Samþykkja blóðvökvameðferð við Covid-19 Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. ágúst 2020 11:00 FDA hefur veitt heimild til notkunar meðferðarinnar á allra veikustu Covid-sjúklingum. Myndin er úr safni. Joe Raedle/Getty Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, hefur veitt heimild fyrir því að blóðvökvi sem er ríkur af mótefni við Covid-19 verði notaður til meðferðar við sjúkdómnum hjá þeim sjúklingum sem hvað veikastir eru. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt Bandaríkjamenn sem fengið hafa kórónuveiruna sem veldur Covid-19 til þess að gefa blóð. FDA hefur þá gefið út að fyrstu prófanir á meðferðinni bendi til þess að hún sé örugg. Þó þurfi að rannsaka hana til hlítar til þess að sannreyna áhrif og skilvirkni hennar. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins hafa sérfræðingar dregið í efa skilvirkni þeirra prófana sem þegar hafa farið fram á meðferðinni. Á fréttamannafundi í gær kvaðst Donald Trump ánægður að geta tilkynnt um að meðferðin yrði tekin í notkun. „Ég er hæstánægður að geta fært ykkur þessa sögulegu tilkynningu í baráttunni okkar [Bandaríkjamanna] við Kínaveiruna,“ sagði Trump og bætti við að hann teldi að meðferðin kæmi til með að bjarga óteljandi mannslífum. Trump kvað meðferðina þá afar áhrifaríka og hvatti Bandaríkjamenn sem hafa náð sér af Covid-19 og myndað mótefni til þess að gefa blóðvökva. Trump hefur síðan faraldurinn byrjaði ítrekað kallað kórónuveiruna „Kínaveiruna“ með vísan til þess að faraldurinn átti upptök sín í kínversku borginni Wuhan. Donald Trump Bandaríkjaforseti.Jabin Botsford/The Washington Post via Getty Hafa prófað meðferðina á 20.000 manns Eins og áður sagði hefur FDA veitt heimild fyrir því að blóðvökvameðferð sé beitt þegar sjúklingar eru mikið veikir og þungt haldnir af völdum Covid-19. Stofnunin hefur ekki viljað gefa grænt ljós á það að meðferðinni sé beitt almennt, þar sem frekari prófana sé þörf áður en slíkt verður heimilað. Prófanir hafa hins vegar leitt í ljós að meðferðin geti dregið úr dánartíðni Covid-sjúklinga og bætt heilsu þeirra, sé henni beitt innan þriggja daga eftir spítalainnlögn. Stofnunin kvaðst hafa komist að þeirri niðurstöðu að öruggt ætti að vera að beita meðferðinni eftir að hún var prófuð á um 20.000 manns. Þá er fólk undir áttræðu sem ekki þurfti að fara í öndunarvél sagt hafa brugðist hvað best við meðferðinni. Lífslíkur sjúklinga úr þeim hópi voru þannig 35 prósent betri þegar meðferðinni var beitt, miðað við sama hóp þegar blóðvökvi sem var ekki jafn ríkur af mótefni við kórónuveirunni var notaður. Meðal þeirra sem efast hafa um skilvirkni þeirra prófana sem FDA hefur framkvæmt er Anthony Fauci, einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna og yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. Yfir 176.000 manns hafa látist af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum, fleiri en í nokkru örðu ríki heims. Þá hafa hátt í 5,7 milljónir greinst með kórónuveiruna í landinu, sem einnig er meira en í nokkru öðru ríki. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, hefur veitt heimild fyrir því að blóðvökvi sem er ríkur af mótefni við Covid-19 verði notaður til meðferðar við sjúkdómnum hjá þeim sjúklingum sem hvað veikastir eru. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt Bandaríkjamenn sem fengið hafa kórónuveiruna sem veldur Covid-19 til þess að gefa blóð. FDA hefur þá gefið út að fyrstu prófanir á meðferðinni bendi til þess að hún sé örugg. Þó þurfi að rannsaka hana til hlítar til þess að sannreyna áhrif og skilvirkni hennar. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins hafa sérfræðingar dregið í efa skilvirkni þeirra prófana sem þegar hafa farið fram á meðferðinni. Á fréttamannafundi í gær kvaðst Donald Trump ánægður að geta tilkynnt um að meðferðin yrði tekin í notkun. „Ég er hæstánægður að geta fært ykkur þessa sögulegu tilkynningu í baráttunni okkar [Bandaríkjamanna] við Kínaveiruna,“ sagði Trump og bætti við að hann teldi að meðferðin kæmi til með að bjarga óteljandi mannslífum. Trump kvað meðferðina þá afar áhrifaríka og hvatti Bandaríkjamenn sem hafa náð sér af Covid-19 og myndað mótefni til þess að gefa blóðvökva. Trump hefur síðan faraldurinn byrjaði ítrekað kallað kórónuveiruna „Kínaveiruna“ með vísan til þess að faraldurinn átti upptök sín í kínversku borginni Wuhan. Donald Trump Bandaríkjaforseti.Jabin Botsford/The Washington Post via Getty Hafa prófað meðferðina á 20.000 manns Eins og áður sagði hefur FDA veitt heimild fyrir því að blóðvökvameðferð sé beitt þegar sjúklingar eru mikið veikir og þungt haldnir af völdum Covid-19. Stofnunin hefur ekki viljað gefa grænt ljós á það að meðferðinni sé beitt almennt, þar sem frekari prófana sé þörf áður en slíkt verður heimilað. Prófanir hafa hins vegar leitt í ljós að meðferðin geti dregið úr dánartíðni Covid-sjúklinga og bætt heilsu þeirra, sé henni beitt innan þriggja daga eftir spítalainnlögn. Stofnunin kvaðst hafa komist að þeirri niðurstöðu að öruggt ætti að vera að beita meðferðinni eftir að hún var prófuð á um 20.000 manns. Þá er fólk undir áttræðu sem ekki þurfti að fara í öndunarvél sagt hafa brugðist hvað best við meðferðinni. Lífslíkur sjúklinga úr þeim hópi voru þannig 35 prósent betri þegar meðferðinni var beitt, miðað við sama hóp þegar blóðvökvi sem var ekki jafn ríkur af mótefni við kórónuveirunni var notaður. Meðal þeirra sem efast hafa um skilvirkni þeirra prófana sem FDA hefur framkvæmt er Anthony Fauci, einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna og yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. Yfir 176.000 manns hafa látist af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum, fleiri en í nokkru örðu ríki heims. Þá hafa hátt í 5,7 milljónir greinst með kórónuveiruna í landinu, sem einnig er meira en í nokkru öðru ríki.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira