Nýr ráðgjafi Trump vill fara „sænsku leiðina“ og ná hjarðónæmi Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2020 22:21 Donald Trump, forseti, og Scott Atlas, ráðgjafi hans. Getty/Jabin Botsford Einn af helstu heilbrigðissráðgjöfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ýtt á að að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. Ríkisstjórn Trump er þegar sögð hafa tekið skref í þá átt og þá sérstaklega með tilliti til skimunar. Ráðgjafinn heitir Scott Atlas og gekk hann til liðs við aðra starfsmenn Hvíta hússins fyrr í þessum mánuði. Hann er taugasérfræðingur hjá Hoover stofnuninni við Stanford, sem er íhaldssöm stofnun. Hann hefur enga reynslu af sóttvörnum. Samkvæmt heimildum Washington Post innan Hvíta hússins hefur Atlas hvatt Trump til að taka Svíþjóð til fyrirmyndar varðandi sóttvarnir. Sú aðferð er í stuttu máli umdeild og felur í sér að grípa ekki til umfangsmikilla ferðatakmarkana og láta sóttvarnir taka mið af því að halda hagkerfi ríkis gangandi og í senn reyna að verja viðkæma hópa eins og íbúa dvalarheimila. Að nægilega margir smitist af Covid-19 og myndi ónæmi, svo veiran geti ekki dreift sér meðal íbúa. Vert er að taka fram að sóttvarnir Svíþjóðar hafa verið harðlega gagnrýndar af heilbrigiðsstarfsmönnum og sóttvarnasérfræðingum. Samanborið við nágrannalöndin hafa tiltölulega margir smitast og dáið í Svíþjóð og þar að auki hefur ríkið ekki sloppið við efnahagslegar afleiðingar faraldursins. Til samanburðar þá hafa minnst 84.379 smitast í Svíþjóð, samkvæmt samantekt Johns Hopkins háskólans, sem byggir á opinberum tölum, og 5.808 hafa dáið. Í Danmörku hafa 17.410 smitast og 624 dáið. Íhaldsmenn víða um heim, sem standa í þeirri trú að sóttvarnir séu að hafa of mikil neikvæð áhrif á efnahagslíf og telja takmarkanir brjóta á réttindum þeirra, hafa þrátt fyrir það lofað Svía fyrir aðgerðir þeirra. Viðbrögð ríkisstjórnar Trump hafa ekki fengið góðan hljómgrunn hjá kjósendum í Bandaríkjunum og Trump sjálfum er mikið í mun um að ljúka þessum kafla og halda áfram. Til marks um það var að mestu talað um faraldurinn í þátíð á landsfundi Repúblikanaflokksins í síðustu viku. Í heildina hafa um sex milljónir Bandaríkjamanna smitast af Covid-19, svo vitað sé, og 183 þúsund hafa dáið. Muni kosta hundruð þúsunda lífa Bandarískir sérfræðingar segja að bara það að verið sé að ræða þessa leið innan veggja Hvíta hússins sé gagnrýnisvert. Leitin að hjarðónæmi myndi kosta hundruð þúsunda ef ekki milljónir Bandaríkjamanna lífið. Jafnvel þó að vel tækist að verja dvalarheimili og aðra viðkvæma. Atlas hitir Trump nærri því á hverju degi, sem er mun oftar en aðrir heilbrigðisráðgjafar hans. Áður en hann byrjaði að vinna í Hvíta húsinu hafði hann kallað eftir hjarðónæmi í fjölmiðlum og deilt á Anthony Fauci og Deborah Birx, sérfræðinga Hvíta hússins. Hann hefur haldið því fram að leitin að hjarðónæmi myndi ekki leiða til frekari dauðsfalla ef viðkvæmir yrðu varðir. Meðal hinna látnu eru þó minnst 25 þúsund manns undir 65 ára aldri. Þar að auki er spurningum ósvarað um langvarandi afleiðingar veikinda sem tengjast Covid-19. Trump hefur orðið sífellt meira óánægæður með sérfræðingana sem hafa verið að ráðleggja honum, eins og Fauci og Birx, og hefur kallað eftir því að annar læknir með annað sjónarhorn yrði fenginn til Hvíta hússins. Atlas náði fyrst athygli Trump, eins og svo margir aðrir starfsmenn hans, þegar hann sá hann í Fox News. Þar talaði hann um harðónæmi, að grímur spornuðu ekki gegn dreifingu veirunnar og ýmislegt annað sem féll í kramið hjá forsetanum. Atlas neitaði að svara spurningum Washington Post við vinnslu greinar þeirra. Eftir að hún var birt gaf Hvíta húsið út tilkynningu um að ekki væri verið að íhuga hjarðónæmi. Stefnan sé enn að berjast af krafti gegn útbreiðslu veirunnar og vinna að bóluefni. Þegar búið að taka skref Sérfræðingar og heilbrigðisstarfsmenn sem rætt var við segja að þegar sé búið að taka skref í átt að þessari stefnu. Heilbrigðisráðuneytið hafi til að mynda gripið til sérstakar stríðslagasetningar til að flýta sendingum Covid-19 prófa til dvalarheimila. Skimun hafi ekki verið aukin á öðrum sviðum, þvert á móti hafi þess í stað verið dregið úr henni, á sama tíma og verið er að opna skóla og draga úr takmörkunum. Atlas hefur einnig haldið því fram að borgir eins og New York, sem urðu snemma fyrir barðinu á Covid-19 hafi þegar náð hjarðónæmi. Aðrir sérfræðingar segja það ekki rétt. Seinni bylgjur í þeim borgum hafi sýnt fram á að útbreiðsla veirunnar sé ekkert hægari en á öðrum svæðum. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðissmálastofnunnar hafa sagt að miðað við hve auðveldlega Covid-19 dreifist á milli fólks sé útlit fyrir að 65 til 70 prósent íbúa þurfi að smitast til að ná harðónæmi. Sé mið tekið af því að um eitt prósent þeirra sem smitist deyji, fæli það í sér 2,13 milljónir dauðsfalla í Bandaríkjunum, samkvæmt greiningu WP. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Fjöldi smitaðra í Bandaríkjunum nálgast nú sex milljónir Fjöldi þeirra sem smitast hafa af kórónuveirunni í Bandaríkjunum nálgast nú óðfluga sex milljón manna markið, en uppsveifla er í miðvesturríkjum landsins þessa dagana. 31. ágúst 2020 09:28 Segir Hvíta húsið vera í afneitun Andrew Cuomo ríkisstjóri New York-ríkis er harðorður í garð embættismanna Hvíta hússins á Twitter í dag. 30. ágúst 2020 18:31 „Flóðbylgja ósanninda“ í langri ræðu Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti lokaræðu landsfundar Repúblikanaflokksins í nótt þar sem hann tók formlega við tilnefningu flokksins. Í rúman klukkutíma gagnrýndi hann Joe Biden harðlega, fegraði eigin viðbrögð við faraldri Covid-19 og lofaði bóluefni fyrir lok þessa árs. 28. ágúst 2020 09:37 Telur ekki ljóst að bóluefni virki á eldra fólk Anders Tegnell, sóttvarnarlæknir í Svíþjóð, segir alls óvíst hvort væntanleg bóluefni gegn kórónuveirunni muni veita eldra fólki sömu vörn og yngri aldurshópum. 28. ágúst 2020 09:09 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Einn af helstu heilbrigðissráðgjöfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ýtt á að að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. Ríkisstjórn Trump er þegar sögð hafa tekið skref í þá átt og þá sérstaklega með tilliti til skimunar. Ráðgjafinn heitir Scott Atlas og gekk hann til liðs við aðra starfsmenn Hvíta hússins fyrr í þessum mánuði. Hann er taugasérfræðingur hjá Hoover stofnuninni við Stanford, sem er íhaldssöm stofnun. Hann hefur enga reynslu af sóttvörnum. Samkvæmt heimildum Washington Post innan Hvíta hússins hefur Atlas hvatt Trump til að taka Svíþjóð til fyrirmyndar varðandi sóttvarnir. Sú aðferð er í stuttu máli umdeild og felur í sér að grípa ekki til umfangsmikilla ferðatakmarkana og láta sóttvarnir taka mið af því að halda hagkerfi ríkis gangandi og í senn reyna að verja viðkæma hópa eins og íbúa dvalarheimila. Að nægilega margir smitist af Covid-19 og myndi ónæmi, svo veiran geti ekki dreift sér meðal íbúa. Vert er að taka fram að sóttvarnir Svíþjóðar hafa verið harðlega gagnrýndar af heilbrigiðsstarfsmönnum og sóttvarnasérfræðingum. Samanborið við nágrannalöndin hafa tiltölulega margir smitast og dáið í Svíþjóð og þar að auki hefur ríkið ekki sloppið við efnahagslegar afleiðingar faraldursins. Til samanburðar þá hafa minnst 84.379 smitast í Svíþjóð, samkvæmt samantekt Johns Hopkins háskólans, sem byggir á opinberum tölum, og 5.808 hafa dáið. Í Danmörku hafa 17.410 smitast og 624 dáið. Íhaldsmenn víða um heim, sem standa í þeirri trú að sóttvarnir séu að hafa of mikil neikvæð áhrif á efnahagslíf og telja takmarkanir brjóta á réttindum þeirra, hafa þrátt fyrir það lofað Svía fyrir aðgerðir þeirra. Viðbrögð ríkisstjórnar Trump hafa ekki fengið góðan hljómgrunn hjá kjósendum í Bandaríkjunum og Trump sjálfum er mikið í mun um að ljúka þessum kafla og halda áfram. Til marks um það var að mestu talað um faraldurinn í þátíð á landsfundi Repúblikanaflokksins í síðustu viku. Í heildina hafa um sex milljónir Bandaríkjamanna smitast af Covid-19, svo vitað sé, og 183 þúsund hafa dáið. Muni kosta hundruð þúsunda lífa Bandarískir sérfræðingar segja að bara það að verið sé að ræða þessa leið innan veggja Hvíta hússins sé gagnrýnisvert. Leitin að hjarðónæmi myndi kosta hundruð þúsunda ef ekki milljónir Bandaríkjamanna lífið. Jafnvel þó að vel tækist að verja dvalarheimili og aðra viðkvæma. Atlas hitir Trump nærri því á hverju degi, sem er mun oftar en aðrir heilbrigðisráðgjafar hans. Áður en hann byrjaði að vinna í Hvíta húsinu hafði hann kallað eftir hjarðónæmi í fjölmiðlum og deilt á Anthony Fauci og Deborah Birx, sérfræðinga Hvíta hússins. Hann hefur haldið því fram að leitin að hjarðónæmi myndi ekki leiða til frekari dauðsfalla ef viðkvæmir yrðu varðir. Meðal hinna látnu eru þó minnst 25 þúsund manns undir 65 ára aldri. Þar að auki er spurningum ósvarað um langvarandi afleiðingar veikinda sem tengjast Covid-19. Trump hefur orðið sífellt meira óánægæður með sérfræðingana sem hafa verið að ráðleggja honum, eins og Fauci og Birx, og hefur kallað eftir því að annar læknir með annað sjónarhorn yrði fenginn til Hvíta hússins. Atlas náði fyrst athygli Trump, eins og svo margir aðrir starfsmenn hans, þegar hann sá hann í Fox News. Þar talaði hann um harðónæmi, að grímur spornuðu ekki gegn dreifingu veirunnar og ýmislegt annað sem féll í kramið hjá forsetanum. Atlas neitaði að svara spurningum Washington Post við vinnslu greinar þeirra. Eftir að hún var birt gaf Hvíta húsið út tilkynningu um að ekki væri verið að íhuga hjarðónæmi. Stefnan sé enn að berjast af krafti gegn útbreiðslu veirunnar og vinna að bóluefni. Þegar búið að taka skref Sérfræðingar og heilbrigðisstarfsmenn sem rætt var við segja að þegar sé búið að taka skref í átt að þessari stefnu. Heilbrigðisráðuneytið hafi til að mynda gripið til sérstakar stríðslagasetningar til að flýta sendingum Covid-19 prófa til dvalarheimila. Skimun hafi ekki verið aukin á öðrum sviðum, þvert á móti hafi þess í stað verið dregið úr henni, á sama tíma og verið er að opna skóla og draga úr takmörkunum. Atlas hefur einnig haldið því fram að borgir eins og New York, sem urðu snemma fyrir barðinu á Covid-19 hafi þegar náð hjarðónæmi. Aðrir sérfræðingar segja það ekki rétt. Seinni bylgjur í þeim borgum hafi sýnt fram á að útbreiðsla veirunnar sé ekkert hægari en á öðrum svæðum. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðissmálastofnunnar hafa sagt að miðað við hve auðveldlega Covid-19 dreifist á milli fólks sé útlit fyrir að 65 til 70 prósent íbúa þurfi að smitast til að ná harðónæmi. Sé mið tekið af því að um eitt prósent þeirra sem smitist deyji, fæli það í sér 2,13 milljónir dauðsfalla í Bandaríkjunum, samkvæmt greiningu WP.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Fjöldi smitaðra í Bandaríkjunum nálgast nú sex milljónir Fjöldi þeirra sem smitast hafa af kórónuveirunni í Bandaríkjunum nálgast nú óðfluga sex milljón manna markið, en uppsveifla er í miðvesturríkjum landsins þessa dagana. 31. ágúst 2020 09:28 Segir Hvíta húsið vera í afneitun Andrew Cuomo ríkisstjóri New York-ríkis er harðorður í garð embættismanna Hvíta hússins á Twitter í dag. 30. ágúst 2020 18:31 „Flóðbylgja ósanninda“ í langri ræðu Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti lokaræðu landsfundar Repúblikanaflokksins í nótt þar sem hann tók formlega við tilnefningu flokksins. Í rúman klukkutíma gagnrýndi hann Joe Biden harðlega, fegraði eigin viðbrögð við faraldri Covid-19 og lofaði bóluefni fyrir lok þessa árs. 28. ágúst 2020 09:37 Telur ekki ljóst að bóluefni virki á eldra fólk Anders Tegnell, sóttvarnarlæknir í Svíþjóð, segir alls óvíst hvort væntanleg bóluefni gegn kórónuveirunni muni veita eldra fólki sömu vörn og yngri aldurshópum. 28. ágúst 2020 09:09 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Fjöldi smitaðra í Bandaríkjunum nálgast nú sex milljónir Fjöldi þeirra sem smitast hafa af kórónuveirunni í Bandaríkjunum nálgast nú óðfluga sex milljón manna markið, en uppsveifla er í miðvesturríkjum landsins þessa dagana. 31. ágúst 2020 09:28
Segir Hvíta húsið vera í afneitun Andrew Cuomo ríkisstjóri New York-ríkis er harðorður í garð embættismanna Hvíta hússins á Twitter í dag. 30. ágúst 2020 18:31
„Flóðbylgja ósanninda“ í langri ræðu Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti lokaræðu landsfundar Repúblikanaflokksins í nótt þar sem hann tók formlega við tilnefningu flokksins. Í rúman klukkutíma gagnrýndi hann Joe Biden harðlega, fegraði eigin viðbrögð við faraldri Covid-19 og lofaði bóluefni fyrir lok þessa árs. 28. ágúst 2020 09:37
Telur ekki ljóst að bóluefni virki á eldra fólk Anders Tegnell, sóttvarnarlæknir í Svíþjóð, segir alls óvíst hvort væntanleg bóluefni gegn kórónuveirunni muni veita eldra fólki sömu vörn og yngri aldurshópum. 28. ágúst 2020 09:09