Missti áhugann á fótbolta og á nú fyrirtæki sem metið er á rúmlega hundrað milljarða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. janúar 2024 08:01 Jota í leik með Aston Villa. Neville Williams/Getty Images José Ignacio Peleteiro Ramallo, betur þekktur sem Jota, er nafn sem ef til vill harðasta stuðningsfólk Aston Villa man eftir en þessi 32 ára Spánverji á í dag landbúnaðarfyrirtæki sem metið er á fleiri hundruð milljarða. Jota hóf ferilinn í heimalandinu en árið 2014 færði hann sig til Englands þegar hann gekk í raðir Brentford. Þaðan lá leiðin til Eibar á láni og svo Birmingham City, Aston Villa og aftur til Spánar árið 2020 þegar hann samdi við Alavés. Hann ákvað svo að leggja skóna á hilluna 2022 og hefur heldur betur fundið fjölina. Í viðtali við The Athletic segir Jota að ástríðan hafi ekki verið til staðar lengur og því hafi hann ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann missti áhugann að mörgu leyti hjá Aston Villa þegar hann átti erfitt uppdráttar og var meðal annars skallaður af Danny Drinkwater á æfingu. Hann sér þó ekki eftir neinu. In a remarkable career change, Jota has gone from being an Aston Villa reject to the cusp of becoming a billionaire.The Spaniard now runs a leading agricultural technology company with profit margins approaching £1bn.He talks to @J_Tanswell about his new venture — The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 20, 2024 „Ég var leikstjórnandi, spilaði í tíunni en þú sérð það ekki lengur. Juan Roman Riquelme myndi ekki byrja knattspyrnuleiki í dag því tölfræðin er öll byggð á mikið hversu þú hleypur frekar en hversu mikla tæknilega hæfileika þú hefur,“ sagði Jota við The Athletic. „Það er enginn í tíunni lengur. Nú spila allir þjálfarar eins og æfingar snúast um einstaklingshlaup.“ Það var því engin spurning í hans huga þegar kom að því að hætta. Það hjálpaði til að hann var með ákveðið verkefni í gangi. Hann er einn af máttarstólpum Groinn, fyrirtækis sem telur 80 manns. View this post on Instagram A post shared by GROINN (@groinn.ia) Um er að ræða fyrirtæki sem hannar hugbúnað sem getur aðstoðað bændur og fólk í landbúnaði. Fyrirtækið er í þann mund að hefja samstarf við ríkisstjórn Spánar og mun veita tæknilega aðstoð við landbúnað (e. digital agricultural aid). Á vef Athletic segir að um sé að ræða hugbúnað sem segir til hvenær og hvenær ekki skal vökva akrana, hvort það vanti næringu í jarðveginn til að uppskeran verði sem best sem og hvernig skal koma í veg fyrir elda. Um er að ræða brautryðjanda í faginu og talið að hugbúnaðurinn verði enn verðmætari þegar fram líða stundir. Samningur Groinn og ríkisstjórnar Spánar hljóðar upp á 600 milljónir punda eða tæplega 105 milljarða íslenskra króna. Markmiðið er að allir bændur á Spáni muni vera með téðan hugbúnað árið 2023. Jota staðfesti einnig að Groinn sé við það að gera slíka samninga við önnur lönd á komandi misserum. View this post on Instagram A post shared by GROINN (@groinn.ia) Það var góðvinur Jota sem stofnaði fyrirtækið en sá hefur gríðarlega þekkingu á hug- og landbúnaði. Hann reyndi lengi vel að fá Jota til að fjármagna fyrirtæki sitt og þakkar Jota honum eflaust fyrir í dag. Fótbolti Spánn Landbúnaður Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Sjá meira
Jota hóf ferilinn í heimalandinu en árið 2014 færði hann sig til Englands þegar hann gekk í raðir Brentford. Þaðan lá leiðin til Eibar á láni og svo Birmingham City, Aston Villa og aftur til Spánar árið 2020 þegar hann samdi við Alavés. Hann ákvað svo að leggja skóna á hilluna 2022 og hefur heldur betur fundið fjölina. Í viðtali við The Athletic segir Jota að ástríðan hafi ekki verið til staðar lengur og því hafi hann ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann missti áhugann að mörgu leyti hjá Aston Villa þegar hann átti erfitt uppdráttar og var meðal annars skallaður af Danny Drinkwater á æfingu. Hann sér þó ekki eftir neinu. In a remarkable career change, Jota has gone from being an Aston Villa reject to the cusp of becoming a billionaire.The Spaniard now runs a leading agricultural technology company with profit margins approaching £1bn.He talks to @J_Tanswell about his new venture — The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 20, 2024 „Ég var leikstjórnandi, spilaði í tíunni en þú sérð það ekki lengur. Juan Roman Riquelme myndi ekki byrja knattspyrnuleiki í dag því tölfræðin er öll byggð á mikið hversu þú hleypur frekar en hversu mikla tæknilega hæfileika þú hefur,“ sagði Jota við The Athletic. „Það er enginn í tíunni lengur. Nú spila allir þjálfarar eins og æfingar snúast um einstaklingshlaup.“ Það var því engin spurning í hans huga þegar kom að því að hætta. Það hjálpaði til að hann var með ákveðið verkefni í gangi. Hann er einn af máttarstólpum Groinn, fyrirtækis sem telur 80 manns. View this post on Instagram A post shared by GROINN (@groinn.ia) Um er að ræða fyrirtæki sem hannar hugbúnað sem getur aðstoðað bændur og fólk í landbúnaði. Fyrirtækið er í þann mund að hefja samstarf við ríkisstjórn Spánar og mun veita tæknilega aðstoð við landbúnað (e. digital agricultural aid). Á vef Athletic segir að um sé að ræða hugbúnað sem segir til hvenær og hvenær ekki skal vökva akrana, hvort það vanti næringu í jarðveginn til að uppskeran verði sem best sem og hvernig skal koma í veg fyrir elda. Um er að ræða brautryðjanda í faginu og talið að hugbúnaðurinn verði enn verðmætari þegar fram líða stundir. Samningur Groinn og ríkisstjórnar Spánar hljóðar upp á 600 milljónir punda eða tæplega 105 milljarða íslenskra króna. Markmiðið er að allir bændur á Spáni muni vera með téðan hugbúnað árið 2023. Jota staðfesti einnig að Groinn sé við það að gera slíka samninga við önnur lönd á komandi misserum. View this post on Instagram A post shared by GROINN (@groinn.ia) Það var góðvinur Jota sem stofnaði fyrirtækið en sá hefur gríðarlega þekkingu á hug- og landbúnaði. Hann reyndi lengi vel að fá Jota til að fjármagna fyrirtæki sitt og þakkar Jota honum eflaust fyrir í dag.
Fótbolti Spánn Landbúnaður Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Sjá meira