Fæðuöryggi Íslands á stríðstímum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. desember 2023 14:31 Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður Bændasamtakanna hefur miklar áhyggjur af fæðuöryggi þjóðarinnar á stríðstímum, sem séu einhverjir níu dagar á meðan Finnar eiga til dæmis níu mánaða matar birgðir fyrir sitt fólk. Þegar talað er um fæðuöryggi þjóða er meðal annars átt við að allir íbúar viðkomandi lands hafi alltaf aðgang að nægum, öruggum og næringarríkum matvælum til að uppfylla næringarþarfir sínar. Sem sagt að íbúar þurfi ekki að óttast hungur eða svelti komi eitthvað alvarlegt ástand upp í landinu eins og á Íslandi. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna hefur áhyggjur af fæðuöryggi Íslands og ræddi meðal annars málið á opnum fundi nýlega hjá Framsóknarfélagi Árborgar. En hvernig er fæðuöryggi á Íslandi skilgreint í dag? „Ég held að það sé ekki skilgreint í neinum vikum eða mánuðum hvað við þurfum að eiga. Finnar eru með níu mánaða birgðahald á hreinu hvað þeir eiga af mat til næstu níu mánaða. Ég held að við séum með skilgreinda lagertölu upp á níu daga eða kannski níu vikur ef við náum því. En þetta er ekki vænlegt á stríðstímum,“ segir Gunnar. Gunnar hefur áhyggjur af fleiri málum þegar íslenskur landbúnaður er annars vegar. „Já, ég hef ég bara talsverðar áhyggjur af hvað við erum að framleiða ef við erum búin að tapa um 20% af framleiðslu í kjöti til útlanda, hvernig ætlum við að ná því til baka og ef við förum enn nú lengra, hvernig raungerðist það ef að við förum í 40%. Það er ekkert auðvelt að endurvekja svona starfsemi,“ segir Gunnar. Gunnar segir að staða landbúnaðarins á Íslandi sé mjög erfið á öllum sviðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En staða landbúnaðarins á Íslandi heild yfir, hvernig er hún að mati Gunnars? „Hún er bara mjög erfið og það er bara mjög erfitt mjög víða og alveg sama um hvaða grein við erum að tala, það er sama hvort það er sauðfjárrækt, kúabúskapur, garðyrkja eða alls staðar annars staðar.“)) Og Gunnar segir stjórnvöld ósköp áhugalítil um landbúnaðinn og stöðu hans. „Já, þau eru búin að vera mjög áhugalítil allt þetta ár og nú er allt í einu farið að sverfa til stáls og þá segja menn bara, já, við hefðum kannski átt að ræða þetta aðeins fyrr,“ segir Gunnar formaður. Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Þegar talað er um fæðuöryggi þjóða er meðal annars átt við að allir íbúar viðkomandi lands hafi alltaf aðgang að nægum, öruggum og næringarríkum matvælum til að uppfylla næringarþarfir sínar. Sem sagt að íbúar þurfi ekki að óttast hungur eða svelti komi eitthvað alvarlegt ástand upp í landinu eins og á Íslandi. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna hefur áhyggjur af fæðuöryggi Íslands og ræddi meðal annars málið á opnum fundi nýlega hjá Framsóknarfélagi Árborgar. En hvernig er fæðuöryggi á Íslandi skilgreint í dag? „Ég held að það sé ekki skilgreint í neinum vikum eða mánuðum hvað við þurfum að eiga. Finnar eru með níu mánaða birgðahald á hreinu hvað þeir eiga af mat til næstu níu mánaða. Ég held að við séum með skilgreinda lagertölu upp á níu daga eða kannski níu vikur ef við náum því. En þetta er ekki vænlegt á stríðstímum,“ segir Gunnar. Gunnar hefur áhyggjur af fleiri málum þegar íslenskur landbúnaður er annars vegar. „Já, ég hef ég bara talsverðar áhyggjur af hvað við erum að framleiða ef við erum búin að tapa um 20% af framleiðslu í kjöti til útlanda, hvernig ætlum við að ná því til baka og ef við förum enn nú lengra, hvernig raungerðist það ef að við förum í 40%. Það er ekkert auðvelt að endurvekja svona starfsemi,“ segir Gunnar. Gunnar segir að staða landbúnaðarins á Íslandi sé mjög erfið á öllum sviðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En staða landbúnaðarins á Íslandi heild yfir, hvernig er hún að mati Gunnars? „Hún er bara mjög erfið og það er bara mjög erfitt mjög víða og alveg sama um hvaða grein við erum að tala, það er sama hvort það er sauðfjárrækt, kúabúskapur, garðyrkja eða alls staðar annars staðar.“)) Og Gunnar segir stjórnvöld ósköp áhugalítil um landbúnaðinn og stöðu hans. „Já, þau eru búin að vera mjög áhugalítil allt þetta ár og nú er allt í einu farið að sverfa til stáls og þá segja menn bara, já, við hefðum kannski átt að ræða þetta aðeins fyrr,“ segir Gunnar formaður.
Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira