórn samtakanna á að ganga sömu erinda. Essin þrjú eru jafn mikilvæg innan veggja stjórnarherbergisins eins og utan þeirra: Samtal, samstarf og samstaða. Höfundur er frambjóðandi til formennsku í Bændasamtökum Íslands.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar