Trump fullyrti að „skuggalegir menn“ stjórni Biden Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. september 2020 07:05 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir skuggalega menn stjórna Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata. Getty/Win McNamee Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í viðtali við Laura Ingraham á Fox News í gær. Fullyrti hann meðal annars, án þess að leggja fram einhverjar sannanir fyrir máli sínu, að „skuggalegir menn“ stjórni Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrada. Sagði Trump að „óþokkar“ í „dökkum einkennisbúningum“ væru að fljúga inn til Washington og þá líkti hann lögregluofbeldi gegn svörtum í Bandaríkjunum við golfara sem væri að kikna undir pressu. Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum eftir tvo mánuði og leiðir Biden kapphlaupið að Hvíta húsinu samkvæmt skoðanakönnunum. Ingraham, sem þekkt er fyrir að vera höll undir Trump líkt og sjónvarpsstöðin sem hún starfar á, Fox News, spurði forsetann hverjir það væru sem stjórnuðu Biden að hans mati. „Er það fólk sem studdi Obama?“ spurði Ingraham. „Þetta er fólk sem þú hefur aldrei heyrt um, þetta eru skuggalegir menn. Menn sem að…“ „Þetta hljómar eins og samsæriskenning“ Á þessum tímapunkti greip Ingraham fram í fyrir forsetanum og spurði hann hvað þetta þýddi. „Þetta hljómar eins og samsæriskenning. Skuggalegir menn. Hvað er það?“ spurði þáttastjórnandinn. „Þetta er fólk sem er úti á götum, það stjórnar götunum,“ svaraði Trump en beindi viðtalinu síðan inn á aðrar brautir. Donald Trump says "people that are in the dark shadows" and "people you haven't heard of" are 'pulling the strings' for Joe Biden pic.twitter.com/tjLpVMSRCO— Jason Campbell (@JasonSCampbell) September 1, 2020 „Það var fólk sem var að koma með flugvél frá einni tiltekinni borg um helgina. Og þessi flugvél, hún var nánast full af óþokkum, sem voru í þessum dökku einkennisbúningum, svörtum einkennisbúningum, og þeir voru með alls konar búnað og hitt og þetta,“ sagði forsetinn. Ingraham reyndi að fá nánari upplýsingar en Trump svaraði því til að hann myndi segja henni betur frá þessu seinna. Málið væri til rannsóknar. Forsetinn bætti því þó við að vitnið hans, sem hefði verið á leiðinni á landsþing Demókrata, hefði séð fullt af fólki fara um borð í flugvélina sem ætlaði sér að vinna mikil skemmdarverk. Líkt og raunin var með skuggalegu mennina lagði Trump ekki fram neinar sannanir fyrir máli sínu. Sagði lögreglumennina guggna eins og þeir væru á golfmóti Trump ræddi einnig lögregluofbeldi í Bandaríkjunum og Black Lives Matter-hreyfinguna sem hann sagði vera marxísk samtök. Forsetinn ætlar að heimsækja Kenosha í Wisconsin í dag þrátt fyrir að yfirvöld í borginni og ríkinu hafi beðið Trump um að koma ekki. Heimsókn hans myndi aðeins gera illt verra en mikil mótmæli hafa verið í Kenosha síðustu daga eftir að lögreglumenn skutu svartan mann, Jacob Blake, sjö sinnum í bakið. Blake er lamaður frá mitti og niður. „Að skjóta manninn í bakið svona oft. Ég meina, hefðirðu ekki getað gert eitthvað öðruvísi, hefðirðu ekki getað barist við hann? Þú veist, ég meina, í millitíðinni hefði hann getað náð í vopn og það er aðalmálið hérna. En þeir [lögreglan] guggna, eins og þeir væru á golfmóti, þeir missa púttið,“ sagði Trump. You know things are bad when Laura Ingraham has to save President Trump from saying stupid things. https://t.co/jBBp9x7e4U— Chuck Schumer (@SenSchumer) September 1, 2020 Ingraham greip þá aftur fram í fyrir forsetanum. „Þú ert ekki að líkja þessu við golf. Því það er það sem fjölmiðlar munu segja,“ sagði hún. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, tísti eftir viðtalið og sagði að hlutirnir væru orðnir slæmir þegar Laura Ingraham þyrfti að bjarga forsetanum frá því að segja heimskulega hluti. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stillir ekki til friðar heldur hellir olíu á eldinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Í stað þess að reyna að stilla til friðar eða miðla milli deilandi fylkinga, hefur forsetinn deilt samsæriskenningum. 31. ágúst 2020 11:08 Saka Bandaríkjaforseta um að hvetja til ofbeldis Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvorum öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist. 31. ágúst 2020 07:38 Óttast að heimsókn Trump geri ástandið verra Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. 30. ágúst 2020 23:00 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í viðtali við Laura Ingraham á Fox News í gær. Fullyrti hann meðal annars, án þess að leggja fram einhverjar sannanir fyrir máli sínu, að „skuggalegir menn“ stjórni Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrada. Sagði Trump að „óþokkar“ í „dökkum einkennisbúningum“ væru að fljúga inn til Washington og þá líkti hann lögregluofbeldi gegn svörtum í Bandaríkjunum við golfara sem væri að kikna undir pressu. Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum eftir tvo mánuði og leiðir Biden kapphlaupið að Hvíta húsinu samkvæmt skoðanakönnunum. Ingraham, sem þekkt er fyrir að vera höll undir Trump líkt og sjónvarpsstöðin sem hún starfar á, Fox News, spurði forsetann hverjir það væru sem stjórnuðu Biden að hans mati. „Er það fólk sem studdi Obama?“ spurði Ingraham. „Þetta er fólk sem þú hefur aldrei heyrt um, þetta eru skuggalegir menn. Menn sem að…“ „Þetta hljómar eins og samsæriskenning“ Á þessum tímapunkti greip Ingraham fram í fyrir forsetanum og spurði hann hvað þetta þýddi. „Þetta hljómar eins og samsæriskenning. Skuggalegir menn. Hvað er það?“ spurði þáttastjórnandinn. „Þetta er fólk sem er úti á götum, það stjórnar götunum,“ svaraði Trump en beindi viðtalinu síðan inn á aðrar brautir. Donald Trump says "people that are in the dark shadows" and "people you haven't heard of" are 'pulling the strings' for Joe Biden pic.twitter.com/tjLpVMSRCO— Jason Campbell (@JasonSCampbell) September 1, 2020 „Það var fólk sem var að koma með flugvél frá einni tiltekinni borg um helgina. Og þessi flugvél, hún var nánast full af óþokkum, sem voru í þessum dökku einkennisbúningum, svörtum einkennisbúningum, og þeir voru með alls konar búnað og hitt og þetta,“ sagði forsetinn. Ingraham reyndi að fá nánari upplýsingar en Trump svaraði því til að hann myndi segja henni betur frá þessu seinna. Málið væri til rannsóknar. Forsetinn bætti því þó við að vitnið hans, sem hefði verið á leiðinni á landsþing Demókrata, hefði séð fullt af fólki fara um borð í flugvélina sem ætlaði sér að vinna mikil skemmdarverk. Líkt og raunin var með skuggalegu mennina lagði Trump ekki fram neinar sannanir fyrir máli sínu. Sagði lögreglumennina guggna eins og þeir væru á golfmóti Trump ræddi einnig lögregluofbeldi í Bandaríkjunum og Black Lives Matter-hreyfinguna sem hann sagði vera marxísk samtök. Forsetinn ætlar að heimsækja Kenosha í Wisconsin í dag þrátt fyrir að yfirvöld í borginni og ríkinu hafi beðið Trump um að koma ekki. Heimsókn hans myndi aðeins gera illt verra en mikil mótmæli hafa verið í Kenosha síðustu daga eftir að lögreglumenn skutu svartan mann, Jacob Blake, sjö sinnum í bakið. Blake er lamaður frá mitti og niður. „Að skjóta manninn í bakið svona oft. Ég meina, hefðirðu ekki getað gert eitthvað öðruvísi, hefðirðu ekki getað barist við hann? Þú veist, ég meina, í millitíðinni hefði hann getað náð í vopn og það er aðalmálið hérna. En þeir [lögreglan] guggna, eins og þeir væru á golfmóti, þeir missa púttið,“ sagði Trump. You know things are bad when Laura Ingraham has to save President Trump from saying stupid things. https://t.co/jBBp9x7e4U— Chuck Schumer (@SenSchumer) September 1, 2020 Ingraham greip þá aftur fram í fyrir forsetanum. „Þú ert ekki að líkja þessu við golf. Því það er það sem fjölmiðlar munu segja,“ sagði hún. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, tísti eftir viðtalið og sagði að hlutirnir væru orðnir slæmir þegar Laura Ingraham þyrfti að bjarga forsetanum frá því að segja heimskulega hluti.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stillir ekki til friðar heldur hellir olíu á eldinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Í stað þess að reyna að stilla til friðar eða miðla milli deilandi fylkinga, hefur forsetinn deilt samsæriskenningum. 31. ágúst 2020 11:08 Saka Bandaríkjaforseta um að hvetja til ofbeldis Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvorum öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist. 31. ágúst 2020 07:38 Óttast að heimsókn Trump geri ástandið verra Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. 30. ágúst 2020 23:00 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Stillir ekki til friðar heldur hellir olíu á eldinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Í stað þess að reyna að stilla til friðar eða miðla milli deilandi fylkinga, hefur forsetinn deilt samsæriskenningum. 31. ágúst 2020 11:08
Saka Bandaríkjaforseta um að hvetja til ofbeldis Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvorum öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist. 31. ágúst 2020 07:38
Óttast að heimsókn Trump geri ástandið verra Mandela Barnes, aðstoðarríkisstjóri Wisconsin, telur óskynsamlegt að Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsæki borgina Kenosha í vikunni. 30. ágúst 2020 23:00