Gott að eldast á Vestfjörðum Alberta Gullveig Guðbjartsdóttir skrifar 30. ágúst 2024 12:32 Nú standa stjórnvöld fyrir vegferðinni „Gott að eldast“ þar sem tekið er utan um málefni eldra fólks með nýjum hætti þar sem aðgerðaráætlun er fylgt eftir til að tryggja betri þjónustu við eldra fólk, meðal annars með samþættingu á þjónustu, forvörnum, heilsueflingu og aukinni virkni. Sex svæði á landinu voru valin til þátttöku í þróunarverkefnum um samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu. Þar á meðal á Vestfjörðum, þar sem Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Bolungarvíkurkaupstaður og sameinað sveitarfélag Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar, ásamt Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa í samvinnu við að efla og þróa þjónustu fyrir eldra fólk. Verkefnið er styrkt af stjórnvöldum og ætlað til þess að vera leiðarvísir um skýra framtíðarsýn og heildræna nálgun í málefnum eldra fólks. Virkni og vellíðan eldra fólks Með verkefninu er sérstök áhersla lögð á virkni og vellíðan eldra fólks til þess að draga úr áhættu á félagslegri einangrun og einmanaleika. Með því að styðja heilsu og vellíðan, félagslega þátttöku og öryggi eldra fólks má hafa jákvæð áhrif á lífsgæði þeirra. Tækifærin á Vestfjörðum eru fjölmörg til þess að efla aldursvænt samfélag. Horfa þarf til styrkleika, mikilvægi framlags og þátttöku eldra fólks sem ávinning fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið í heild. Tengiráðgjafi til starfa Það verður í höndum tengiráðgjafa, sem nýverið hóf störf fyrir sveitarfélögin innan þróunarverkefnis Gott að eldast á Vestfjörðum, að huga að verkefnum sem styðja við einstaklinga til virkni og vellíðanar. Við búum að verðmætum tækifærum til þátttöku, heilsueflingar, félagsstarfs, fræðslu og tómstunda eldra fólks í samfélaginu okkar. Markmið okkar ætti að vera að tryggja og viðhalda andlegri, félagslegri og líkamlegri færni fólks til að njóta efri áranna eftir vilja og getu hvers og eins. Tengiráðgjafi er til taks fyrir einstaklinga sem og aðstandendur eldra fólks. Einnig tengir hann íbúa við bjargir sem fyrir eru í samfélaginu og fjölbreytt úrval virkni úrræða. Undirstaðan í starfi tengiráðgjafa er að styðja við fólk til að geta átt gefandi líf alla ævi. Höfundur er tengiráðgjafi Gott að eldast á Vestfjörðum. Gott að eldast – Hér má lesa aðgerðaráætlun í heild sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Ísafjarðarbær Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nú standa stjórnvöld fyrir vegferðinni „Gott að eldast“ þar sem tekið er utan um málefni eldra fólks með nýjum hætti þar sem aðgerðaráætlun er fylgt eftir til að tryggja betri þjónustu við eldra fólk, meðal annars með samþættingu á þjónustu, forvörnum, heilsueflingu og aukinni virkni. Sex svæði á landinu voru valin til þátttöku í þróunarverkefnum um samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu. Þar á meðal á Vestfjörðum, þar sem Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Bolungarvíkurkaupstaður og sameinað sveitarfélag Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar, ásamt Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa í samvinnu við að efla og þróa þjónustu fyrir eldra fólk. Verkefnið er styrkt af stjórnvöldum og ætlað til þess að vera leiðarvísir um skýra framtíðarsýn og heildræna nálgun í málefnum eldra fólks. Virkni og vellíðan eldra fólks Með verkefninu er sérstök áhersla lögð á virkni og vellíðan eldra fólks til þess að draga úr áhættu á félagslegri einangrun og einmanaleika. Með því að styðja heilsu og vellíðan, félagslega þátttöku og öryggi eldra fólks má hafa jákvæð áhrif á lífsgæði þeirra. Tækifærin á Vestfjörðum eru fjölmörg til þess að efla aldursvænt samfélag. Horfa þarf til styrkleika, mikilvægi framlags og þátttöku eldra fólks sem ávinning fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið í heild. Tengiráðgjafi til starfa Það verður í höndum tengiráðgjafa, sem nýverið hóf störf fyrir sveitarfélögin innan þróunarverkefnis Gott að eldast á Vestfjörðum, að huga að verkefnum sem styðja við einstaklinga til virkni og vellíðanar. Við búum að verðmætum tækifærum til þátttöku, heilsueflingar, félagsstarfs, fræðslu og tómstunda eldra fólks í samfélaginu okkar. Markmið okkar ætti að vera að tryggja og viðhalda andlegri, félagslegri og líkamlegri færni fólks til að njóta efri áranna eftir vilja og getu hvers og eins. Tengiráðgjafi er til taks fyrir einstaklinga sem og aðstandendur eldra fólks. Einnig tengir hann íbúa við bjargir sem fyrir eru í samfélaginu og fjölbreytt úrval virkni úrræða. Undirstaðan í starfi tengiráðgjafa er að styðja við fólk til að geta átt gefandi líf alla ævi. Höfundur er tengiráðgjafi Gott að eldast á Vestfjörðum. Gott að eldast – Hér má lesa aðgerðaráætlun í heild sinni.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir Skoðun