Yfir sex milljónir greinst með veiruna í Bandaríkjunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. ágúst 2020 22:20 Tveir grímuklæddir menn í New York í Bandaríkjunum. Noam Galai/Getty Heildarfjöldi þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 er nú kominn yfir sex milljónir, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. Samkvæmt tölum frá háskólanum fjölgaði staðfestum greiningum í landinu um milljón á innan við einum mánuði. Yfir 183.000 manns hafa nú látist af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Tölur háskólans sýna þá að frá því að fyrsti einstaklingurinn greindist með Covid-19 í Bandaríkjunum þann 21. janúar á þessu ári liðu 99 dagar uns milljón manns höfðu greinst, þann 28. apríl. Fjöldi þeirra sem greindist með veiruna náði síðan tveimur milljónum 43 dögum síðar. Fjöldi staðfestra smita fór úr tveimur milljónum í þrjár milljónir á 28 dögum, úr þremur milljónum í fjórar á 15 dögum og úr fjórum milljónum í fimm á 17 dögum. Þá náði fjöldi staðfestra smita yfir sex milljónir 22 dögum eftir að fimm milljónir höfðu greinst með veiruna. Af þessum tölum má greina að hægst hafi á faraldrinum í Bandaríkjunum. Þó hafa hvergi greinst fleiri með kórónuveiruna en í landinu. Næst á eftir Bandaríkjunum kemur Brasilía, en þar hafa rúmlega 3,9 milljónir manna greinst með veiruna. Forsetinn farið með rangt mál um dánartíðni Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur, ásamt ríkisstjórn sinni, verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við faraldrinum. Hann hefur ítrekað sagt að faraldurinn myndi einn daginn gufa upp eins og fyrir kraftaverk. Eins hefur hann stært sig af viðbrögðum við veirunni og sagt dánartíðni Covid-sjúklinga í Bandaríkjunum vera eina þá lægstu í heimi. Það er ekki rétt. Fyrir hverja milljón íbúa Bandaríkjanna hafa 566 látist af völdum Covid-19. Samkvæmt Johns Hopkins-háskóla er það 11. hæsta dánartíðni Covid-sjúklinga í heimi. Trump hefur sagt að dánartíðni Covid-sjúklinga sé ein sú lægsta í heimi.KEVIN DIETSCH/EPA Á fréttamannafundi í dag sagði fjölmiðlafulltrúi Hvíta Hússins, Kayleigh McEnany, engu að síður að Bandaríkin hefðu tekið vel á faraldrinum. „Við fyllumst von við það að sjá að daglegum nýsmitum fækkar, andlátum og spítalainnlögnum fækkar,“ sagði hún. Þá sagði hún að í dánartíðni Covid-sjúklinga í Bandaríkjunum væri einhver sú lægsta í heimi, sé miðað við dauðsföll sem hlutfall af heildarfjölda þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna. Það er ekki heldur rétt en yfir 100 ríki eða sjálfsstjórnarsvæði eru með lægra hlutfall látinna miðað við heildarfjölda þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna í viðkomandi ríki. Í Bandaríkjunum er hlutfallið 3,1 prósent. Til samanburðar má benda á að á Íslandi er hlutfallið 0,5 prósent. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Hvíta húsið vera í afneitun Andrew Cuomo ríkisstjóri New York-ríkis er harðorður í garð embættismanna Hvíta hússins á Twitter í dag. 30. ágúst 2020 18:31 „Flóðbylgja ósanninda“ í langri ræðu Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti lokaræðu landsfundar Repúblikanaflokksins í nótt þar sem hann tók formlega við tilnefningu flokksins. Í rúman klukkutíma gagnrýndi hann Joe Biden harðlega, fegraði eigin viðbrögð við faraldri Covid-19 og lofaði bóluefni fyrir lok þessa árs. 28. ágúst 2020 09:37 Samþykkja blóðvökvameðferð við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, hefur veitt heimild fyrir því að blóðvökvi sem er ríkur af mótefni við Covid-19 verði notaður til meðferðar við sjúkdómnum hjá þeim sjúklingum sem hvað veikastir eru. 24. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Heildarfjöldi þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 er nú kominn yfir sex milljónir, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. Samkvæmt tölum frá háskólanum fjölgaði staðfestum greiningum í landinu um milljón á innan við einum mánuði. Yfir 183.000 manns hafa nú látist af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Tölur háskólans sýna þá að frá því að fyrsti einstaklingurinn greindist með Covid-19 í Bandaríkjunum þann 21. janúar á þessu ári liðu 99 dagar uns milljón manns höfðu greinst, þann 28. apríl. Fjöldi þeirra sem greindist með veiruna náði síðan tveimur milljónum 43 dögum síðar. Fjöldi staðfestra smita fór úr tveimur milljónum í þrjár milljónir á 28 dögum, úr þremur milljónum í fjórar á 15 dögum og úr fjórum milljónum í fimm á 17 dögum. Þá náði fjöldi staðfestra smita yfir sex milljónir 22 dögum eftir að fimm milljónir höfðu greinst með veiruna. Af þessum tölum má greina að hægst hafi á faraldrinum í Bandaríkjunum. Þó hafa hvergi greinst fleiri með kórónuveiruna en í landinu. Næst á eftir Bandaríkjunum kemur Brasilía, en þar hafa rúmlega 3,9 milljónir manna greinst með veiruna. Forsetinn farið með rangt mál um dánartíðni Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur, ásamt ríkisstjórn sinni, verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við faraldrinum. Hann hefur ítrekað sagt að faraldurinn myndi einn daginn gufa upp eins og fyrir kraftaverk. Eins hefur hann stært sig af viðbrögðum við veirunni og sagt dánartíðni Covid-sjúklinga í Bandaríkjunum vera eina þá lægstu í heimi. Það er ekki rétt. Fyrir hverja milljón íbúa Bandaríkjanna hafa 566 látist af völdum Covid-19. Samkvæmt Johns Hopkins-háskóla er það 11. hæsta dánartíðni Covid-sjúklinga í heimi. Trump hefur sagt að dánartíðni Covid-sjúklinga sé ein sú lægsta í heimi.KEVIN DIETSCH/EPA Á fréttamannafundi í dag sagði fjölmiðlafulltrúi Hvíta Hússins, Kayleigh McEnany, engu að síður að Bandaríkin hefðu tekið vel á faraldrinum. „Við fyllumst von við það að sjá að daglegum nýsmitum fækkar, andlátum og spítalainnlögnum fækkar,“ sagði hún. Þá sagði hún að í dánartíðni Covid-sjúklinga í Bandaríkjunum væri einhver sú lægsta í heimi, sé miðað við dauðsföll sem hlutfall af heildarfjölda þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna. Það er ekki heldur rétt en yfir 100 ríki eða sjálfsstjórnarsvæði eru með lægra hlutfall látinna miðað við heildarfjölda þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna í viðkomandi ríki. Í Bandaríkjunum er hlutfallið 3,1 prósent. Til samanburðar má benda á að á Íslandi er hlutfallið 0,5 prósent.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Hvíta húsið vera í afneitun Andrew Cuomo ríkisstjóri New York-ríkis er harðorður í garð embættismanna Hvíta hússins á Twitter í dag. 30. ágúst 2020 18:31 „Flóðbylgja ósanninda“ í langri ræðu Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti lokaræðu landsfundar Repúblikanaflokksins í nótt þar sem hann tók formlega við tilnefningu flokksins. Í rúman klukkutíma gagnrýndi hann Joe Biden harðlega, fegraði eigin viðbrögð við faraldri Covid-19 og lofaði bóluefni fyrir lok þessa árs. 28. ágúst 2020 09:37 Samþykkja blóðvökvameðferð við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, hefur veitt heimild fyrir því að blóðvökvi sem er ríkur af mótefni við Covid-19 verði notaður til meðferðar við sjúkdómnum hjá þeim sjúklingum sem hvað veikastir eru. 24. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Segir Hvíta húsið vera í afneitun Andrew Cuomo ríkisstjóri New York-ríkis er harðorður í garð embættismanna Hvíta hússins á Twitter í dag. 30. ágúst 2020 18:31
„Flóðbylgja ósanninda“ í langri ræðu Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti lokaræðu landsfundar Repúblikanaflokksins í nótt þar sem hann tók formlega við tilnefningu flokksins. Í rúman klukkutíma gagnrýndi hann Joe Biden harðlega, fegraði eigin viðbrögð við faraldri Covid-19 og lofaði bóluefni fyrir lok þessa árs. 28. ágúst 2020 09:37
Samþykkja blóðvökvameðferð við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, hefur veitt heimild fyrir því að blóðvökvi sem er ríkur af mótefni við Covid-19 verði notaður til meðferðar við sjúkdómnum hjá þeim sjúklingum sem hvað veikastir eru. 24. ágúst 2020 11:00