Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 20. febrúar 2025 21:09 Við lifum á viðsjárverðum tímum þar sem þjóðaröryggismál hafa fengið veglegan sess í umræðunni undanfarið. Netöryggisæfingabúðir voru haldnar og talsverðar bollaleggingar um fæðuöryggi hafa svifið yfir vötnum. Þetta er afar mikilvægt en eitt stærsta þjóðaröryggismálið sem ætti alltaf að vera á dagskrá er olíunotkun. Málið er einfalt, við flytjum nú inn um 500 þúsund tonn af olíu fyrir samgöngutæki, vélar og skip. Staðan er sú að ef skrúfað yrði fyrir olíuinnflutning til Íslands myndi þjóðfélagið lamast á örfáum vikum. Hér eru ekki 90 daga neyðarbirgðir eins og flestar vestrænar þjóðir hafa komið sér upp þannig að lömunin yrði hröð og víðtæk. Fæðuöryggið hryndi að mestu leyti á sama tíma þar sem matvælaframleiðsla og flutningur er nánast algerlega háð olíu. Öll starfsemi sem krefst einhverskonar farartækja eða flutninga myndi stöðvast. Orkuöryggið hefur skánað Staðan hefur þó verið verri og orkuöryggi landsins hefur skánað nokkuð undanfarin ár. Árið 2007 fór innanlandsnotkun olíu, þ.e. öll notkun utan millilandaflugs og millilandasiglinga, í 660 þúsund tonn. Þá var nánast ekki til samgöngutæki hér á landi sem gekk fyrir öðru en olíu og orkunýtni ekki í hávegum höfð. Síðan þá hefur orkunýtni, ekki síst í sjávarútvegi batnað verulega, orkuskipti í ýmsum iðnaði raungerst og fjöldi ökutækja skipt að hluta eða öllu leyti yfir í hreina íslenska orku. Nú eru tugir þúsunda farartækja sem keyra á íslenskri orku allt frá rafhjólum til steypubíla. Þó svo að orkuskipti skipa hafi verið umfangslítil hingað til hefur bætti orkunýtni í þeim geira skilað umtalsverðum árangri í minni olíunotkun. Árið 2023 var olíunotkun innanlands komin niður í 510 þúsund tonn. Þetta er í raun mun miklu meiri árangur en tölurnar gefa til kynna þar sem á sama tíma hefur landsmönnum fjölgað um tæplega 100 þúsund og ferðamönnum um tvær milljónir. Orkuöryggið í tölum Frá 2007 hefur olíunotkun innanlands sem sagt minnkað um 150 þúsund tonn. Árleg notkun er því um 180 milljón lítrum minni en hún var árið 2007. Orkuöryggið hefur því skánað um tæplega 500 þúsund lítra á dag, Á DAG! Þetta hefur tekist þrátt fyrir gríðarlegan vöxt í mannfjölda og ferðamannastraumi sem er einmitt mjög eldsneytisfrekur á ferðum sínum um landið. Gerum betur Við höfum alla burði til að gefa hratt og vel í þegar að kemur að auknu orkuöryggi og þar með matvælaöryggi hér á landi. Tæknilegar framfarir gera okkur nú kleift að fara í öflug orkuskipti á nær öllum sviðum samgangna. Orkuöryggið sem því fylgir væri í raun bara bónus þar sem nýorkutæki eru þjóðhagslega hagkvæm þegar kaup og rekstur er borin saman. Með minni olíunotkun verður líka ódýrara og umfangsminna að koma okkur upp 90 daga olíubirgðum. Drífum í þessu. Höfundur er sviðsstjóri á svið orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Umhverfismál Bensín og olía Orkumál Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Þitt er valið Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við lifum á viðsjárverðum tímum þar sem þjóðaröryggismál hafa fengið veglegan sess í umræðunni undanfarið. Netöryggisæfingabúðir voru haldnar og talsverðar bollaleggingar um fæðuöryggi hafa svifið yfir vötnum. Þetta er afar mikilvægt en eitt stærsta þjóðaröryggismálið sem ætti alltaf að vera á dagskrá er olíunotkun. Málið er einfalt, við flytjum nú inn um 500 þúsund tonn af olíu fyrir samgöngutæki, vélar og skip. Staðan er sú að ef skrúfað yrði fyrir olíuinnflutning til Íslands myndi þjóðfélagið lamast á örfáum vikum. Hér eru ekki 90 daga neyðarbirgðir eins og flestar vestrænar þjóðir hafa komið sér upp þannig að lömunin yrði hröð og víðtæk. Fæðuöryggið hryndi að mestu leyti á sama tíma þar sem matvælaframleiðsla og flutningur er nánast algerlega háð olíu. Öll starfsemi sem krefst einhverskonar farartækja eða flutninga myndi stöðvast. Orkuöryggið hefur skánað Staðan hefur þó verið verri og orkuöryggi landsins hefur skánað nokkuð undanfarin ár. Árið 2007 fór innanlandsnotkun olíu, þ.e. öll notkun utan millilandaflugs og millilandasiglinga, í 660 þúsund tonn. Þá var nánast ekki til samgöngutæki hér á landi sem gekk fyrir öðru en olíu og orkunýtni ekki í hávegum höfð. Síðan þá hefur orkunýtni, ekki síst í sjávarútvegi batnað verulega, orkuskipti í ýmsum iðnaði raungerst og fjöldi ökutækja skipt að hluta eða öllu leyti yfir í hreina íslenska orku. Nú eru tugir þúsunda farartækja sem keyra á íslenskri orku allt frá rafhjólum til steypubíla. Þó svo að orkuskipti skipa hafi verið umfangslítil hingað til hefur bætti orkunýtni í þeim geira skilað umtalsverðum árangri í minni olíunotkun. Árið 2023 var olíunotkun innanlands komin niður í 510 þúsund tonn. Þetta er í raun mun miklu meiri árangur en tölurnar gefa til kynna þar sem á sama tíma hefur landsmönnum fjölgað um tæplega 100 þúsund og ferðamönnum um tvær milljónir. Orkuöryggið í tölum Frá 2007 hefur olíunotkun innanlands sem sagt minnkað um 150 þúsund tonn. Árleg notkun er því um 180 milljón lítrum minni en hún var árið 2007. Orkuöryggið hefur því skánað um tæplega 500 þúsund lítra á dag, Á DAG! Þetta hefur tekist þrátt fyrir gríðarlegan vöxt í mannfjölda og ferðamannastraumi sem er einmitt mjög eldsneytisfrekur á ferðum sínum um landið. Gerum betur Við höfum alla burði til að gefa hratt og vel í þegar að kemur að auknu orkuöryggi og þar með matvælaöryggi hér á landi. Tæknilegar framfarir gera okkur nú kleift að fara í öflug orkuskipti á nær öllum sviðum samgangna. Orkuöryggið sem því fylgir væri í raun bara bónus þar sem nýorkutæki eru þjóðhagslega hagkvæm þegar kaup og rekstur er borin saman. Með minni olíunotkun verður líka ódýrara og umfangsminna að koma okkur upp 90 daga olíubirgðum. Drífum í þessu. Höfundur er sviðsstjóri á svið orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun