Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 20. febrúar 2025 21:09 Við lifum á viðsjárverðum tímum þar sem þjóðaröryggismál hafa fengið veglegan sess í umræðunni undanfarið. Netöryggisæfingabúðir voru haldnar og talsverðar bollaleggingar um fæðuöryggi hafa svifið yfir vötnum. Þetta er afar mikilvægt en eitt stærsta þjóðaröryggismálið sem ætti alltaf að vera á dagskrá er olíunotkun. Málið er einfalt, við flytjum nú inn um 500 þúsund tonn af olíu fyrir samgöngutæki, vélar og skip. Staðan er sú að ef skrúfað yrði fyrir olíuinnflutning til Íslands myndi þjóðfélagið lamast á örfáum vikum. Hér eru ekki 90 daga neyðarbirgðir eins og flestar vestrænar þjóðir hafa komið sér upp þannig að lömunin yrði hröð og víðtæk. Fæðuöryggið hryndi að mestu leyti á sama tíma þar sem matvælaframleiðsla og flutningur er nánast algerlega háð olíu. Öll starfsemi sem krefst einhverskonar farartækja eða flutninga myndi stöðvast. Orkuöryggið hefur skánað Staðan hefur þó verið verri og orkuöryggi landsins hefur skánað nokkuð undanfarin ár. Árið 2007 fór innanlandsnotkun olíu, þ.e. öll notkun utan millilandaflugs og millilandasiglinga, í 660 þúsund tonn. Þá var nánast ekki til samgöngutæki hér á landi sem gekk fyrir öðru en olíu og orkunýtni ekki í hávegum höfð. Síðan þá hefur orkunýtni, ekki síst í sjávarútvegi batnað verulega, orkuskipti í ýmsum iðnaði raungerst og fjöldi ökutækja skipt að hluta eða öllu leyti yfir í hreina íslenska orku. Nú eru tugir þúsunda farartækja sem keyra á íslenskri orku allt frá rafhjólum til steypubíla. Þó svo að orkuskipti skipa hafi verið umfangslítil hingað til hefur bætti orkunýtni í þeim geira skilað umtalsverðum árangri í minni olíunotkun. Árið 2023 var olíunotkun innanlands komin niður í 510 þúsund tonn. Þetta er í raun mun miklu meiri árangur en tölurnar gefa til kynna þar sem á sama tíma hefur landsmönnum fjölgað um tæplega 100 þúsund og ferðamönnum um tvær milljónir. Orkuöryggið í tölum Frá 2007 hefur olíunotkun innanlands sem sagt minnkað um 150 þúsund tonn. Árleg notkun er því um 180 milljón lítrum minni en hún var árið 2007. Orkuöryggið hefur því skánað um tæplega 500 þúsund lítra á dag, Á DAG! Þetta hefur tekist þrátt fyrir gríðarlegan vöxt í mannfjölda og ferðamannastraumi sem er einmitt mjög eldsneytisfrekur á ferðum sínum um landið. Gerum betur Við höfum alla burði til að gefa hratt og vel í þegar að kemur að auknu orkuöryggi og þar með matvælaöryggi hér á landi. Tæknilegar framfarir gera okkur nú kleift að fara í öflug orkuskipti á nær öllum sviðum samgangna. Orkuöryggið sem því fylgir væri í raun bara bónus þar sem nýorkutæki eru þjóðhagslega hagkvæm þegar kaup og rekstur er borin saman. Með minni olíunotkun verður líka ódýrara og umfangsminna að koma okkur upp 90 daga olíubirgðum. Drífum í þessu. Höfundur er sviðsstjóri á svið orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Umhverfismál Bensín og olía Orkumál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Við lifum á viðsjárverðum tímum þar sem þjóðaröryggismál hafa fengið veglegan sess í umræðunni undanfarið. Netöryggisæfingabúðir voru haldnar og talsverðar bollaleggingar um fæðuöryggi hafa svifið yfir vötnum. Þetta er afar mikilvægt en eitt stærsta þjóðaröryggismálið sem ætti alltaf að vera á dagskrá er olíunotkun. Málið er einfalt, við flytjum nú inn um 500 þúsund tonn af olíu fyrir samgöngutæki, vélar og skip. Staðan er sú að ef skrúfað yrði fyrir olíuinnflutning til Íslands myndi þjóðfélagið lamast á örfáum vikum. Hér eru ekki 90 daga neyðarbirgðir eins og flestar vestrænar þjóðir hafa komið sér upp þannig að lömunin yrði hröð og víðtæk. Fæðuöryggið hryndi að mestu leyti á sama tíma þar sem matvælaframleiðsla og flutningur er nánast algerlega háð olíu. Öll starfsemi sem krefst einhverskonar farartækja eða flutninga myndi stöðvast. Orkuöryggið hefur skánað Staðan hefur þó verið verri og orkuöryggi landsins hefur skánað nokkuð undanfarin ár. Árið 2007 fór innanlandsnotkun olíu, þ.e. öll notkun utan millilandaflugs og millilandasiglinga, í 660 þúsund tonn. Þá var nánast ekki til samgöngutæki hér á landi sem gekk fyrir öðru en olíu og orkunýtni ekki í hávegum höfð. Síðan þá hefur orkunýtni, ekki síst í sjávarútvegi batnað verulega, orkuskipti í ýmsum iðnaði raungerst og fjöldi ökutækja skipt að hluta eða öllu leyti yfir í hreina íslenska orku. Nú eru tugir þúsunda farartækja sem keyra á íslenskri orku allt frá rafhjólum til steypubíla. Þó svo að orkuskipti skipa hafi verið umfangslítil hingað til hefur bætti orkunýtni í þeim geira skilað umtalsverðum árangri í minni olíunotkun. Árið 2023 var olíunotkun innanlands komin niður í 510 þúsund tonn. Þetta er í raun mun miklu meiri árangur en tölurnar gefa til kynna þar sem á sama tíma hefur landsmönnum fjölgað um tæplega 100 þúsund og ferðamönnum um tvær milljónir. Orkuöryggið í tölum Frá 2007 hefur olíunotkun innanlands sem sagt minnkað um 150 þúsund tonn. Árleg notkun er því um 180 milljón lítrum minni en hún var árið 2007. Orkuöryggið hefur því skánað um tæplega 500 þúsund lítra á dag, Á DAG! Þetta hefur tekist þrátt fyrir gríðarlegan vöxt í mannfjölda og ferðamannastraumi sem er einmitt mjög eldsneytisfrekur á ferðum sínum um landið. Gerum betur Við höfum alla burði til að gefa hratt og vel í þegar að kemur að auknu orkuöryggi og þar með matvælaöryggi hér á landi. Tæknilegar framfarir gera okkur nú kleift að fara í öflug orkuskipti á nær öllum sviðum samgangna. Orkuöryggið sem því fylgir væri í raun bara bónus þar sem nýorkutæki eru þjóðhagslega hagkvæm þegar kaup og rekstur er borin saman. Með minni olíunotkun verður líka ódýrara og umfangsminna að koma okkur upp 90 daga olíubirgðum. Drífum í þessu. Höfundur er sviðsstjóri á svið orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun