Augu margra eru nú á stjórnmálum í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna þar í landi í nóvember. Báðir flokkar hafa nú formlega tilnefnt frambjóðendur sína til forseta.
Joe Biden og Kamala Harris voru formlega kynnt sem forseta- og varaforsetaefni Demókrata á landsþingi flokksins á dögunum.
Þá voru Donald Trump og Mike Pence, sitjandi forseti og varaforseti, formlega staðfestir sem frambjóðendur Repúblikana á landsþingi flokksins í vikunni.
Landsþingin gengu þó ekki snuðrulaust fyrir sig, líkt og háðfuglinn Trevor Noah tók fyrir í myndbandi í þætti sínum, The Daily Show, sem sjá má hér að neðan.