Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 20. febrúar 2025 21:09 Við lifum á viðsjárverðum tímum þar sem þjóðaröryggismál hafa fengið veglegan sess í umræðunni undanfarið. Netöryggisæfingabúðir voru haldnar og talsverðar bollaleggingar um fæðuöryggi hafa svifið yfir vötnum. Þetta er afar mikilvægt en eitt stærsta þjóðaröryggismálið sem ætti alltaf að vera á dagskrá er olíunotkun. Málið er einfalt, við flytjum nú inn um 500 þúsund tonn af olíu fyrir samgöngutæki, vélar og skip. Staðan er sú að ef skrúfað yrði fyrir olíuinnflutning til Íslands myndi þjóðfélagið lamast á örfáum vikum. Hér eru ekki 90 daga neyðarbirgðir eins og flestar vestrænar þjóðir hafa komið sér upp þannig að lömunin yrði hröð og víðtæk. Fæðuöryggið hryndi að mestu leyti á sama tíma þar sem matvælaframleiðsla og flutningur er nánast algerlega háð olíu. Öll starfsemi sem krefst einhverskonar farartækja eða flutninga myndi stöðvast. Orkuöryggið hefur skánað Staðan hefur þó verið verri og orkuöryggi landsins hefur skánað nokkuð undanfarin ár. Árið 2007 fór innanlandsnotkun olíu, þ.e. öll notkun utan millilandaflugs og millilandasiglinga, í 660 þúsund tonn. Þá var nánast ekki til samgöngutæki hér á landi sem gekk fyrir öðru en olíu og orkunýtni ekki í hávegum höfð. Síðan þá hefur orkunýtni, ekki síst í sjávarútvegi batnað verulega, orkuskipti í ýmsum iðnaði raungerst og fjöldi ökutækja skipt að hluta eða öllu leyti yfir í hreina íslenska orku. Nú eru tugir þúsunda farartækja sem keyra á íslenskri orku allt frá rafhjólum til steypubíla. Þó svo að orkuskipti skipa hafi verið umfangslítil hingað til hefur bætti orkunýtni í þeim geira skilað umtalsverðum árangri í minni olíunotkun. Árið 2023 var olíunotkun innanlands komin niður í 510 þúsund tonn. Þetta er í raun mun miklu meiri árangur en tölurnar gefa til kynna þar sem á sama tíma hefur landsmönnum fjölgað um tæplega 100 þúsund og ferðamönnum um tvær milljónir. Orkuöryggið í tölum Frá 2007 hefur olíunotkun innanlands sem sagt minnkað um 150 þúsund tonn. Árleg notkun er því um 180 milljón lítrum minni en hún var árið 2007. Orkuöryggið hefur því skánað um tæplega 500 þúsund lítra á dag, Á DAG! Þetta hefur tekist þrátt fyrir gríðarlegan vöxt í mannfjölda og ferðamannastraumi sem er einmitt mjög eldsneytisfrekur á ferðum sínum um landið. Gerum betur Við höfum alla burði til að gefa hratt og vel í þegar að kemur að auknu orkuöryggi og þar með matvælaöryggi hér á landi. Tæknilegar framfarir gera okkur nú kleift að fara í öflug orkuskipti á nær öllum sviðum samgangna. Orkuöryggið sem því fylgir væri í raun bara bónus þar sem nýorkutæki eru þjóðhagslega hagkvæm þegar kaup og rekstur er borin saman. Með minni olíunotkun verður líka ódýrara og umfangsminna að koma okkur upp 90 daga olíubirgðum. Drífum í þessu. Höfundur er sviðsstjóri á svið orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Umhverfismál Bensín og olía Orkumál Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á viðsjárverðum tímum þar sem þjóðaröryggismál hafa fengið veglegan sess í umræðunni undanfarið. Netöryggisæfingabúðir voru haldnar og talsverðar bollaleggingar um fæðuöryggi hafa svifið yfir vötnum. Þetta er afar mikilvægt en eitt stærsta þjóðaröryggismálið sem ætti alltaf að vera á dagskrá er olíunotkun. Málið er einfalt, við flytjum nú inn um 500 þúsund tonn af olíu fyrir samgöngutæki, vélar og skip. Staðan er sú að ef skrúfað yrði fyrir olíuinnflutning til Íslands myndi þjóðfélagið lamast á örfáum vikum. Hér eru ekki 90 daga neyðarbirgðir eins og flestar vestrænar þjóðir hafa komið sér upp þannig að lömunin yrði hröð og víðtæk. Fæðuöryggið hryndi að mestu leyti á sama tíma þar sem matvælaframleiðsla og flutningur er nánast algerlega háð olíu. Öll starfsemi sem krefst einhverskonar farartækja eða flutninga myndi stöðvast. Orkuöryggið hefur skánað Staðan hefur þó verið verri og orkuöryggi landsins hefur skánað nokkuð undanfarin ár. Árið 2007 fór innanlandsnotkun olíu, þ.e. öll notkun utan millilandaflugs og millilandasiglinga, í 660 þúsund tonn. Þá var nánast ekki til samgöngutæki hér á landi sem gekk fyrir öðru en olíu og orkunýtni ekki í hávegum höfð. Síðan þá hefur orkunýtni, ekki síst í sjávarútvegi batnað verulega, orkuskipti í ýmsum iðnaði raungerst og fjöldi ökutækja skipt að hluta eða öllu leyti yfir í hreina íslenska orku. Nú eru tugir þúsunda farartækja sem keyra á íslenskri orku allt frá rafhjólum til steypubíla. Þó svo að orkuskipti skipa hafi verið umfangslítil hingað til hefur bætti orkunýtni í þeim geira skilað umtalsverðum árangri í minni olíunotkun. Árið 2023 var olíunotkun innanlands komin niður í 510 þúsund tonn. Þetta er í raun mun miklu meiri árangur en tölurnar gefa til kynna þar sem á sama tíma hefur landsmönnum fjölgað um tæplega 100 þúsund og ferðamönnum um tvær milljónir. Orkuöryggið í tölum Frá 2007 hefur olíunotkun innanlands sem sagt minnkað um 150 þúsund tonn. Árleg notkun er því um 180 milljón lítrum minni en hún var árið 2007. Orkuöryggið hefur því skánað um tæplega 500 þúsund lítra á dag, Á DAG! Þetta hefur tekist þrátt fyrir gríðarlegan vöxt í mannfjölda og ferðamannastraumi sem er einmitt mjög eldsneytisfrekur á ferðum sínum um landið. Gerum betur Við höfum alla burði til að gefa hratt og vel í þegar að kemur að auknu orkuöryggi og þar með matvælaöryggi hér á landi. Tæknilegar framfarir gera okkur nú kleift að fara í öflug orkuskipti á nær öllum sviðum samgangna. Orkuöryggið sem því fylgir væri í raun bara bónus þar sem nýorkutæki eru þjóðhagslega hagkvæm þegar kaup og rekstur er borin saman. Með minni olíunotkun verður líka ódýrara og umfangsminna að koma okkur upp 90 daga olíubirgðum. Drífum í þessu. Höfundur er sviðsstjóri á svið orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun