Nefndin klofnaði og draumur um norskar hænur í þéttbýli úti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2024 12:00 Plymouth Rock hænur þóttu líklegar til að gera stöðu íslensku landnámshænunnar enn erfiðari og var beiðni um innflutning á frjóum eggjum þeirra því hafnað. Getty/Sven-Erik Arndt Matvælaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar að hafna beiðni manns sem sótti um leyfi til að flytja inn sextíu frjó hænsnaegg frá norska genabankanum sem henta fyrir smábúskap sem og bakgarðshænur í þéttbýli. Erfðanefnd landbúnaðarins klofnaði í málinu en meirihlutinn taldi íslensku landnámshænunni stafa ógn af norskum stofnum. Það var í apríl 2022 sem maðurinn sótti um innflutningsleyfi á frjóeggjum hænsnastofnanna „Barred Plymouth Rock“ og „Rhode Island Red“ frá Noregi. Matvælastofnun óskaði eftir því að erfðanefnd landbúnaðarins fjallaði um umsóknina. Nefndinni sem skipuð er sjö manns tókst ekki að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Fór svo að meirihlutinn og minnihlutinn skiluðu ólíkum umsögnum. Meirihlutinn taldi að með innflutningi myndu aukast líkur á erfðablöndun við íslenska stofninn og þar með útþynningu hans. Auk þess gæti innflutningur á stofnum sem eru samnytja skapað aukna samkeppni við íslensku landnámshænuna sem gæti leitt til fækkunar stofnsins sem sé viðkvæmur og þurfi að vernda. Minnihlutinn hafði minni áhyggjur Minnihlutinn var aftur á móti á því að ólíklegt væri að íslenskum erfðaauðlindum í landbúnaði stafaði ógn af norsku stofnunum tveimur. Ekki kemur fram í úrskurði matvælaráðuneytisins hvernig erfðanefndin klofnaði í málinu, þ.e. hvort meiri- og minnihluti hafi skipst í 4-3, 5-2 eða 6-1. Í frekara áliti meirihlutans í október 2022 að beiðni Matvælastofnunar kom fram að hænsnastofnarnir norsku væru í beinni samkeppni við landnámshænuna. Íslenski hænsnastofninn væri í viðkvæmri stöðu og innflutningur á samnytja stofnum gæti leitt til fækkunar og erfðablöndunar. Matvælastofnun tilkynnti manninum þann 1. desember 2022 um fyrirhugaða ákvörðun sína um að hafna umsókninni og var sú ákvörðun tilkynnt um miðjan janúar 2023. Í mars 2023 kærði maðurinn niðurstöðuna til matvælaráðuneytisins sem tók málið fyrir. Ekkert að því að skila tveimur álitum Ráðuneytið horfði til þess að samkvæmt lögum um dýrainnflutning er óheimilt að flytja til landsins hvers konar dýr, tamin eða villt, og erfðaefni þeirra. Matvælastofnun geti þó vikið frá banninu sé ströngum fyrirmælum fylgt. Ákvörðunin skuli byggð á viðeigandi áhættumati og áður en leyfi sé veitt skuli Matvælastofnun afla umsagnar erfðanefndar landbúnaðarins. Ráðuneytið gat ekki tekið undir með manninum að Matvælastofnun hefði brotið gegn reglum stjórnsýslulaga með því að horfa til álits erfðanefndar við ákvörðun sína. Enda væri ljóst að umsögnin hefði ákveðin áhrif við að leysa úr ágreiningi varðandi innflutning dýrategunda eða stofna í landinu þótt umsögnin væri ekki bindandi. En til að hægt væri að horfa fram hjá áliti nefndarinnar þurfti að liggja fyrir að álitið væri ólögmætt eða efnislega rangt. Ekkert hefði komið fram sem benti til þess. Þá komi hvergi fram í lögum að álit erfðanefndar þurfi að vera einróma. Því væri ekkert athugavert við það að nefndin hefði klofnað í málinu og skilað ólíkum umsögnum. Var það því mat ráðuneytisins að Matvælastofnun hefði verið heimilt að byggja ákvörðun sína á umsögn meirihluta nefndarinnar enda hefði ekkert komið fram sem benti til þess að hún væri byggð á ómálefnalegum sjónarmiðum. Landbúnaður Noregur Dýr Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira
Það var í apríl 2022 sem maðurinn sótti um innflutningsleyfi á frjóeggjum hænsnastofnanna „Barred Plymouth Rock“ og „Rhode Island Red“ frá Noregi. Matvælastofnun óskaði eftir því að erfðanefnd landbúnaðarins fjallaði um umsóknina. Nefndinni sem skipuð er sjö manns tókst ekki að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Fór svo að meirihlutinn og minnihlutinn skiluðu ólíkum umsögnum. Meirihlutinn taldi að með innflutningi myndu aukast líkur á erfðablöndun við íslenska stofninn og þar með útþynningu hans. Auk þess gæti innflutningur á stofnum sem eru samnytja skapað aukna samkeppni við íslensku landnámshænuna sem gæti leitt til fækkunar stofnsins sem sé viðkvæmur og þurfi að vernda. Minnihlutinn hafði minni áhyggjur Minnihlutinn var aftur á móti á því að ólíklegt væri að íslenskum erfðaauðlindum í landbúnaði stafaði ógn af norsku stofnunum tveimur. Ekki kemur fram í úrskurði matvælaráðuneytisins hvernig erfðanefndin klofnaði í málinu, þ.e. hvort meiri- og minnihluti hafi skipst í 4-3, 5-2 eða 6-1. Í frekara áliti meirihlutans í október 2022 að beiðni Matvælastofnunar kom fram að hænsnastofnarnir norsku væru í beinni samkeppni við landnámshænuna. Íslenski hænsnastofninn væri í viðkvæmri stöðu og innflutningur á samnytja stofnum gæti leitt til fækkunar og erfðablöndunar. Matvælastofnun tilkynnti manninum þann 1. desember 2022 um fyrirhugaða ákvörðun sína um að hafna umsókninni og var sú ákvörðun tilkynnt um miðjan janúar 2023. Í mars 2023 kærði maðurinn niðurstöðuna til matvælaráðuneytisins sem tók málið fyrir. Ekkert að því að skila tveimur álitum Ráðuneytið horfði til þess að samkvæmt lögum um dýrainnflutning er óheimilt að flytja til landsins hvers konar dýr, tamin eða villt, og erfðaefni þeirra. Matvælastofnun geti þó vikið frá banninu sé ströngum fyrirmælum fylgt. Ákvörðunin skuli byggð á viðeigandi áhættumati og áður en leyfi sé veitt skuli Matvælastofnun afla umsagnar erfðanefndar landbúnaðarins. Ráðuneytið gat ekki tekið undir með manninum að Matvælastofnun hefði brotið gegn reglum stjórnsýslulaga með því að horfa til álits erfðanefndar við ákvörðun sína. Enda væri ljóst að umsögnin hefði ákveðin áhrif við að leysa úr ágreiningi varðandi innflutning dýrategunda eða stofna í landinu þótt umsögnin væri ekki bindandi. En til að hægt væri að horfa fram hjá áliti nefndarinnar þurfti að liggja fyrir að álitið væri ólögmætt eða efnislega rangt. Ekkert hefði komið fram sem benti til þess. Þá komi hvergi fram í lögum að álit erfðanefndar þurfi að vera einróma. Því væri ekkert athugavert við það að nefndin hefði klofnað í málinu og skilað ólíkum umsögnum. Var það því mat ráðuneytisins að Matvælastofnun hefði verið heimilt að byggja ákvörðun sína á umsögn meirihluta nefndarinnar enda hefði ekkert komið fram sem benti til þess að hún væri byggð á ómálefnalegum sjónarmiðum.
Landbúnaður Noregur Dýr Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Sjá meira