Samúðarkveðjur og faraldur í nútíð stóðu upp úr í ræðu Melaniu Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 06:38 Melania Trump flutti ræðu sína í rósagarði Hvíta hússins að viðstöddum áhorfendum, í þeirra hópi var eiginmaðurinn. Getty/ Alex Wong Melania Trump forsetafrú Bandaríkjanna biðlaði til þjóðar sinnar að láta af ofbeldi og glæpum í ræðu sinni í gærkvöldi, sem hún flutti í tilefni af landsfundi Repúblikana. Vísaði hún þar einkum til átaka sem orðið hafa milli þeldökkra og lögreglu í Wisconsin nýverið. Þá ræddi hún jafnframt um kórónuveirufaraldurinn í nútíð og vottaði aðstendum látinna samúð, það þykir greinendum eftirtektarvert. Melania Trump heldur sig yfirleitt til hlés, en ræða hennar var flutt í rósagarði Hvíta hússins fyrir framan lítinn hóp áhorfenda. Eiginmaður hennar, Donald Trump Bandaríkjaforseti, var þeirra á meðal. Demókratar telja gagnrýnivert að hún hafi flutt ræðu sína við Hvíta húsið, það sé léleg nýting á opinberum fjármunum og að kosningaræður sem þessar skuli heldur fluttar innan landsfundarumgjarðarinnar. Forsetafrúin hvatti Bandaríkjamenn til að sameinast og láta kynþáttafordóma aldrei ráða för, saga landsins hefði ekki alltaf verið falleg. Bandaríkjamenn væru ekki stoltir af öllu því sem gert hefði verið í fortíðinni, en hún lagði áherslu á að litið væri til framtíðar um leið og menn dregðu lærdóm af því sem liðið væri. Þá vottaði forsetafrúin samúð sína þeim sem ættu um sárt að binda vegna faraldurs kórónuveirunnar. Umfjöllun hennar um faraldurinn var jafnframt í nútíð, þ.e. að hann sé enn yfirstandandi. Það þykir greinendum vestanhafs eftirtektarvert því fyrri ræðumenn, eins og efnahagsráðgjafinn Larry Kudlow, hafi látið að hljóma eins og farsóttin sé vandamál fortíðar. Smittölur í Bandaríkjunum segja hins vegar aðra sögu. Að sama skapi hafi lítið verið um samúðarkveðjur á flokksþinginu til þessa. CNN slær því þannig upp að „loksins“ votti forsetafrúin samúð sína til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna faraldursins. Melania Trump hrósaði jafnframt eiginmanni sínum fyrir einlægni og sagði að hreinskilni væri það sem þjóðin ætti skilið frá forseta landsins. Bandaríkjaforseti segi það sem hann hugsar. Samkvæmt skoðanakönnunum er stuðningur við Trump Bandaríkjaforseta heldur minni en við Joe Biden forsetaframbjóðanda Demókrata. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þurfi kraftaverk svo Blake geti gengið aftur Jacob Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin gær. 25. ágúst 2020 22:40 Jákvæðninni kastað fyrir borð á „Trump sýningunni“ Fyrsta kvöld landsfundar Repúblikanaflokksins fór fram í gær og hlaut Donald Trump, forseti, formlega tilnefningu flokksins. 25. ágúst 2020 10:20 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Melania Trump forsetafrú Bandaríkjanna biðlaði til þjóðar sinnar að láta af ofbeldi og glæpum í ræðu sinni í gærkvöldi, sem hún flutti í tilefni af landsfundi Repúblikana. Vísaði hún þar einkum til átaka sem orðið hafa milli þeldökkra og lögreglu í Wisconsin nýverið. Þá ræddi hún jafnframt um kórónuveirufaraldurinn í nútíð og vottaði aðstendum látinna samúð, það þykir greinendum eftirtektarvert. Melania Trump heldur sig yfirleitt til hlés, en ræða hennar var flutt í rósagarði Hvíta hússins fyrir framan lítinn hóp áhorfenda. Eiginmaður hennar, Donald Trump Bandaríkjaforseti, var þeirra á meðal. Demókratar telja gagnrýnivert að hún hafi flutt ræðu sína við Hvíta húsið, það sé léleg nýting á opinberum fjármunum og að kosningaræður sem þessar skuli heldur fluttar innan landsfundarumgjarðarinnar. Forsetafrúin hvatti Bandaríkjamenn til að sameinast og láta kynþáttafordóma aldrei ráða för, saga landsins hefði ekki alltaf verið falleg. Bandaríkjamenn væru ekki stoltir af öllu því sem gert hefði verið í fortíðinni, en hún lagði áherslu á að litið væri til framtíðar um leið og menn dregðu lærdóm af því sem liðið væri. Þá vottaði forsetafrúin samúð sína þeim sem ættu um sárt að binda vegna faraldurs kórónuveirunnar. Umfjöllun hennar um faraldurinn var jafnframt í nútíð, þ.e. að hann sé enn yfirstandandi. Það þykir greinendum vestanhafs eftirtektarvert því fyrri ræðumenn, eins og efnahagsráðgjafinn Larry Kudlow, hafi látið að hljóma eins og farsóttin sé vandamál fortíðar. Smittölur í Bandaríkjunum segja hins vegar aðra sögu. Að sama skapi hafi lítið verið um samúðarkveðjur á flokksþinginu til þessa. CNN slær því þannig upp að „loksins“ votti forsetafrúin samúð sína til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna faraldursins. Melania Trump hrósaði jafnframt eiginmanni sínum fyrir einlægni og sagði að hreinskilni væri það sem þjóðin ætti skilið frá forseta landsins. Bandaríkjaforseti segi það sem hann hugsar. Samkvæmt skoðanakönnunum er stuðningur við Trump Bandaríkjaforseta heldur minni en við Joe Biden forsetaframbjóðanda Demókrata.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þurfi kraftaverk svo Blake geti gengið aftur Jacob Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin gær. 25. ágúst 2020 22:40 Jákvæðninni kastað fyrir borð á „Trump sýningunni“ Fyrsta kvöld landsfundar Repúblikanaflokksins fór fram í gær og hlaut Donald Trump, forseti, formlega tilnefningu flokksins. 25. ágúst 2020 10:20 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Þurfi kraftaverk svo Blake geti gengið aftur Jacob Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin gær. 25. ágúst 2020 22:40
Jákvæðninni kastað fyrir borð á „Trump sýningunni“ Fyrsta kvöld landsfundar Repúblikanaflokksins fór fram í gær og hlaut Donald Trump, forseti, formlega tilnefningu flokksins. 25. ágúst 2020 10:20