Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar 1. febrúar 2025 15:23 Grein Víðis Sigurðssonar í Morgunblaðinu um aðkomu Gunnars Magnússonar að leik Íslands og Króatíu á HM kom mér á óvart. Að mála Gunnar sem einhvers konar föðurlandssvikara er í besta falli ósanngjarnt og til skammar. Hann er einn af traustustu og reynslumestu aðilum íslensks handbolta. Hann hefur unnið ötullega fyrir HSÍ í áratugi og var meðal annars mér til aðstoðar í undirbúningi fyrir EM 2018 í Króatíu, án þess að þiggja krónu fyrir. Dagur Sigurðsson var ráðinn landsliðsþjálfari Króatíu í lok febrúar 2024 og fljótlega réð hann Gunnar Magnússon sér til aðstoðar við leikgreiningu. Það er fráleitt að ætlast til þess að Gunnar hefði átt að hafna starfinu af því að hann gæti einhvern tíma staðið frammi fyrir þeim möguleika að mæta Íslandi. Átti hann að afþakka starfið þegar Dagur bauð honum það af því það væri siðferðilega rangt því Króatía gæti mögulega mætt Íslandi í framtíðinni? Átti hann að hætta þegar ljóst var að þessi lönd gætu hugsanlega mæst á HM 2025 eftir að dregið var í riðla í maí 2024? Eða átti hann að neita að vinna sína vinnu fyrir Íslandsleikinn? Ef Gunnar sjálfur væri þjálfari Króatíu, hvað þá? Mega þá landsliðsþjálfarar Íslands ekki verða landsliðsþjálfarar annarra landa ef þeim byðist það - væri það siðferðilega rangt? Að auki eru fullyrðingar um að Gunnar hafi afhent mikilvægar „innanhússupplýsingar“ einnig út í hött. Hvaða leyndarmál gæti hann mögulega haft sem skipti sköpum sem ekki væri sjáanlegt í leik liðsins eða á myndbandsupptökum? Hann hefur ekki unnið með núverandi landsliðsþjálfurum Íslands og Ísland hafði þegar spilað fjóra leiki á HM áður en það mætti Króatíu. Það sem áhorfendur og sérfræðingar sjá í leik liðsins er aðgengilegt öllum með grunnþekkingu á leikgreiningu. Ennfremur er farið inn á meint siðferði Gunnars, að hann hafi ekki átt að greina leik Íslands af siðferðislegum ástæðum. En þá spyr ég, hvenær væri það þá siðferðislega rétt fyrir Gunnar að greina Íslenska landsliðið fyrir Króatíu? Á næsta móti eða þarnæsta? Eða aldrei? Þetta stenst auðvitað enga skoðun. Að setja Gunnar Magnússon undir þennan siðferðislega hatt, eingöngu vegna þess að hann hafi unnið við greiningar með síðasta landsliðsþjálfara Íslands, er í einu orði sagt fáránlegt. Við verðum að geta tekið ábyrgð á eigin mistökum í stað þess að leita að blórabögglum. Íslenska liðið var einfaldlega illa undirbúið fyrir leikinn gegn Króatíu, taktískt en einnig andlega, ýmist rangar eða engar ákvarðanir teknar í leiknum sjálfum og leikmenn ekki klárir í þá orrustu sem beið þeirra. Að kenna Gunnari um hrakfarir liðsins er einfaldlega hlægilegt og okkur til minnkunar. Mér þykir miður að Morgunblaðið hafi birt þessa grein og tel að Gunnar eigi skilið afsökunarbeiðni – maður sem hefur lagt íslenskum handbolta mikið til. Greinin hefði mikið frekar átt að snúast um þakklæti íslensks handbolta fyrir hans óeigingjarna starf - og óska honum til hamingju með frábæran árangur sem af er á HM 2025 Höfundur er fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Handbolti HM karla í handbolta 2025 HSÍ Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Grein Víðis Sigurðssonar í Morgunblaðinu um aðkomu Gunnars Magnússonar að leik Íslands og Króatíu á HM kom mér á óvart. Að mála Gunnar sem einhvers konar föðurlandssvikara er í besta falli ósanngjarnt og til skammar. Hann er einn af traustustu og reynslumestu aðilum íslensks handbolta. Hann hefur unnið ötullega fyrir HSÍ í áratugi og var meðal annars mér til aðstoðar í undirbúningi fyrir EM 2018 í Króatíu, án þess að þiggja krónu fyrir. Dagur Sigurðsson var ráðinn landsliðsþjálfari Króatíu í lok febrúar 2024 og fljótlega réð hann Gunnar Magnússon sér til aðstoðar við leikgreiningu. Það er fráleitt að ætlast til þess að Gunnar hefði átt að hafna starfinu af því að hann gæti einhvern tíma staðið frammi fyrir þeim möguleika að mæta Íslandi. Átti hann að afþakka starfið þegar Dagur bauð honum það af því það væri siðferðilega rangt því Króatía gæti mögulega mætt Íslandi í framtíðinni? Átti hann að hætta þegar ljóst var að þessi lönd gætu hugsanlega mæst á HM 2025 eftir að dregið var í riðla í maí 2024? Eða átti hann að neita að vinna sína vinnu fyrir Íslandsleikinn? Ef Gunnar sjálfur væri þjálfari Króatíu, hvað þá? Mega þá landsliðsþjálfarar Íslands ekki verða landsliðsþjálfarar annarra landa ef þeim byðist það - væri það siðferðilega rangt? Að auki eru fullyrðingar um að Gunnar hafi afhent mikilvægar „innanhússupplýsingar“ einnig út í hött. Hvaða leyndarmál gæti hann mögulega haft sem skipti sköpum sem ekki væri sjáanlegt í leik liðsins eða á myndbandsupptökum? Hann hefur ekki unnið með núverandi landsliðsþjálfurum Íslands og Ísland hafði þegar spilað fjóra leiki á HM áður en það mætti Króatíu. Það sem áhorfendur og sérfræðingar sjá í leik liðsins er aðgengilegt öllum með grunnþekkingu á leikgreiningu. Ennfremur er farið inn á meint siðferði Gunnars, að hann hafi ekki átt að greina leik Íslands af siðferðislegum ástæðum. En þá spyr ég, hvenær væri það þá siðferðislega rétt fyrir Gunnar að greina Íslenska landsliðið fyrir Króatíu? Á næsta móti eða þarnæsta? Eða aldrei? Þetta stenst auðvitað enga skoðun. Að setja Gunnar Magnússon undir þennan siðferðislega hatt, eingöngu vegna þess að hann hafi unnið við greiningar með síðasta landsliðsþjálfara Íslands, er í einu orði sagt fáránlegt. Við verðum að geta tekið ábyrgð á eigin mistökum í stað þess að leita að blórabögglum. Íslenska liðið var einfaldlega illa undirbúið fyrir leikinn gegn Króatíu, taktískt en einnig andlega, ýmist rangar eða engar ákvarðanir teknar í leiknum sjálfum og leikmenn ekki klárir í þá orrustu sem beið þeirra. Að kenna Gunnari um hrakfarir liðsins er einfaldlega hlægilegt og okkur til minnkunar. Mér þykir miður að Morgunblaðið hafi birt þessa grein og tel að Gunnar eigi skilið afsökunarbeiðni – maður sem hefur lagt íslenskum handbolta mikið til. Greinin hefði mikið frekar átt að snúast um þakklæti íslensks handbolta fyrir hans óeigingjarna starf - og óska honum til hamingju með frábæran árangur sem af er á HM 2025 Höfundur er fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar