Ingibjörg bar þremur kálfum á Tannstaðabakka Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. desember 2023 20:30 Þrífkelfingar voru að koma i heiminn á bænum Tannstaðabakka í Hrútafirði, sem er mjög sjaldgæft að gerist. Á búinu eru um 50 kýr og 190 nautgripir í heildina. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kýrin Ingibjörg á bænum Tannstaðabakka í Hrútafirði gerði sér lítið fyrir í vikunni og bar þremur kálfum, tveimur nautum og einni kvígu. Aðeins einn kálfur var lifandi, annað nautið. „Við höfum aldrei fengið þríkelfinga áður og það gerðist heldur aldrei í búskapartíð foreldra minna, svo á þeim tæplega 30 árum sem hér hefur verið stunduð nautgriparækt hafa aldrei áður fæðst þríkelfingar. Kýrin var borin sjálf þegar við komum í fjósið svo það er erfitt að segja hvað hann tók langan tíma. Hann gekk þó ekki betur en svo að tveir kálfanna voru dauðir, þó erfitt sé að segja til um hvort þeir hafi drepist í fæðingunni sjálfri en þess má geta að kýrin, sem heitir Ingibjörg bar 11 dögum fyrir tal, en hún var sett 8. janúar,“ segir Guðrún Eik Skúladóttir, kúabóndi á bænum. Hún segir að líklegast sé að kálfurinn, sem lifði hafi komið fyrstur og systkini hans hafi kafnað í legvatninu og þess vegna fæðst dauð, en það sé ekki hægt að fullyrða um það. Ingibjörg með kálfinn, sem lifði af burðinn, hinir tveir fæddust dauðir.Aðsend Mjög sjaldgæft Mjög sjaldgæft er að þríkelfingar komi í heiminn. „Jú samkvæmt Baldri Helga Benjamínssyni fyrrum framkvæmdastjóra Landssambands kúabænda og núverandi bónda á Ytri-Tjörnum eru líkurnar á þríkelfingum 1:20.000,“ segir Guðrún Eik. Hvað heitir mamma kálfanna og hvernig hefur hún það eftir? „Mamman er númer 856 og heitir Ingibjörg. Þetta var hennar þriðji burður og hefur hún því átt 5 kálfa í 3 burðum. Það er þó ekki met hér á bæ, en kýrin Nótta nr. 800 bar 7 kálfum í 4 burðum, en hún var tvíkelfd 3 ár í röð. Ingibjörg er frekar þreytt og slöpp eftir átökin. Eins og algengt er við þriðja burð fékk hún doða og hefur dagurinn því mikið til farið í að sinna henni,“ segir Guðrún Eik að lokum. Guðrún Eik Skúladóttir, kúabóndi á Tannstaðabakka í Hrútafirði.Aðsend Húnabyggð Landbúnaður Kýr Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
„Við höfum aldrei fengið þríkelfinga áður og það gerðist heldur aldrei í búskapartíð foreldra minna, svo á þeim tæplega 30 árum sem hér hefur verið stunduð nautgriparækt hafa aldrei áður fæðst þríkelfingar. Kýrin var borin sjálf þegar við komum í fjósið svo það er erfitt að segja hvað hann tók langan tíma. Hann gekk þó ekki betur en svo að tveir kálfanna voru dauðir, þó erfitt sé að segja til um hvort þeir hafi drepist í fæðingunni sjálfri en þess má geta að kýrin, sem heitir Ingibjörg bar 11 dögum fyrir tal, en hún var sett 8. janúar,“ segir Guðrún Eik Skúladóttir, kúabóndi á bænum. Hún segir að líklegast sé að kálfurinn, sem lifði hafi komið fyrstur og systkini hans hafi kafnað í legvatninu og þess vegna fæðst dauð, en það sé ekki hægt að fullyrða um það. Ingibjörg með kálfinn, sem lifði af burðinn, hinir tveir fæddust dauðir.Aðsend Mjög sjaldgæft Mjög sjaldgæft er að þríkelfingar komi í heiminn. „Jú samkvæmt Baldri Helga Benjamínssyni fyrrum framkvæmdastjóra Landssambands kúabænda og núverandi bónda á Ytri-Tjörnum eru líkurnar á þríkelfingum 1:20.000,“ segir Guðrún Eik. Hvað heitir mamma kálfanna og hvernig hefur hún það eftir? „Mamman er númer 856 og heitir Ingibjörg. Þetta var hennar þriðji burður og hefur hún því átt 5 kálfa í 3 burðum. Það er þó ekki met hér á bæ, en kýrin Nótta nr. 800 bar 7 kálfum í 4 burðum, en hún var tvíkelfd 3 ár í röð. Ingibjörg er frekar þreytt og slöpp eftir átökin. Eins og algengt er við þriðja burð fékk hún doða og hefur dagurinn því mikið til farið í að sinna henni,“ segir Guðrún Eik að lokum. Guðrún Eik Skúladóttir, kúabóndi á Tannstaðabakka í Hrútafirði.Aðsend
Húnabyggð Landbúnaður Kýr Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira