Suárez hrækti á þjálfara Hinn 38 ára gamli Luis Suárez bætti skammarstriki á ferilskrá sína þegar hann sást hrækja á þjálfara úr teymi Seattle Sounders eftir 3-0 tap Inter Miami í úrslitaleik bandaríska deildabikarsins í fótbolta. Fótbolti 1.9.2025 11:31
Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Unai Emery, knattspyrnustjóri Aston Villa, fór í afar sérstakt viðtal fyrir leikinn gegn Crystal Palace á Villa Park í gær. Hann svaraði öllum spurningum blaðamanns með nafni markvarðar Villa. Enski boltinn 1.9.2025 11:03
Ten Hag rekinn frá Leverkusen Erik ten Hag hefur verið sagt upp störfum sem knattspyrnustjóra Bayer Leverkusen eftir aðeins tvo leiki í þýsku úrvalsdeildinni. Fótbolti 1.9.2025 09:52
Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn 1.9.2025 09:02
Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni James Milner varð í dag næstelsti leikmaðurinn í sögunni til að skora í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er hann skoraði úr vítaspyrnu gegn Manchester City. Fótbolti 31. ágúst 2025 22:45
„Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Valur tapaði gegn Fram í 21. Umferð Bestu deildar karla í kvöld þegar Fram skoraði sigurmarkið í uppbótartíma úr vítaspyrnu. Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals ræddi við Vísi eftir leik og var sársvekktur. Fótbolti 31. ágúst 2025 22:31
„Maður verður að telja það sterkt andlega“ Breiðablik sótti sterk stig í Víkina í kvöld þegar þeir gerðu 2-2 jafntefli við Víkinga í stórleik 21. umferð Bestu deild karla í kvöld. Höskuldur Gunnlaugsson ræddi við Gunnlaug Jónsson eftir leikinn í kvöld. Sport 31. ágúst 2025 21:48
Lazio í stuði og óvænt tap Inter Lazio vann öruggan 4-0 sigur er liðið tók á móti Hellas Verona í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Á sama tíma mátti Inter þola óvænt tap gegn Udinese. Fótbolti 31. ágúst 2025 20:44
„Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var sáttur við lærisveina sína fyrstu 70 mínúturnar í dramatískum ósigri liðsins gegn Stjörnunni í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. Hallgrímur fannst lið sitt hins vegar falla of djúpt of snemma og það hafi orðið liðinu að falli þegar upp var staðið. Fótbolti 31. ágúst 2025 20:17
„Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, sá lið sitt koma til baka úr snúinni stöðu í leik liðsins gegn KA í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld og sýna gríðarlegan karakter. Jökull var sáttur við sigurinn en kallar eftir heilsteyptari frammistöðu frá leikmönnum sínum. Fótbolti 31. ágúst 2025 20:12
Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Eftir tvö jafntefli í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins vann Crystal Palace öruggan 0-3 sigur er liðið heimsótti Aston Villa í síðasta leik þriðju umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Fótbolti 31. ágúst 2025 19:59
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Stjarnan kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir gegn KA og fór með 3-2 sigur af hólmi þegar liðin áttust við í 21. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Samsung-vellinum í Garðabænum í kvöld. Það var Guðmundur Baldvin Nökkvason sem tryggði Stjörnunni stigin þrjú með næstsíðasta sparki leiksins. Íslenski boltinn 31. ágúst 2025 19:02
Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu þurftu Spánarmeistarar Barcelona að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Rayo Vallecano í kvöld. Fótbolti 31. ágúst 2025 19:01
Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Fram vann dramatískan 2-1 sigur er liðið tók á móti toppliði Vals í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Sigurmarkið kom ekki fyrr en í uppbótartíma. Íslenski boltinn 31. ágúst 2025 18:32
Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Þrátt fyrir að leika stóran hluta seinni hálfleiks manni færri nældu Íslandsmeistarar Breiðabliks í stig er liðið heimsótti Víking í stórleik umferðarinnar í Bestu-deild karla í kvöld. Íslenski boltinn 31. ágúst 2025 18:32
Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Albert Guðmundsson og félagar hans í Fiorentina gerðu markalaust jafntefli er liðið heimsótti Torino í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 31. ágúst 2025 16:03
Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Sigurður Bjartur Hallsson tryggði FH-ingum öll þrjú stigin í Mosfellsbænum í dag en FH vann þá 2-1 sigur á Aftureldingu i 21. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Íslenski boltinn 31. ágúst 2025 16:00
Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Útlitið er enn dekkra hjá botnliði Skagamanna eftir þriðja tapið í röð í Bestu deild karla í fótbolta. Þorlákur Breki Þ. Baxter skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum í efstu deild þegar hann kom Eyjaliðinu yfir í þessum góða 2-0 sigri. Íslenski boltinn 31. ágúst 2025 15:58
Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Vestri og KR mættust á Kerecisvellinum á Ísafirði í dag fyrir framan um 250 áhorfendur sem sáu liðin skipta bróðurlega á milli sín stigunum. Íslenski boltinn 31. ágúst 2025 15:56
Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Dominik Szoboszlai skoraði eina mark leiksins er Liverpool vann 1-0 sigur gegn Arsenal í sannkölluðum risaslag í enska boltanum í dag. Enski boltinn 31. ágúst 2025 15:00
City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Lærisveinar Pep Guardiola í Manchester City fóru tómhentir heim af suðurströndinni í ensku úrvalsdeildinni í dag eftir tap á móti Brighton. West Ham vann sinn fyrsta leik eftir markaveislu í lokin. Enski boltinn 31. ágúst 2025 15:00
Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Sævar Atli Magnússon skoraði tvö mörk þegar Brann gerði 2-2 jafntefli á útivelli á móti Kristiansund í norski úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 31. ágúst 2025 14:27
Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Michael Salisbury átti að vera myndbandsdómari á stórleik Liverpool og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag en var óvænt tekinn af leiknum. Enski boltinn 31. ágúst 2025 14:12
Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Djurgården vann 4-0 stórsigur á tíu mönnum Norrköping á útivelli í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 31. ágúst 2025 14:02
Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur þurft að gera aðra breytingu á landsliðshóp sínum fyrir komandi leiki í undankeppni HM. Fótbolti 31. ágúst 2025 12:28