Baðst afsökunar á ummælum um blóðvökvameðferð Samúel Karl Ólason skrifar 25. ágúst 2020 16:44 Stephen Hahn, yfirmaður Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna, og Donald Trump, forseti. AP/Alex Brandon Stephen Hahn, yfirmaður Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) hefur beðist afsökunar á því að hafa talað of frjálslega um kosti blóðvökva þeirra sem hafa jafnað sig af Covid-19. Læknar höfðu brugðist reiðir við yfirlýsingum Hahn, sem hann varpaði fram í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sakaði „djúpríkið, eða einhverja“ hjá FDA um að standa í vegi fyrir samþykki blóðvökvameðferðar og annarra lyfja gegn Covid-19. Það segir Trump að djúpríkið sé að gera til að koma niður á honum fyrir forsetakosningarnar í nóvember. The deep state, or whoever, over at the FDA is making it very difficult for drug companies to get people in order to test the vaccines and therapeutics. Obviously, they are hoping to delay the answer until after November 3rd. Must focus on speed, and saving lives! @SteveFDA— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 22, 2020 Forsetinn tilkynnti svo í gær að FDA hefði samþykkt meðferðir í neyðaryfirlýsingu. Hann sagði það um sögulegar framfarir væri að ræða. Hahn sagði svo að rúmlega 35 manns af hundrað myndu lifa af ef þau fengu blóðvökvameðferð. Sú yfirlýsing ýkir verulega kosti rannsókna, samkvæmt AP fréttaveitunni. Vísbendingar eru um að blóðvökvameðferð geti hjálpað þeim sem smitast hafa af Covid-19 en sérfræðingar segja það þó langt frá því að vera fullljóst. Hahn hefur verið gagnrýndur fyrir að láta eftir Trump í pólitískum tilgangi og grafa undan trúverðugleika FDA. Hahn var einnig gagnrýndur fyrir að varpa ummælum sínum um meðferðina fram í aðdraganda landsfundar Repúblikanaflokksins svo yfirlýsingin féll eins og flís við rass í kosningabaráttu Trump. Hann segir ákvörðunina þó hafa verið tekna af sjálfstæðum hætti af vísindamönnum og sérfræðingum Lyfjaeftirlitsins. Hann mótmælti ekki yfirlýsingum Trump um að þróun blóðvökvameðferðar væri söguleg og að starfsmenn FDA væru að vinna gegn forsetanum. Ríkisstjórn Trump hefur lagt mikla áherslu á þróun og vonast Trump-liðar til þess að skjótur árangur gæti nýst honum í baráttunni um endurkjör. Viðmælendur AP segja þó ljóst að ummæli Trump um Lyfjaeftirlitið vinni gegn trúverðugleika stofnunarinnar, þegar þörf sé á því að sem flestir treysti henni. Þegar öruggt bóluefni líti dagsins ljóst þurfi sem flestir að taka það. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Stephen Hahn, yfirmaður Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) hefur beðist afsökunar á því að hafa talað of frjálslega um kosti blóðvökva þeirra sem hafa jafnað sig af Covid-19. Læknar höfðu brugðist reiðir við yfirlýsingum Hahn, sem hann varpaði fram í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sakaði „djúpríkið, eða einhverja“ hjá FDA um að standa í vegi fyrir samþykki blóðvökvameðferðar og annarra lyfja gegn Covid-19. Það segir Trump að djúpríkið sé að gera til að koma niður á honum fyrir forsetakosningarnar í nóvember. The deep state, or whoever, over at the FDA is making it very difficult for drug companies to get people in order to test the vaccines and therapeutics. Obviously, they are hoping to delay the answer until after November 3rd. Must focus on speed, and saving lives! @SteveFDA— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 22, 2020 Forsetinn tilkynnti svo í gær að FDA hefði samþykkt meðferðir í neyðaryfirlýsingu. Hann sagði það um sögulegar framfarir væri að ræða. Hahn sagði svo að rúmlega 35 manns af hundrað myndu lifa af ef þau fengu blóðvökvameðferð. Sú yfirlýsing ýkir verulega kosti rannsókna, samkvæmt AP fréttaveitunni. Vísbendingar eru um að blóðvökvameðferð geti hjálpað þeim sem smitast hafa af Covid-19 en sérfræðingar segja það þó langt frá því að vera fullljóst. Hahn hefur verið gagnrýndur fyrir að láta eftir Trump í pólitískum tilgangi og grafa undan trúverðugleika FDA. Hahn var einnig gagnrýndur fyrir að varpa ummælum sínum um meðferðina fram í aðdraganda landsfundar Repúblikanaflokksins svo yfirlýsingin féll eins og flís við rass í kosningabaráttu Trump. Hann segir ákvörðunina þó hafa verið tekna af sjálfstæðum hætti af vísindamönnum og sérfræðingum Lyfjaeftirlitsins. Hann mótmælti ekki yfirlýsingum Trump um að þróun blóðvökvameðferðar væri söguleg og að starfsmenn FDA væru að vinna gegn forsetanum. Ríkisstjórn Trump hefur lagt mikla áherslu á þróun og vonast Trump-liðar til þess að skjótur árangur gæti nýst honum í baráttunni um endurkjör. Viðmælendur AP segja þó ljóst að ummæli Trump um Lyfjaeftirlitið vinni gegn trúverðugleika stofnunarinnar, þegar þörf sé á því að sem flestir treysti henni. Þegar öruggt bóluefni líti dagsins ljóst þurfi sem flestir að taka það.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira