Leik lokið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Fram átti ótrúlega endurkomu í seinni hálfleik og sigraði Breiðablik 4-2 í annarri umferð Bestu deildar karla. Blikar tóku tveggja marka forystu í fyrri hálfleik en Framarar settu fjögur mörk á tæpum tíu mínútna kafla seint í seinni hálfleik og tryggðu sín fyrstu þrjú stig á tímabilinu. Íslenski boltinn 13.4.2025 18:31
„Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Ruben Amorim sá Manchester United fá á sig fjögur mörk í fyrsta sinn síðan hann tók við störfum, í 4-1 tapi gegn Newcastle fyrr í dag. Hann var fljótur að færa fókusinn frá tapinu yfir á fimmtudaginn, þegar Manchester United mætir Lyon í seinni leik Evrópudeildareinvígisins, og segir markmanninn Andre Onana hafa þurft að aftengja sig í dag. Enski boltinn 13.4.2025 20:00
„Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Afturelding og ÍBV gerðu 0-0 jafntefli í nýliðaslag í Bestu deild karla í dag. Bæði lið fengu færi til að tryggja sér sigurinn og Oliver Heiðarsson framherji Eyjamanna var svekktur með niðurstöðuna eftir leik. Íslenski boltinn 13.4.2025 19:28
Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Kylian Mbappé var rekinn af velli þegar Real Madrid bar sigurorð af Alavés, 0-1, í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Fótbolti 13. apríl 2025 16:10
Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Nýliðar Ipswich Town komust tveimur mörkum yfir gegn Chelsea en misstu forskotið niður og urðu að sætta sig við jafntefli. Lökatölur á Stamford Bridge, 2-2. Enski boltinn 13. apríl 2025 15:24
Albert og félagar misstigu sig Fiorentina missteig sig í baráttunni um Meistaradeildarsæti þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Parma á heimavelli í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Fótbolti 13. apríl 2025 15:15
Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Liverpool náði þrettán stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með dramatískum sigri á West Ham United, 2-1, á Anfield í dag. Virgil van Dijk skoraði sigurmark Rauða hersins á 89. mínútu. Enski boltinn 13. apríl 2025 15:00
Fjórði sigur Úlfanna í röð Wolves vann 4-2 sigur á Tottenham þegar liðin áttust við á Molineux í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var fjórði sigur Úlfanna í röð. Enski boltinn 13. apríl 2025 15:00
Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Skemmtilegt atvik átti sér stað snemma leiks Vestra og FH í Bestu deild karla í dag. Íslenski boltinn 13. apríl 2025 14:33
Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Mohamed Salah sló met þegar hann lagði upp mark fyrir Luis Díaz í leik Liverpool og West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 13. apríl 2025 14:03
Düsseldorf nálgast toppinn Valgeir Lunddal Friðriksson kom inn á sem varamaður á 78. mínútu þegar Fortuna Düsseldorf sigraði Paderborn, 1-2, á útivelli í þýsku B-deildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 13. apríl 2025 13:36
Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Brynjólfur Andersen Willumsson lék síðustu fjórtán mínúturnar þegar Groningen laut í lægra haldi fyrir Utrecht, 3-1, í hollensku úrvalsdeildinni í dag. Fótbolti 13. apríl 2025 12:16
Hörð keppni um Delap í sumar Þótt allar líkur séu á því að Ipswich Town falli úr ensku úrvalsdeildinni leikur Liam Delap, markahæsti leikmaður liðsins, líklega áfram í henni. Enski boltinn 13. apríl 2025 11:29
Onana ekki með gegn Newcastle André Onana mun ekki verja mark Manchester United gegn Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 13. apríl 2025 09:31
Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Júlíus Magnússon er með brákaðan sköflung og verður frá um óákveðinn tíma, nokkrar vikur hið minnsta. Hann meiddist í fyrri hálfleik í leik gegn Malmö síðustu helgi, en fór ekki af velli fyrr en í seinni hálfleik. Fótbolti 13. apríl 2025 08:01
VAR í Bestu deildina? Sérfræðingar Stúkunnar á Stöð 2 Sport veltu því fyrir sér hvort taka ætti upp myndbandsdómgæslu í Bestu deild karla. Íslenski boltinn 12. apríl 2025 23:16
„Hann hefði getað fótbrotið mig“ Gabriel Martinelli, leikmaður Arsenal, vill meina að Christian Norgaard, varnarmaður Brentford, hefði átt að fá rautt spjald fyrir tæklingu sem átti sér stað í 1-1 jafntefli liðanna fyrr í dag. Norgaard fékk gult spjald fyrir og segir engan illan ásetning að baki. Enski boltinn 12. apríl 2025 22:02
Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Þórir Jóhann Helgason kom inn af varamannabekk Lecce og lagði upp mark í 2-1 tapi á útivelli gegn Juventus í 32. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar. Fótbolti 12. apríl 2025 21:19
Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Barcelona heimsótti Leganes í 31. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og slapp með 0-1 sigur eftir sjálfsmark. Leganes kom boltanum svo í netið hinum megin en jöfnunarmarkið fékk ekki að standa. Fótbolti 12. apríl 2025 21:00
Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Eddie Howe, þjálfari Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, var lagður inn á spítala í gærkvöldi og mun missa af leik liðsins gegn Manchester United á morgun. Enski boltinn 12. apríl 2025 19:30
Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Kristian Hlynsson lagði upp og Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði mark í 3-1 sigri Sparta Rotterdam gegn Heerenveen. Fótbolti 12. apríl 2025 19:15
Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Bayern Munchen og Borussia Dortmund gerðu 2-2 jafntefli í 29. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Öll fjögur mörkin voru skoruð í seinni hálfleik. Bæjarar voru með sigur í hendi sér en þurftu að sætta sig við eitt stig eftir óvænt mark varnarmannsins Waldemars Anton. Fótbolti 12. apríl 2025 18:37
Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Arsenal og Brentford gerðu 1-1 jafntefli í 32. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Arsenal tók forystuna en fékk á sig jöfnunarmark skömmu síðar og situr nú tíu stigum á eftir toppliði Liverpool, sem á leik til góða gegn West Ham á morgun. Enski boltinn 12. apríl 2025 18:30
Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Fótboltalið Völsungs fagnaði 98 ára félagsins með því að komast áfram í 32 liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur í vítaspyrnukeppni á útivelli gegn Tindastóli. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en 7-8 fyrir Völsung eftir vítaspyrnukeppnina. Íslenski boltinn 12. apríl 2025 17:50
Leik lokið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn