Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir mun ekki leika með íslenska handboltalandsliðinu á komandi heimsmeistaramóti sem fram fer í Hollandi og Þýskalandi í lok nóvember og byrjun desember en hún á von á barni. Handbolti 11.7.2025 23:31
Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Handknattleiksdeild KA hefur samið við georgíska landsliðsmanninn Giorgi Dikhaminjia um að leika með liðinu í vetur. Giorgi, sem er 28 ára gamall og 188 cm á hæð, leikur oftast sem hægri skytta en getur einnig leyst af í horninu. Handbolti 11.7.2025 17:48
Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Íslandsmeistarinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson, leikmaður Fram til fjölda ára og landsliðsmaður Finnlands, hefur samið við Sandefjord, nýliða í norsku úrvalsdeildinni í handbolta. Handbolti 11.7.2025 13:32
Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hafnaði tilboði frá egypska félaginu Zamalek um að gerast þjálfari þess, og það ítrekað. Hann segist opinn fyrir því að þjálfa félagslið samhliða starfi sínu hjá HSÍ. Handbolti 3. júlí 2025 11:44
Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Teitur Örn Einarsson, landsliðsmaður í handbolta, giftist Sunnu Eyjólfsdóttur, starfsmanni Icelandair, í Víkurkirkju í Vík í Mýrdal á sunnudag. Lífið 2. júlí 2025 16:01
Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Alexander Petersson, sem á að baki einn lengsta handboltaferil sem sögur fara af, er hættur. Handbolti 1. júlí 2025 18:30
Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Færeyingar rifu sig upp eftir grátlegt tap í tvíframlengdum undanúrslitaleik og tryggðu sér í kvöld bronsverðlaunin á heimsmeistaramóti 21 árs landsliðs í handbolta en mótið fer fram í Póllandi. Handbolti 29. júní 2025 16:38
Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Valsmenn hafa eignast Evrópumeistara í bæði karla- og kvennaflokki á síðustu árum. Kvennaliðið vann Evrópubikarinn í vetur og fara aftur í Evrópukeppni í vetur en karlarnir sitja aftur á móti heima. Handbolti 29. júní 2025 13:58
Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Íslenski handboltamaðurinn Elmar Erlingsson er í öðru sæti á HM 21 árs landsliða yfir þá leikmenn sem hafa komið að flestum mörkum í mótinu. Handbolti 28. júní 2025 17:02
Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Færeyingar verða að sætta sig við að spila um bronsið á HM 21 árs landsliða í handbolta eftir tap á móti Portúgal í undanúrslitaleiknum í kvöld. Handbolti 27. júní 2025 21:26
Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ísland varð að sætta sig við svekkjandi 38-35 tap í úrslitaleik gegn Serbíu um Forsetabikarinn, sautjánda sætið, á heimsmeistaramóti undir 21 árs landsliða í handbolta karla í dag. Handbolti 27. júní 2025 14:00
Byrjar meðferð vegna brjóstakrabbameins Camilla Herrem, landsliðskona Noregs síðustu átján ár og ein sigursælasta handboltakona allra tíma, mun hefja læknismeðferð í dag vegna brjóstakrabbameins sem hún greindist með. Handbolti 27. júní 2025 08:13
Færeyingar í undanúrslitin á HM og gætu mætt Dönum í úrslitaleiknum Færeyska 21 árs landsliðið í handbolta er komið alla leið í undanúrslitin á heimsmeistaramótinu í handbolta í Póllandi eftir sigur á Slóvenum í kvöld. Handbolti 26. júní 2025 20:45
Norsk handboltastjarna með krabbamein Norska handboltakonan Camilla Herrem sagði frá því í kvöld að hún sé með brjóstakrabbamein. Handbolti 26. júní 2025 18:31
Spila um Forsetabikarinn á HM Handboltalandslið Íslands skipað leikmönnum 21 árs og yngri spilar úrslitaleik næsta laugardag um Forsetabikarinn, sautjánda sætið, á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Póllandi. Strákarnir okkur komust í úrslitaleikinn með öruggum 32-38 sigri gegn heimamönnum. Handbolti 26. júní 2025 13:34
Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Eftir að föður hans var á dögunum sagt upp störfum sem þjálfari Leipzig í Þýskalandi, getur íslenski landsliðsmaðurinn í handbolta, Andri Már Rúnarsson leikmaður félagsins, virkjað ákvæði í samningi sínum sem gerir honum kleift að halda annað. Handbolti 26. júní 2025 08:01
Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Norðmenn héldu í fyrstu að þeir myndu koma út í mínus við að halda heimsmeistaramót karla í handbolta í janúar á þessu ári en svo var þó ekki eftir nánari skoðun. Handbolti 25. júní 2025 17:30
Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Færeyingar eru einum sigri frá því að spila um verðlaun á HM U21-landsliða karla í handbolta. Gullkynslóðin þeirra sló út eina allra stærstu handboltaþjóðina, Frakka. Þjálfari Færeyinga kom með sínar skýringar á ótrúlegum árangri frænda okkar Íslendinga. Handbolti 25. júní 2025 14:45
Ísland fór létt með Marokkó og vinnur riðilinn sinn Íslenska undir 21 árs landsliðið spilaði sinn síðasta leik í riðlakeppni forsetabikarsins á HM. Þeir léku við Marokkó og unnu leikinn 48-28, þar af leiðandi vinna þeir riðilinn. Sport 24. júní 2025 11:21
Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnari Sigtryggssyni var sagt upp störfum sem þjálfari Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir nýafstaðið tímabil. Rúnar starfaði við krefjandi aðstæður hjá Leipzig, barðist fyrir því að halda íslenskum landsliðsmanni innan sinna raða en fékk það ekki í gegn. Handbolti 24. júní 2025 07:30
Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Rúnar Kárason hefur framlengt samning sinn við Fram en Rúnar varð bæði bikar- og Íslandsmeistari með Fram á nýafstöðnu tímabili í Olís-deild karla. Handbolti 23. júní 2025 18:02
Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Íslenska landsliðið í handbolta, skipað leikmönnum tuttugu og eins árs og yngri, vann nokkuð öruggan sautján marka sigur á Mexíkó, 41-24, á HM tuttugu og eins árs landsliða í Póllandi í dag. Handbolti 23. júní 2025 13:43
Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður Magdeburgar, er orðinn þekktasta nafnið í handboltaheiminum í dag að mati handboltaþjálfarans Rúnars Sigtryggssonar sem hefur þjálfað þýska úrvalsdeildarfélagið Leipzig undanfarin ár. Handbolti 23. júní 2025 09:01
Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Þetta verður stórt sumar hjá íslenska landsliðsmarkverðinum Viktori Gísla Hallgrímssyni en þetta var líka stórt hjá kappanum. Handbolti 22. júní 2025 23:34