Katrín mun gegna störfum Svandísar næstu vikurnar Magnús Jochum Pálsson og Heimir Már Pétursson skrifa 22. janúar 2024 18:48 Katrín Jakobsdóttir greindi frá því í kvöldfréttum að hún myndi gegna störfum Svandísar á meðan hún væri fjarverandi vegna veikindaleyfi. Vísir/Einar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun gegna störfum Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á meðan hún tekur sér nokkurra vikna veikindaleyfi vegna krabbameinsgreiningar. Heimir Már Pétursson ræddi við forsætisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 um stöðu ríkisstjórnarinnar í ljósi tilkynningar Svandísar Svavarsdóttur í morgun um að hún hefði greinst með krabbamein í brjósti. Hver tekur við skyldum Svandísar? „Nú er þetta svo að Svandís tilkynnti um þetta í dag og boðar það að hún þurfi að minnsta kosti að taka nokkrar vikur í veikindaleyfi. Þanni að á þeim tíma, næstu nokkrar vikur, mun ég gera þá tillögu að ég muni sjálf gegna hennar störfum á meðan,“ sagði Katrín. Heldurðu að örfáar vikur dugi til? „Við auðvitað tökum svo bara stöðuna. Það eru alls konar ef í þessu en þetta er sú ráðgjöf sem hún fær frá sínum lækni. Að sjálfsögðu vonum við að þetta gangi allt eins og best verður á kosið,“ sagði Katrín. Fréttir dagsins setji málin í nýtt samhengi Vantrauststillagan var í raun og veru komin fram hér í þinginu, málið er auðvitað eftir. Það virðist mikil kurr í Sjálfstæðismönnum vegna þessa máls. Verður þetta mál áfram til vandræða? „Nú er það svo að flutningsmenn vantrauststillögunnar hafa dregið hana til baka og sent bestu batakveðjur. Þetta auðvitað setur þessi mál í algjörlega nýtt samhengi. Ég vænti nú þess að við séum að minnsta kosti að fara í annan farveg en við sáum fyrir í upphafi þessarar viku í morgun,“ sagði Katrín. Ætli vantraust verði ekki endurflutt þegar hún kemur til baka? „Maður skyldi aldrei segja aldrei en það liggur fyrir að það verður ekki í þessari viku eins og stóð til,“ sagði hún. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Alþingi Hvalveiðar Sjávarútvegur Landbúnaður Tengdar fréttir Inga dregur vantrauststillöguna til baka Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, var ekki fyrr búin að leggja fram vantraustyfirlýsingu en Svandís Svavarsdóttir greindi frá því að hún væri komin með krabbamein. Hún segir réttast að draga tillöguna til baka. 22. janúar 2024 15:29 Svandís með krabbamein og í veikindaleyfi Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, er farin í veikindaleyfi. Hún greindist með krabbamein í brjósti í morgun. 22. janúar 2024 15:09 Vantrauststillaga á matvælaráðherra komin fram Inga Sæland mælir fyrir tillögu til þingsályktunar um vantraust á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. 22. janúar 2024 14:46 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Heimir Már Pétursson ræddi við forsætisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 um stöðu ríkisstjórnarinnar í ljósi tilkynningar Svandísar Svavarsdóttur í morgun um að hún hefði greinst með krabbamein í brjósti. Hver tekur við skyldum Svandísar? „Nú er þetta svo að Svandís tilkynnti um þetta í dag og boðar það að hún þurfi að minnsta kosti að taka nokkrar vikur í veikindaleyfi. Þanni að á þeim tíma, næstu nokkrar vikur, mun ég gera þá tillögu að ég muni sjálf gegna hennar störfum á meðan,“ sagði Katrín. Heldurðu að örfáar vikur dugi til? „Við auðvitað tökum svo bara stöðuna. Það eru alls konar ef í þessu en þetta er sú ráðgjöf sem hún fær frá sínum lækni. Að sjálfsögðu vonum við að þetta gangi allt eins og best verður á kosið,“ sagði Katrín. Fréttir dagsins setji málin í nýtt samhengi Vantrauststillagan var í raun og veru komin fram hér í þinginu, málið er auðvitað eftir. Það virðist mikil kurr í Sjálfstæðismönnum vegna þessa máls. Verður þetta mál áfram til vandræða? „Nú er það svo að flutningsmenn vantrauststillögunnar hafa dregið hana til baka og sent bestu batakveðjur. Þetta auðvitað setur þessi mál í algjörlega nýtt samhengi. Ég vænti nú þess að við séum að minnsta kosti að fara í annan farveg en við sáum fyrir í upphafi þessarar viku í morgun,“ sagði Katrín. Ætli vantraust verði ekki endurflutt þegar hún kemur til baka? „Maður skyldi aldrei segja aldrei en það liggur fyrir að það verður ekki í þessari viku eins og stóð til,“ sagði hún.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Alþingi Hvalveiðar Sjávarútvegur Landbúnaður Tengdar fréttir Inga dregur vantrauststillöguna til baka Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, var ekki fyrr búin að leggja fram vantraustyfirlýsingu en Svandís Svavarsdóttir greindi frá því að hún væri komin með krabbamein. Hún segir réttast að draga tillöguna til baka. 22. janúar 2024 15:29 Svandís með krabbamein og í veikindaleyfi Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, er farin í veikindaleyfi. Hún greindist með krabbamein í brjósti í morgun. 22. janúar 2024 15:09 Vantrauststillaga á matvælaráðherra komin fram Inga Sæland mælir fyrir tillögu til þingsályktunar um vantraust á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. 22. janúar 2024 14:46 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Inga dregur vantrauststillöguna til baka Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, var ekki fyrr búin að leggja fram vantraustyfirlýsingu en Svandís Svavarsdóttir greindi frá því að hún væri komin með krabbamein. Hún segir réttast að draga tillöguna til baka. 22. janúar 2024 15:29
Svandís með krabbamein og í veikindaleyfi Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, er farin í veikindaleyfi. Hún greindist með krabbamein í brjósti í morgun. 22. janúar 2024 15:09
Vantrauststillaga á matvælaráðherra komin fram Inga Sæland mælir fyrir tillögu til þingsályktunar um vantraust á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. 22. janúar 2024 14:46