Aftur tapar Trump í skattskýrslumálinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2020 15:20 Donald Trump á fundi með landsambandi bandarískra lögreglumana. EPA/Anna Moneymaker Alríkisdómari í Manhattan hafnaði í morgun málatilbúnaði Bandaríkjaforseta sem hefur því verið gert að láta skattagögn sín af hendi. Fastlega er þó búist við því að Donald Trump muni áfrýja málinu sem gæti þannig aftur endað á borði Hæstaréttar Bandaríkjanna. Saksóknarar í New York kröfðust skattskýrslna forsetans til átta ára með stefnu frá endurskoðunarfyrirtækinu Mazars USA haustið 2019. Krafan tengist rannsókn þeirra á því hvort að Trump og fyrirtæki hans hafi brotið lög þegar þau endurgreiddu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanni Trump, vegna þagnargreiðslna hans til klámmyndaleikkonu sem sagðist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Krafan fór dóm en forsetinn taldi sig njóta algerrar friðhelgi fyrir sakamálarannsókn meðan hann sæti í embætti. Þeirri skýringu var fyrst hafnað fyrir alríkisdómstól og síðar fyrir Hæstarétti. Það gaf Trump og lögmannaliði hans færi á að hafna kröfunni á öðrum forsendum, sem þau ákváðu að gera um leið og niðurstaða Hæstaréttar lá fyrir í síðasta mánuði. Nú skyldi kröfu saksóknarans Cyrus Vance í New York um aðgang að skattagögnunum vera hafnað á þeim forsendum að hún væri of almenn. Saksóknarinn væri þar að auki á pólitískri vegferð gegn forsetanum. Victor Marrero, alríkisdómari á Manhattan, hafnaði hins vegar þessum rökum. Þó svo að saksóknari færi fram á gögn frá forsetanum þýddi það ekki sjálfkrafa að það væri til marks um fjandskap af hans hálfu. Dómarinn sagði jafnframt að ef hann myndi fallast á kröfu forsetans um að láta málið niður falla myndi það samsvara því að hann væri að vernda forsetann gegn rannsókn. Fyrir vikið gætu mál gegn honum fyrst og því væri frávísun eða niðurfelling „friðhelgi í sauðagæru“ (e. immunity through a backdoor). Gert er ráð fyrir að Trump og lögmenn hans muni áfrýja niðurstöðunni. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24 Ósennilegt að skattskýrslur Trump líti dagsins ljós fyrir kosningar Tveir dómar Hæstaréttar Bandaríkjanna í dag voru tímabundinn sigur Donalds Trump Bandaríkjaforseta í tilraunum hans til að koma í veg fyrir að skattskýrslur og fjármálaupplýsingar hans verði gerðar opinberar fyrir kosningar. 9. júlí 2020 18:52 Saksóknarar með gögn frá Deutsche bank um fjármál Trump Deutsche bank afhenti saksóknurum í New York skjöl um fjármál Donalds Trump Bandaríkjaforseta og fyrirtækis hans í tengslum við sakamálarannsókn í fyrra. Tilraunir saksóknaranna til að fá skattskýrslur forsetans afhentar benda til þess að rannsókn á fjármálum hans sé umfangsmeiri en talið var. 5. ágúst 2020 23:40 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Alríkisdómari í Manhattan hafnaði í morgun málatilbúnaði Bandaríkjaforseta sem hefur því verið gert að láta skattagögn sín af hendi. Fastlega er þó búist við því að Donald Trump muni áfrýja málinu sem gæti þannig aftur endað á borði Hæstaréttar Bandaríkjanna. Saksóknarar í New York kröfðust skattskýrslna forsetans til átta ára með stefnu frá endurskoðunarfyrirtækinu Mazars USA haustið 2019. Krafan tengist rannsókn þeirra á því hvort að Trump og fyrirtæki hans hafi brotið lög þegar þau endurgreiddu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanni Trump, vegna þagnargreiðslna hans til klámmyndaleikkonu sem sagðist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Krafan fór dóm en forsetinn taldi sig njóta algerrar friðhelgi fyrir sakamálarannsókn meðan hann sæti í embætti. Þeirri skýringu var fyrst hafnað fyrir alríkisdómstól og síðar fyrir Hæstarétti. Það gaf Trump og lögmannaliði hans færi á að hafna kröfunni á öðrum forsendum, sem þau ákváðu að gera um leið og niðurstaða Hæstaréttar lá fyrir í síðasta mánuði. Nú skyldi kröfu saksóknarans Cyrus Vance í New York um aðgang að skattagögnunum vera hafnað á þeim forsendum að hún væri of almenn. Saksóknarinn væri þar að auki á pólitískri vegferð gegn forsetanum. Victor Marrero, alríkisdómari á Manhattan, hafnaði hins vegar þessum rökum. Þó svo að saksóknari færi fram á gögn frá forsetanum þýddi það ekki sjálfkrafa að það væri til marks um fjandskap af hans hálfu. Dómarinn sagði jafnframt að ef hann myndi fallast á kröfu forsetans um að láta málið niður falla myndi það samsvara því að hann væri að vernda forsetann gegn rannsókn. Fyrir vikið gætu mál gegn honum fyrst og því væri frávísun eða niðurfelling „friðhelgi í sauðagæru“ (e. immunity through a backdoor). Gert er ráð fyrir að Trump og lögmenn hans muni áfrýja niðurstöðunni.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24 Ósennilegt að skattskýrslur Trump líti dagsins ljós fyrir kosningar Tveir dómar Hæstaréttar Bandaríkjanna í dag voru tímabundinn sigur Donalds Trump Bandaríkjaforseta í tilraunum hans til að koma í veg fyrir að skattskýrslur og fjármálaupplýsingar hans verði gerðar opinberar fyrir kosningar. 9. júlí 2020 18:52 Saksóknarar með gögn frá Deutsche bank um fjármál Trump Deutsche bank afhenti saksóknurum í New York skjöl um fjármál Donalds Trump Bandaríkjaforseta og fyrirtækis hans í tengslum við sakamálarannsókn í fyrra. Tilraunir saksóknaranna til að fá skattskýrslur forsetans afhentar benda til þess að rannsókn á fjármálum hans sé umfangsmeiri en talið var. 5. ágúst 2020 23:40 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24
Ósennilegt að skattskýrslur Trump líti dagsins ljós fyrir kosningar Tveir dómar Hæstaréttar Bandaríkjanna í dag voru tímabundinn sigur Donalds Trump Bandaríkjaforseta í tilraunum hans til að koma í veg fyrir að skattskýrslur og fjármálaupplýsingar hans verði gerðar opinberar fyrir kosningar. 9. júlí 2020 18:52
Saksóknarar með gögn frá Deutsche bank um fjármál Trump Deutsche bank afhenti saksóknurum í New York skjöl um fjármál Donalds Trump Bandaríkjaforseta og fyrirtækis hans í tengslum við sakamálarannsókn í fyrra. Tilraunir saksóknaranna til að fá skattskýrslur forsetans afhentar benda til þess að rannsókn á fjármálum hans sé umfangsmeiri en talið var. 5. ágúst 2020 23:40