Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. og 47. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

Forseti Finnlands furðar sig á ummælum Trump um rakstur skóga

Sauli Niinisto, forseti Finnlands, furðar sig á ummælum Donalds Trump þar sem hann heldur því fram að skógareldar séu ekki vandamál í Finnlandi vegna þess að finnsk stjórnvöld láti raka skógarbotninn og dragi þannig stórlega úr eldhættu. Finnlandsforseti gefur lítið fyrir þessar fullyrðingar.

Erlent
Fréttamynd

Trump vill ekki hlusta á morðupptökuna

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist enga ástæðu sjá til þess að hlusta á hljóðupptöku af morðinu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi, þar sem innihald hennar myndi ekki hjálpa honum að taka ákvörðun um hvernig hann muni bregðast við morðinu.

Erlent
Fréttamynd

Ríkisstjórn Trump ekki komin að sömu niðurstöðu og CIA

Ríkisstjórn Donald Trump er ekki komin að þeirri niðurstöðu að Mohammad bin Salmann, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morð blaðamannsins Jamal Khashoggi. Þrátt fyrir að Leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hafi komist að þeirri niðurstöðu og að Gina Haspel, yfirmaður stofnunarinnar, hafi kynnt Trump og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, niðurstöðuna í kvöld.

Erlent
Fréttamynd

Acosta vinnur áfangasigur

Dómari skipaði Hvíta húsinu í gær að afhenda Jim Acosta, fréttamanni CNN, blaðamannapassa sinn í Hvíta húsið aftur. Acosta var sviptur passanum nýverið.

Erlent
Fréttamynd

Áfangasigur CNN gegn Trump

Fréttastofan CNN hafði betur gegn Donald Trump og Hvíta húsinu fyrir dómstólum í dag þegar alríkisdómari dæmdi Hvíta húsið til þess að láta Jim Acosta, fréttamann CNN, fá aftur tímabundið aðgang að húsinu sem blaðamaður.

Erlent
Fréttamynd

Facebook enn og aftur á hælunum

Forsvarsmenn Facebook segjast ekki hafa reynt að afvegaleiða almenning í tengslum við áróðursherferð Rússa á samfélagsmiðli fyrirtækisins í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016.

Erlent
Fréttamynd

Bræði og óreiða í Hvíta húsinu

Síðustu dagar í Hvíta húsinu hafa einkennst af mikilli bræði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og óreiðu en von er á miklum sviptingum meðal starfsmanna forsetans.

Erlent
Fréttamynd

Washington undirbýr sig fyrir stríð

Stjórnmála- og embættismenn í Washington DC undirbúa sig nú fyrir pólitískt stríð í kjölfar yfirtöku Demókrata á fulltrúadeild Bandaríkjaþings og brottreksturs Jeff Sessions, dómsmálaráðherra.

Erlent