Hætti við að hætta eftir fregnir um kynferðislegt samband þeirra hjóna við ungan mann Samúel Karl Ólason skrifar 25. ágúst 2020 12:14 Becki og Jerry Falwell. AP/Steve Helber Jerry Falwell yngri, forseti eins stærsta evangelíska háskóla heims og dyggur stuðningsmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, samþykkti að slíta sig frá skólanum vegna fregna af meintu kynferðislegu sambandi hans og eiginkonu hans við ungan mann en hætti svo við. Hann segir fréttir af þessu meinta sambandi, sem meðal annars snúa að því að hann hafi horft á mök eiginkonu sinnar og ungs manns, vera rangar. Reuters birti í gær viðtal við Giancarlo Granda sem segir að samband sitt við hjónin hafa byrjað árið 2012 þegar hann var tvítugur. Hann hafi meðal annars haft mök við eiginkonu Falwell á meðan Falwell fylgdist með. Granda segist hafa kynnst þeim hjónum þar sem hann vann við að hreinsa sundlaug á hóteli í Miami í Bandaríkjunum. Sambandið hafi svo staðið yfir til ársins 2018. Reuters leitaði viðbragða frá Falwell og í yfirlýsingu frá lögmanni hans neitaði hann alfarið þessari frásögn. Á sunnudagskvöldið, áður en Reuters birti frétt sína, gaf Falwell út yfirlýsingu þar sem hann sagði Becki, eiginkonu sína, hafa átt í „óviðeigandi sambandi“ við Granda og að sá síðastnefndi hafi reynt að kúga úr þeim fé. Granda sýndi blaðamönnum Reuters tölvupósta, smáskilaboð og aðrar sannanir fyrir sögu sinni. „Becki og ég áttum í nánu sambandi og Jerry hafði gaman af því að fylgjast með úr horni herbergisins,“ sagði Granda meðal annars. Meðal þess sem Granda sýndi blaðamönnum var skjáskot af myndbandssímtali á milli hans og Becki frá 2019. Þar var Becki nakin og Jerry Falwell hafði stungið höfðinu inn um dyr og fylgdist með. Sér sambandið í öðru ljósi Granda segir að hann hafi viljugur tekið þátt í þessu sambandi en segist nú sjá það í öðru ljósi. Hann hafi verið ungur og barnalegur og þau hafi nýtt sér það. Hann segir það ekki rétt að hann hafi reynt að kúga fé úr hjónunum, heldur hafi hann verið að reyna að losna úr viðskiptum sem tengjast þeim. Falwell hjónin eru verulega áhrifamikil innan hægri vængs bandarískra stjórnmála og er Jerry Falwell sagður eiga stóran hlut í því að Donald Trump hafi verið kjörinn forseti árið 2016 en hann var sá fyrsti innan evangelískuhreyfingarinnar sem lýsti yfir stuðningi við forsetann. Becki Falwell er einnig mikill stuðningsmaður Trump og hefur sömuleiðis tekið þátt í kosningabaráttu hans. Vandræði Falwell og Liberty-háskólans byrjuðu áður en frétt Reuters birtist í gær. Falwell tók við stjórn skólans þegar faðir hans, sem stofnaði skólann, dó árið 2007. Undir stjórn Falwell hafa áhrif skólans aukist verulega og sækja hann um hundrað þúsund nýnemar á ári hverju. Hann fór í launað leyfi þann 7. ágúst eftir að hafa birt ögrandi mynd af sér og aðstoðarkonu eiginkonu sinnar þar sem þau voru bæði með buxnaklaufar sínar renndar niður og hann virtist halda á áfengum drykk. Nemendur Liberty-háskólans þurfa að lúta ströngum reglum um hvernig skuli hegða sér innan sem utan veggja skólans. Er þeim til að mynda bannað að stunda kynlíf utan hjónabands og meinað að nota fjölmiðla, efni hverra brýtur í bága við gildi og hefðir skólans. Er þar átt við klúra lagatexta, andkristin boð, kynferðisleg efni og nekt. Þá skulu nemendur forðast öfgar í hártísku og fatavali og klæðast hæversklega á öllum stundum. Þeim er einnig meinað að neita áfengis en Falwell sagði drykkinn sem hann hélt á ekki vera áfengan. Í frétt Washington Post segir að stjórn Liberty-háskólans hafi um nokkuð skeið verið að missa trú á stjórn Falwell og telja hann hafa misst sjónar á markmiðum skólans. Tilkynnt var að Falwell hefði hætt í stjórn og sem forseti Liberty-háskólans umsvifamikla en hann dró þær fregnir svo til baka. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Sjá meira
Jerry Falwell yngri, forseti eins stærsta evangelíska háskóla heims og dyggur stuðningsmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, samþykkti að slíta sig frá skólanum vegna fregna af meintu kynferðislegu sambandi hans og eiginkonu hans við ungan mann en hætti svo við. Hann segir fréttir af þessu meinta sambandi, sem meðal annars snúa að því að hann hafi horft á mök eiginkonu sinnar og ungs manns, vera rangar. Reuters birti í gær viðtal við Giancarlo Granda sem segir að samband sitt við hjónin hafa byrjað árið 2012 þegar hann var tvítugur. Hann hafi meðal annars haft mök við eiginkonu Falwell á meðan Falwell fylgdist með. Granda segist hafa kynnst þeim hjónum þar sem hann vann við að hreinsa sundlaug á hóteli í Miami í Bandaríkjunum. Sambandið hafi svo staðið yfir til ársins 2018. Reuters leitaði viðbragða frá Falwell og í yfirlýsingu frá lögmanni hans neitaði hann alfarið þessari frásögn. Á sunnudagskvöldið, áður en Reuters birti frétt sína, gaf Falwell út yfirlýsingu þar sem hann sagði Becki, eiginkonu sína, hafa átt í „óviðeigandi sambandi“ við Granda og að sá síðastnefndi hafi reynt að kúga úr þeim fé. Granda sýndi blaðamönnum Reuters tölvupósta, smáskilaboð og aðrar sannanir fyrir sögu sinni. „Becki og ég áttum í nánu sambandi og Jerry hafði gaman af því að fylgjast með úr horni herbergisins,“ sagði Granda meðal annars. Meðal þess sem Granda sýndi blaðamönnum var skjáskot af myndbandssímtali á milli hans og Becki frá 2019. Þar var Becki nakin og Jerry Falwell hafði stungið höfðinu inn um dyr og fylgdist með. Sér sambandið í öðru ljósi Granda segir að hann hafi viljugur tekið þátt í þessu sambandi en segist nú sjá það í öðru ljósi. Hann hafi verið ungur og barnalegur og þau hafi nýtt sér það. Hann segir það ekki rétt að hann hafi reynt að kúga fé úr hjónunum, heldur hafi hann verið að reyna að losna úr viðskiptum sem tengjast þeim. Falwell hjónin eru verulega áhrifamikil innan hægri vængs bandarískra stjórnmála og er Jerry Falwell sagður eiga stóran hlut í því að Donald Trump hafi verið kjörinn forseti árið 2016 en hann var sá fyrsti innan evangelískuhreyfingarinnar sem lýsti yfir stuðningi við forsetann. Becki Falwell er einnig mikill stuðningsmaður Trump og hefur sömuleiðis tekið þátt í kosningabaráttu hans. Vandræði Falwell og Liberty-háskólans byrjuðu áður en frétt Reuters birtist í gær. Falwell tók við stjórn skólans þegar faðir hans, sem stofnaði skólann, dó árið 2007. Undir stjórn Falwell hafa áhrif skólans aukist verulega og sækja hann um hundrað þúsund nýnemar á ári hverju. Hann fór í launað leyfi þann 7. ágúst eftir að hafa birt ögrandi mynd af sér og aðstoðarkonu eiginkonu sinnar þar sem þau voru bæði með buxnaklaufar sínar renndar niður og hann virtist halda á áfengum drykk. Nemendur Liberty-háskólans þurfa að lúta ströngum reglum um hvernig skuli hegða sér innan sem utan veggja skólans. Er þeim til að mynda bannað að stunda kynlíf utan hjónabands og meinað að nota fjölmiðla, efni hverra brýtur í bága við gildi og hefðir skólans. Er þar átt við klúra lagatexta, andkristin boð, kynferðisleg efni og nekt. Þá skulu nemendur forðast öfgar í hártísku og fatavali og klæðast hæversklega á öllum stundum. Þeim er einnig meinað að neita áfengis en Falwell sagði drykkinn sem hann hélt á ekki vera áfengan. Í frétt Washington Post segir að stjórn Liberty-háskólans hafi um nokkuð skeið verið að missa trú á stjórn Falwell og telja hann hafa misst sjónar á markmiðum skólans. Tilkynnt var að Falwell hefði hætt í stjórn og sem forseti Liberty-háskólans umsvifamikla en hann dró þær fregnir svo til baka.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Sjá meira